Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 5

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 5
ÆSKAN 65 Örvinglaður starði eg á hinar litlu öldur, sem syntu að flæðarmálinu, brotnuðu og risu á n}T. Það var eins og lágt og seiðþrungið skvaldur þeirra huggaði grátna sál mína, hvetti mig til að vera góður og ráðvandur drengur; eg var þegar búinn að læra meira en nóg. . . Smám saman fjaraði hið illa út. Eg var orðinn nýr, lífsreyndur maður; öldurnar höfðu hrifið mig inn á nýjar brautir, sem eg hafði ekki þekkt áður. — En ef eg leiddi hugann að þessu margumlalaða gleri, þá var gátan alltaf sú sama: Hvernig stóð á þvi, að það var horfið ? — V. Það er sárt fyrir átta ára gamlan dreng að vera fyrirlitinn af öllum i plássinu, að finna alstaðar andúð gegn sér. Iivað eftir annað reyndu foreldrar mínir að fá mig til að meðganga, en eg var húinn að ásetja mér að þræta og þræta. Stundum lél eg sem eg lieyrði þetta ekki og þagði. Og dagarnir voru langir og kveljandi. Ilmur vorsins hjó ekki lengur í tóftarbrotinu. Par var að eins djúpur tregi einmanans, því nú hafði ég eng- an lil að leika mér við. Fyrst krakkarnir vildu ekkert skipta sér af mér, þá var ekki von að Lilja gerði það. En einn góðan veðurdag kom Njáll í Gerðum að máli við mig og sagði: »Jæja, Mangi minn! Skárri ern það nú bölvuð lætin í krökkunum út í ])ig fyrir það, að þú hefir verið dálílið hugaður og lálið þér ekki allt fyrir hrjósti hrenna!« »Eg tók ekki glerið«, sagði eg sannfærandi, þvi að mig grunaði, að ef eg játaði það fyrir Njáli, þá myndi hann koma því rétta boðleið; hann var nefnilega sú almesta hlaðra, sem til var í Hverfinu, sannkölluð kjaftakind. »0, láttu nú ekki svona, maður«, sagði hann hlæjandi og spýlti út í lol'lið. »Auðvitað tókstu glerið, því að þú ert sá eini stráknr liérna í pláss- inu, sem þorir að gera eillhvað«. — Eg Þagði. Eftir stundarkorn hélt hann áfram: »0g af því þú ert svo skolli útsmoginn og klók- ur, þá langar mig lil að fá þig í félag við mig. Hvað segirðn um það ?« »Eg ler ekki í neitt félag við þig«, svaraði eg snúðugur, en Njáll lét sem hahn heyrði það ekki, hnyklaði hrýrnar mjög hugsandi og smálaumaði út úr sér: »Eg — er — að — smíða — pramma«. »Ha! Ertu að smíða prammac, hrópaði eg undr- andi og þólti þetta meira en lítil tiðindi. »Hvar ertu að smíða pramma?« »Inni i pakkhúsi«. »A hann að verða stór?« »Stór? — Ja, hann á að minnsta kosti að geta borið eina þrjá. Og heldurðu að það verði ama- legt að róa honum hér út á fjörðinn? Og fara á fiskirí, maður!« Nei, það þóttist eg viss um að yrði skemmtilegl. »Jahá«, sagði hann og hló aftur, »heldurðu að krakkarnir öfundi mann ekki þegar maður siglir út á kvöldin, á hát, sem maður á sjálfur?« Jú, það hélt eg að þau mundu gera. »Jæja«, sagði hann ibygginn, »en eg ætla nú ekki aldeilis að lofa þeim í minn hát. Þau eru bú- in að stríða mér nógu mikið og. bakbíta, þó að eg geri það ekki. En eg var að hugsa um að bjóða þér að vera í l'élagi með mér, vegna þess, að nú níðast þau jafnvel enn meira á þér en mér. — Þú verður hara að hjálpa mér ofurlítið við smíð- ina. Yiltu það?« Eg sá ekki neitt athugavert við það, og liugsaði til þess með gleði, að nú myndi eg ef til vill ná mannorði minu, þvi að pramminn myndi nægja til þess að koma okkur Njáli í álit, að minnsta kosti lijá strákunum. »Komdu þá«, sagði hann, »eg skal sýna þér gripinn«. Við skálmuðum á stað, og inni í pakkhúsinu heima hjá Njáli sá eg lítinn, hálfsmíðaðan pramma, furðulega vel gerðan eftir öllum kringumstæðum að dæma. Þegar við vorum húnir að skoða liann í krók og kring, vék Njáll sér að mér og hvíslaði refs- legur í bragði: »En það er eitt, sem þú verður að táka með í reikninginn«. »IIvað er það?« spurði eg forviða. »Þú verður að hjálpa mér til að nálgast efni í hann«, hvíslaði hann enn lægra. »Nálgast efni í hann?« — »Hvernig þá?« »Skelfilegur þorskhaus getur þú verið! Skilurðu þetta ekki? — Sjáðu til. Horngrýtis karlinn hann Gvendur tryllubáts á heilmikið af tónnim blikk- dunkum, sem eru hreinasta fyrirtak til að klæða prammann með að utan. Þeir eru geymdir í heljarstórum kassa í fisk- hjallinum niður á Granda. Þú verðuv að hjálpa mér til að ná þeim!« »Nei, aldrei«, sagði eg ákveðinn. »Eg ætla ekki að vera þjófur«. Framh.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.