Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 2

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 2
42 ÆSKAN a>v*-T-(3 '-wV8^«<MB<a>v*^-©'*«-^XR-^»MB-^<-,><í' FJORIR KONGAR ÆFINTVRI EFTIR CARL EWALD FRÍÐA HALLGRÍMS ÞÝDDI Q-^~<S Þegar Suðri hafði staðið kyrr um stund, veifaði hann hendinni, eins og hann heimtaði kyrrð. En enginn tók eftir því. Prösturinn hoppaði í runn- unum með unnustu sinni, horfði á hana ástar- augum og lagaði á henni fjaðrirnar með nefinu. Fiskarnir léku sér áhyggjulausir í sjónum. Engið var komið í hátíðabúning, og skógurinn var niður sokkinn í vordrauma sina. Suðri konungur brosti og veifaði hendinni á ný. Þegar það dugði ekki, hnyklaði hann brúnir og varð skuggalegur á svip. 1 sama bili dró ský fyrir sólu. Úr öllum áttum komu skýin svífandi, dimm og drungaleg. Dalurinn hafði aldrei séð þau í þess- um ham. Langt í burtu heyrðist hávaði þrum- unnar. Skýin nálguðust óðfluga og urðu svartari og svartari. Það var molluhiti. Inni í skóginum var dimmt eins og komið væri kvöld. Vindurinn varð hræddur og faldi sig bak við hæðirnar. Loftið varð undarlega þungt. Trjálaufin héngu máttlaus niður, eins og þau væru veik, og blómin flýttu sér að loka krónunum. Enginn vissi, hvað varð um flugurnar, þær voru allar horfnar. Litlu mýsnar gleymdu öllu sínu ástaglensi, hlupu í holur sínar og tístu. Froskunum fipaðist að syngja »kvak, kvak«, og steyptu sér á kaf, eins og sjálfur Norðri væri kominn. Fugl- arnir hímdu á víð og dreif í laufinu, og óttinn skein úr augum þeirra. Suðri konungur var ekki lengur bjartur yfirlit- um. Eftir þvi sem skýin urðu dekkri, dofnaði ljóm- inn, sem um hann hafði verið. Að síðustu stóð hann við botn dalsins, eins og svart, risavaxið tröll. Allt í einu kom hvirfilbylur þjótandi yfir hæð- irnar, allir ætluðu að missa andann. Trén svign- uðu óttaslegin til jarðar. Fljótið þyrlaðist í háa loft. Svo var eins og þúsundir léttfættra barna liðu yfir jörðina. — Það voru fyrstu regndroparnir. Á næsta augnabliki steyptist regnið niður. Svo kom eldingin. í>að varð skínandi bjart langar leiðir, en enginn gat notið þeirrar ofur-birtu, svo kom myrkur, síðan þruma svo ógurleg, að fjöllin skulfu. En gegn um þrumuhljóðið hljómaði rödd Suðra, og enginn hafði áður heyrt þvílíka rödd: aÞað er eg, það er konungur sumarsins, sem er kominn til að drottna yfir jörðunni. — Þruman er þegn minn . . . Heyrið þið ekki bergmálið í fjöll- unum . . . Jörðin bergmálar fótatak mitt . . . Sumarið kemur«. Þrumurnar hættu, en regnið steyptist niður. Gegn um regnið heyrðist aftur rödd Suðra kon- ungs. Enginn hafði nokkru sinni heyrt svo blíða rödd: »Sumarið ríkir. Allt, sem grænt er, skal verða þúsund sinnum grænna. Allt, sem er fagurt, skal verða hundrað sinnum fegurra. Ilmur blómanna skal verða sterkari, og söngur fuglanna skal verða dýpri og innilegri. Dagarnir skulu verða bjartari og hlýrri, nóttin skal verða svalari og kyrrari. Gleði morgunsins og friður kvöldsins skulu engan endi hafa«. Á meðan Suðri konungur mælti á þessa Ieið, hlustaði allur dalurinn fullur hrifningar. Þrumu- veðrinu slotaði, og það hælti að rigna. Hár og beinn, og ljómandi af lífsgleði gekk Suðri konungur um ríki sitt. Alstaðar, þar sem hann fór, glaðnaði til sólar, og skýin hurfu aí himninum. Himininn varð aftur heiður og blár. Regndroparnir héngu á hverj- um kvisti og hverju strái, og glóðu í sólskininu. Blómin opnuðust, og fuglarnir komu fram úr lauf- inu. Hjörturinn kom fram úr fylgsni sinu og rak snoppuna ánægjulega ofan í vott grasið. Þegar síðasta skýið var horfið, og sólin hafði þerrað siðasta regndropann, og engar menjar sáust eftir óveðrið, þá var dalurinn óþekkjanlegur. Blómin voru fleiri, því að nú höfðu ný bælzt við, ilmur þeirra var sterkari og litskrúðið meira. En það var eins og meiri alvara hefði færzt yfir þau. Þau voru ekki eins áhyggjulaus. En ef bifluga eða fiðrildi kom fljúgandi, teygðu blómin úr sér, þá varð ilmur þeirra enn sterkari og litirnir enn fegurri, svo að hægara væri fyrir skordýrin að taka eftir þeim. Bíflugurnar höfðu ekki eins góðan tíma og um vorið. Heima í búi þeirra verpti drottningin eggjum, svo hundruðum skipti, og þær urðu að búa til vax og byggja her- bergi, sækja hunang og blómduft. Þær voru alveg uppgefnar. Alstaðar var fullt af blómum, svo að þær vissu ekki, hvert þær áttu að snúa sér. Inni i skóginum urðu þær drukknar af fjólu- ilminum, en niðri i brekkunum flugu þær í opna arma draumsóleyjarinnar. Þær gátu ekki neitað sér um að heimsækja allar þessar angandi blómkrónur. Og svona gekk það alstaðar, því alstaðar var breytingin sýnileg. (Framh.).

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.