Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1933, Side 8

Æskan - 01.08.1933, Side 8
 64 ÆSKAN SOLEY Sáslu ekki sóley suður á bala9 Hún vex þar svo litprúð í Ijósgrœnni ió. Fgrst hana jann eg fríðra vorblóma. Gleðinnar imgnd, er gullkrýnd þar hló. Grálfögur glóðu í geislum ársólar Ijósdaggarúða lauguð blómstrá. Fagnaðarfundir, fann eg sólaugað, ngvaknað, brosandi, balanum á. Droplaug. Kiddi á Bergi. Það var einn sunnudagsmorgun, að Kiddi litli á Bergi kom hásyngjandi heim. Pað var þó ekki vanalegt, að hann væri syngjandi, þegar hann var að reka kýrnar. Mamma hans spurði hann, af hverju hann væri svona kátur. Kiddi horfði undrandi á mðmmu sina og sagði: »Veiztu ekki, að það á að smala á morgun?« Svo fór hann inn í baðstofu. Par sat Rúna litla syslir hans og var að færa brúðuna sína í hreinan kjól. Kidda sýndist hún eitthvað daufari en vant var, en hann skipti vsér samt ekkert af hcnni, pví að hann var alltaf að hugsa um kindina sina og lambið sitt. Nú mundi hann eftir nokkru, sem hann hafði nærri gleymt, og pað var, að pabbi hafði lofað honum, að hann mætti gera, hvað sem hann vildi við lambsverðið sitt. Kiddi sat lengi hugsi. Hann var að hugsa um, hvað hann ætti að kaupa. Pá datt honum allt í einu í hug, að gaman væri að eiga skauta. Pá þyrfti Nonni, sonur hreppstjórans, ekki framar að stríða honum með því, að hann kynni ekki á skautum. Allt í einu varð honum Utið á Rúnu systur sína og hann sá, að hún var farin að gráta. Kiddi gekk til hennar og spurði hana af hverju hún væri að gráta. Rúna sagði ekkert í fyrstu, en loks sagði hún svo lágt, að varla heyrðist: »Mig langar svo mikið til að eiga kind«. »Hættu að gráta, Rúna min«, sagði Kiddi. »Eg skal gefa þér lambið, sem rollan mín kemur með. Pað á að smala á morgun. Eg held, að Jón megi stríða mér eitt árið enn«. Ingibjörg Beinteinsdóltir, 13 ára. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Ólöf jónsdóttir, útsölukona »Æskunnar« á Stokkseyri. 70 ára 14. okt. 1932. leið getið, að hún getur ekki veitt við- töku tækifærisljóðum eða eftirmælum, nema alveg sérstakar ástæður séu fyrir hendi. langt síðan, drengur minn. En hvers vegna spyrðu að þesssu? Drengur: Pér haflð ekkert vasaúr, herra kennari. Lag: Pú vorgyðja svifur. Við heilsum þér, móðir, á hamingju- stund, við höfum þér þakkir að færa. Hve glatt verður hjartað og lélt okkar lund, er lítum þig, mamma okkar kæra. Við heilsum þér, góða, svo hýrleg á brár. Og hamingjuósk með þín sjötíu árl Hvað hefðum við verið, ef ei hefðum átt, þá ástúð, er veittir þú, kæra? Með hjálp alls hins góða, þú hafðir þann mátt, til hamingju okkur að færa. Af hjarta við þökkum þér, öll þessi ár, fyrir ást þína og blessun og móður- leg tár. Og beztu þökk færa þér barnabörn þín, þau bæn sinni vilja ei leyna, þú opnaðir fyrir þeim ómælissýn á öllu því fagra og hreina. Við vonum að njóta þín ennþá mörg ár, þú, amma, sem huggar og þerrar bezt ár. Æskan vildi ekki neita þessari ágætu, gömlu sölukonu sinni um rúm fyrir þessar vísur, af því að hún hefir ein- dregið óskað þess. En lætur þess um Oo»000000 900*0000 OOOO ••••« OOOMtoQ ©OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOIOOO0 ° ékRÍTf IIR ° Otló er tíu ára garaall. Einn morg- un, þegar hann vaknar, er sólskin og blíða. Hann langar ekki í skólann, svo að hann tekur símtólið og hringir til skólastjórans og segir: »Sonur minn getur ekki komið í skólann i dag, honum er svo illt í maganum«. Skólastjóranum heyrist röddin vera undarlega harnsleg og spyr: »Hver er þetta, sem eg tala við?« »Pað er pabbi minn,« svarar Ottó lafhræddur. Kennslukona er að spyrja Ástu litlu í prófi: »Getur þú sagt mér, hvaða alþekkta vöru við fáum frá Kfna?« Ásta hugsar sig um: Kennslukonan: Hugsaðu þig nú um. Hvað fær þú fyrst á morgnana? Asta litla: Haframjölsgraut. Drengur: Hafið þér aldrei verið fermdur, herra kennari? Kennari: Jú, auðvitað. Pað er orðið 0*9«*OOOOMMe«OOtl«t«M*lO«*OOOðO Felumynd, Hvert œtli mamma og nágranna- konan hafi farið ? ............. mi imn ..................... Ritstjóri: Margrét Jónsdóttir. Rikisprontsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.