Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 4

Æskan - 01.06.1933, Blaðsíða 4
44 ÆSKAN T VÆ R LEIÐIR o o o 8 o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o Æsknmnður! Hver verður framtíð þín? Liggur leið þin fram til hins góða og fagra líl's, fram til vaxandi lifsham- ingju ogsæmdar? Eðaliggur hún til vansæmdarog vesældar? Myndin sýnir þér tvær leiðir, sem báðar geta staðið þér opnar, en önnur leiðir að því marki, sem allir vilja ná, en hin vísar á þann veginn, sem allir vilja forðast. Og af því að eg veit, að þú vilt verða góður maður og göfugur, þú vilt ganga hina réttu leið, þá sendí eg þér þessa mynd, svo að þú munir nokkur atriði, sem þú skalt varast, og einnig nokkur, sem þú skalt ástunda. Eitt meða) þess, sem þú skalt varast, er tóbaksnautn og peningaspil. Ef þú því byrjar á þessu tvennu, þá hefir þú breytt heimskulega, stigið rangt spor. Mundu þvi þetta: Byrjaðu aldrei að reykja. Byrjaðu aldrei að spila peningaspil. Ef þú skoðar hægri helming myndar- innar, þá sérðu það, sem oft og tíðum siglir í kjðlfar reyk- inganna, það er áfengisnautn, og með henni sundrung, heim- ilisólán og loks aumkunarverð elli. Mundu því að bragða aldrei áfengi. En ef þú aftur á móti litur á vinstri helming myndarinnar, þá sérðu prúða unglinga, sem stunda nám sitt af kappi. Pú sérð myndarlegan mann, sem á gott heimili, og loks sérðu gráhærðan öldung, sem allir virða. Vertu þess vegna prúður og samvizkusamur við öll þín störf, bæði heima og í skóla. Segðu ætið sannleikann, og gerðu allt, sem þú gerir, eins vel og þú getur. — Reyndu, vinur minn, að ganga réllu leiðina, og hjálpaðu öðrum til þess. Ef til vill getur þú það bezt með því að starfa i félögum eins og t. d. barnastúkum, og ef þig langar til að vita eitthvað um þær, þá skrifaðu »Æskunni«, og hún mun svara og gefa allar upplýsingar. — Eg bið svo Guð að blessa þig. Einn af vimim pimim.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.