Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1936, Blaðsíða 7

Æskan - 01.03.1936, Blaðsíða 7
ÆSKAN 31 Styrktarmenn „Æskunnar“ Þorvaldur Liíðvíksson Svafa Halldórsdóttir Margrét Sigfusdóttir Jóhanna Björnsdóttir Einar Magnússon Gunnl. Sigvaldason Sig. N. Steinsson Helga Frímannsdóttir Þorvaldur Lúðviksson útsölumaður ,,-Æskunnar“ á Eyr- arbakka. Hann er fæddur á Eyrarbakka 23. sept. 1928, og hefir nýlega tekið að sér útsölu blaðsins, en byrjunarstarf hans bendir til þess, að bann verði ötull liðsmaður, er tímar líða. Svafa Halldórsdóttir, Hólmi, A.-Skaftafellssýslu, er fædd að Hnausum i Snæfellsnessýslu 18. sept. 1912. Hefir hún hafl útsölu blaðsins á hendi í nokkur ár og aflað því margra nýrra kaupenda. Margrét Sigfúsdóttir, Iirafnkelsstöðum í Suður-Múla- sýslu, fædd 1873 að Skjögrastöðum í sömu sýslu. Hún hef- ir verið um fjölda mörg ár hin áhugasama kona fyrir út- breiðslu „Æskunnar“, var um tímabil útsölumaður blaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hafði þá 50 kaupendur, og eftir að hún fluttist upp á Hérað, hefir hún einnig aflað þvi nýrra kaupenda á þeim slóðum. Margrét hefir lengst af æfinnar stundað smábarnakennslu og farist það vel úr hendi. Jóhanna Björnsdóttir, Surtsstöðum, Norður-Múlasýslu. Hún er útsölumaður „Æslumnar" i Jökuldalshreppi og fer kaupendum hennar fjölgandi ár frá ári. Jóhanná er fædd á Surtsstöðum 27. febr. 1912. Einar Magnússon, kennari í Gerðum í Garði, er fæddur 23. des. 1878 í Miðhúsum i Garði. Hann hefir verið útsölu- maður „Æskunnar“ i Garðinum fjölda mörg ár, og leyst það starf af hendi, eins og annað, sem hann tekur sér fyrir hendur, með hinni mestu prýði. Gunnlaugur Sigvaldason, bóksali á Yopnafirði. Hann er fæddur 12. jan. 1884 að Grund á Langanesi. Hann hefir verið útsölumaður „Æskunnar" síðan 1916 og reynst blaðinu hinn ágætasti stuðningsmaður öll þau ár. Sig. N. Steinsson, Reykjarfirði, N.-ísafjarðarsýslu, er fæddur að Hólshúsum í sömu sýslu 9. desember -1892. Hann byrjaði með 10 kaupendur 1922, en hefir nú 30 kaupendur. Sést best á þessu, að hann vinnur með elju að útbreiðslu btaðsins í byggðarlagi sínu. Helga Frimannsdóttir útsölukona „Æskunnar“ á Hólma- vík. Hún er fædd á Eiriksstöðum í Húnavatnssýslu 14. desember 1890. Hún tók við útsölu blaðsins á Hólmavík fyrir nokkrum árum, og virðist hafa mikinn áhuga fyrir starfi sínu. Þökkum vér þessum ágætu styrktarmönnum fyrir vel unnið starf, og vonum að þeir láti ekkerl tækifæri ónolað lil að vinna að útbreiðslu blaðsins hver í sinu byggðar- lagi. .1. ö. O. bátur?“ Nei, enginu bátur, því sá eini, sem notaður var aðallega til að fara út í tvo stóru bátana á vogin- um, var nú í láni út með firði. Jói var búinn að brjótast í gegnum krapann, og var kominn að ysta jakanum með Önnu. Þar stóð Villi og togaði liana upp á jakann. .Tói blés einu sinni frá sér. Dró svo djúpt andann og livarf undir krapann. Hann ko,m upp i röndinni miðri, en barðist í gegnum liana og synti til Gunnu, sem hékk grátandi á smájaka. Hann bað liana að balda um axlirnar á sér, en hún færði hann aðeins i kaf af hræðslu, svo liann varð að synda með hana

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.