Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 8

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 8
68 ÆSKAN var hún lengi að ljá honum fylgi sitt, en þegar hún gerði það að lokum, var það óskipt. Þýddi engum að reyna að lokka hana frá Gísla án hans samþykkis, nema Sunnefu, konu Guðna. Þegar Gísli fór i »verið« eða m. ö. o. til sjó- róðra að Stokkseyri, fylgdi Kola honum aldrei nema á túnfótinn. Þar settist hún og dillaði róf- unni ýlfrandi. En á lokadaginn hvarf hún alltaf að heiman, og vissi enginn, hvert hún fór. En hjá Iðuhvammi, suður við Hvítá, var hún sú fyrsta af heimilinu, sem fagnaði komu Gísla frá sjónum, lét hún þar í ljósi gleði sína óskipta. Ekki þurfti Gísli að tala 'við Kolu eins og venja er við hunda, heldur svipað því, er maður talar við mann. Man eg einkum eftir einu atviki, er sannar það. Það var um haust. Yið Gísli vorum að smala og fundum dauðan sauð í dýi. Gísli lók innan úr sauðnum, svo að hann yrði léttari hyrði. Kola var búin að vera matarlaus, frá því snemma um morg- uninn, og varð henni það þá á, er sjaldan kom fyrir, að hún greip vænt mörstykki og át, en þetta var líka hennar kjörréttur og sulturinn annars- vegar. Yar það þá furða, þótt ein »hundssál« stæð- ist ekki þá freistingu? En það hafði Ivola fram yfir margan manninn, að hún kunni að skammast sín. Voru aldrei svo mikil ærsl í Kolu, að hún ekki hætli, legði niður skoltið og lötraði döpur hurt, ef sagt var við hana: »Kola, þér fersl að láta svona, þú, sem stalst mörnum«. Vor eitt átti Kola tvo hvolpa í fóstri. Þeir voru komnir vel á legg. Fer hún þá eitt sinn með þá í heimsókn til tveggja svína, sem alin voru í kofa úti við túnjaðar. Þessi dýr hafði Kola sjaldan séð áður, og hvolparnir aldrei. Þeir reyndust nú samt þær hctjur að ráðast þegar til allögu við svínin, gripu í eyrun á þeim og hengu á þeim, svo að svínin hrinu. Kola lá skammt frá og liorfði á leilc þenna með mestu ánægju, og svo lcngi, að skakka varð leikinn. Veit eg ekki, Iivort meir hefir ráðið þarna hjá Kolu nýungagirni, eða hilt, að henni þótti þetta ágætur leikur handa börnum sínum. Ýmsar íleiri sögur man eg af Kolu, en suráar ekki svo skýrt, að eg þori að segja þær hér, þó er það einkum eitt atvik, sem vekur aðdáun mina á henni. Það var haust eitt. Kola Iiafði fyrir einum degi eignast 4 hvolpa, sem lágu í hæli hennar inni við taðstál, en næsti dagur var almennur smaladagur. Við risum snemma úr rekkjum um morguninn, og segir Gísli við eldabuskuna, að muna sig um það, að opna ekki dyrnar hjá henni Kolu, því liann ætli að hlífa lienni við því að smala. Við ælluð- um að verða hundlausir á »austurkantinum«, svo- nefndum. En okkur sóttist leiðin seint, því féð var erfitt í rekstri. Þegar við vorum búnir að fara svo sem einnar stundar leið og áttum sem allra erfið- ast með féð, vitum við ekki fyrri til, en öll breið- an hleypur i harðan hnapp. Þar er þá Kola komin og er miklu líkari leirkekki en gljáandi, fallegum hundi. Hún hefir líklega heyrt til okkar um morg- uninn og sloppið út. — Við smöluðum fram eftir deginum og rákum nokkuð af fénu heim að hæn- um, Tjörn, sem er klukkutíma leið frá Torfastöð- um. Við komum þangað seinni liluta dags og fór- um að draga út féð. En er við höfðum unnið að því um stund, verður mér litið niður túnið, þar sé eg Kolu og þötti mér skrítið að sjá til hennar. Hún gerir ýmist að hlaupa lil okkar eða í átt- ina heim að Torfastöðum. Sé eg strax, hvað er á seyði. Þarna hjá hundunum heyja einvígi tvær göfugustu hvatir, sem maðurinn eignar sér, móð- urástin og skylduræknin. Eg benti Gísla á ])etla. Man eg oft eftir snörum handtökum hjá Gísla, en aldrei eins og þá, þegar hann var að tína út sauðina. Eltir fáar ráínútur lögðum við af stað, og þurftum við lítið að hafa fyrir rekstrinum. Kola sá um liann. Höfðum við nóg með að fylgja eftir heina götuna. En þegar Kola kom að réttinni heima, heið hún ekki hoð- anna. En þá kom í ljós eitt af einkennum Kolu. Hún var aldrei svo svöng, og enginn var sá mat- ur í dalli liennar, að hún liti við honum, fyrr en hún hafði gegnt ráóðurskyldunni. Og þegar eg vísa börnum á fyrirmynd í tryggð, skyldurækni, fórnfýsi og réttlætiskennd, ætla eg að leyfa mér að hverfa með hugann frá mannkyninu, en ln-egða mér yfir í dýraríkið og segja þeim sög- 11] nai af heillli Ivolu. Magnús Lúrusson Frh. frii 6(5. bls. grímsson dórákirkjuprestur ílutti. En hann var fyrsti æðstitcmplar »Æskunnar« fyrir 50 árum, þá um 12—13 ára gamall. Fánaberar stóðu heiðurs- vörð í 2 röðum framan við kór kirkjunnar. Barna- kórar br. Jóns ísleifssonar sungu. Guðsþjónustúnni var útvarpað. Ein kveðjan, seni Æskunni og Sgut barst, var frá þrem af forustumönnum norsku templarskátanna, »Væbnerne«. Hún er liamingjuósk og hvöt til að starfa vel, þannig hljóö- andi: »Gralálere! Fram, frcnder, for IOfí'l'! tiansen, Lille- tvedt, Mohr.« — Látum skamt fram liða 6. áratug Unglinga- reglunnar áöur vér komum upp Vormanna (Vœbner) liði Reglunnar, fríðum lióp af tryggum, stefnuföstum albind- indismönnum, piltum og stúlkum, sem bera merkið hátt.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.