Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1936, Blaðsíða 10

Æskan - 01.03.1936, Blaðsíða 10
34 ÆSKAN Snjókarl GUNNAR: Eigum við að koma lít og búa til snjókerlingu? NONNI: Hæ, gaman. Það skulum við gera. GUNNAR: Vilt þú ekki vera með Dísa? DÍSA: Eg veit ekki, er ekki kalt úti? GUNNAR: Uss, kalt! Það er frost- laust, og snjórinn er alveg mátulega linur. Komið þið krakkar. NONNI: Verður snjókerlingin stór? Hvað á hún að heita? GUNNAR: Við verðum nú fyrst að skapa hana. DÍSA: Ef hún verður stór og dig- ur, þá skal hún heita Gilitrutt. NONNI: Þetta getur alveg eins orðið snjókarl. DÍSA: Við verðum að hnoða höf- uðið almennilega og búa til augu, munn og nef. GUNNAR: Já, og augnabrúnir. NONNI: Hvernig eigum við nú að fara að því? DÍSA: Eg skal sækja kolamola niður í kjallara, við höfum þá fyrir augu, og augnabrúnir geturn við líka litað svartar með kolamola. GUNNAR: Og munninn litum við rauðan með rótarbréfi, eða eigum við að hafa hann svartan líka? NONNI: Já, já, það er miklu l>etra. Þetta ætlar að verða reglu- legur tröllkarl. DÍSA: Eg veit eiginlega ekki, hvort við eiguin að hafa þetta fyrir karl eða kerlingu. GUNNAR: Þetta er karl, sjáið þið það ekki. Hvað eiguin við nii að láta hann heita. DÍSA: Auðvitað Gunnar í höfuð- ið á þér, eða þá Jón Gunnar í höf- uðið á ykkur báðum. NONNI: Vitleysa, þá held eg hann geti eins vel heitað eitthvað í höf- uðið á þér. GUNNAR: Já, t. d. Dísu-fóstri. DÍSA: Uss. Nei, annars við skul- um ekki fára að rífast út af þessu. Lítið þið bara á, hvað hann stend- ur hreykinn þarna við grindurnar. Pabbi verður steinhissa, þegar hann ke.mur heim að borða. NONNI: En við verður að skíra karlgreyið. DÍSA: Nú veit eg, hvað hann á að heita. Við skulum ná í svolítið vatn og skíra hann svo í skel, svo að hann dafni vel og kalla hann Glám, hann er svo ljótur. GUNNAR: Jæja, það er ágætt. NONNI: En ef það kemur nú rigning í nótt, þá verður lítið úr Glámi garminum. Bréfaviðskipti Hólmfríður G. Jónsdóttir, Brekku- götu 3, Akureyri, óskar eftir að skrif- ast á við stúlku i Hafnarfirði, 13—14 ára gamla. Halldór Ág. Gunnarsson, Súganda- firði, óskar eftir bréfasambandi við pilt í Reykjavik á aldrinum 15—18 ára. Axel Konráðsson, Bæ pr. Hofsós, Skagafirði, óskar eftir að skrifast á við dreng á Suðausturlandi, á aldrin- um 14—16 ára. Aðallieiður Jónsdóttir, Veslurgötu 77, Akranesi og Soffía Leifsdóttir, Sleipnisveg 23, Akranesi, óska eftir að skrifast á við drengi eða stúlkur á Akuréyri, 13—14 ára að aldri. Gudríöur Björnsson, Borgarnesi, Mvr- arsýslu, 13 ára, óskar eftir að skrifast á við dreng eða telpu á líkum aldri, í Mývatnssveit eða Fljótshlíð. Velunnarar blaðsins eru beðnir að henda afgreiðslunni á duglega ung- linga sem útsölúmenn, sem vissa er fyrir að vilji taka það að sér. Takið eftir Merkur íslenskur skóla- og bind- indismaður sagði nýlega i ræðu, eitt- hvað á þessa leið: „Þrepin niður í eymd áfengisnautnarinnar eru þrjú. Fyrsta þrepið er sælgætið, annað sigarettureykingar, og hið þriðja vín- drykkja." —-■ Varið ykkur á sælgæt- inu, börnin góð. Það eyðileggur tenn- ur og maga, og afleiðingar sælgætis- átsins verða oft tóbaksnautn og síðan vínnautn. Þetla hefir Æskan stund- um bent ykkur á. Sparið aurana ykk- ar. Notið l)á í smáferðalög, lil þess að kaupa góða bók, eða eitthvað ann- að gagnlegt. — Varið ykkur á fyrsta þrepinu. Ráðningar Itéttar ráöningar á reikningsþraut í nóvemherblaðinu: margf. 86.625, deil. 275 liafa þessir sent: ■ Leifur Sveinbjarnarson, Ilnausum. Gyða Jónsdóttir, l’reyjug. 27 Rv. . Guðrún Ingvarsdóttir, Hverfisg. 9 Hafnarfirði. Ólafur Gunnarsson Gilsljaröarmúla. Sinælki Hagfræðiskýrslur sýna, að árlega deyja um 26,000 manna i Bandarikj- unum úr lungnabólgu, er mundu hafa lifað sjúkdóminn af, ef þeir hefðu ekki verið óhófsmenn á tóbak. Hagfræðiskýrslur sýna einnig, að helmingi fleira fólk sýkist af berlcl- um, af þeim er reykja, heldur en hin- um, er láta það ógert. í háskóla einum í Ameríku voru framkvæmdar rannsóknir meðal stú- dentanna. Kom þá i ljós, að meðal duglegustu slúdentanna voru 84 af hundraði hindindismenn á tóbaks- reykingar, en aðeins 16, er reyktu. Heilsan fylgir hófi. Ekki er óhófið aurasælt. Þegar vínið gengur inn, gengur vitið út. Til þess eru vond dæmi að varast þau. (ísl. málshættir). Riístjóri: Margrét Jónsdóttir. nÍKISPHENTSMIÐJAN GUTENBERG

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.