Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 10

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 10
70 ÆSKAN Eg festi ekki lengi yndi i hverjum stað. Þegar eg var svangur, tíndi eg mér ávexti af greinum trjánna, og væri eg þyrstur, drakk eg vatn úr tærum upp- sprettulindum. Lífið var bjart, glatt og áhyggju- laust. Eg kom einn dag að stóru vatni. Það glóði í sólskininu og heillaði mig. Bátur lá á ströndinni. Eg sleig upp í hann og reri út á vatnið lil suðurs, alltaf lengra suður. En ekki hafði eg lengi róið, er stormur skall á. Báturinn valt á öldunum, hófst upp á öldutindana, seig niður í öldudalina, dans- aði og hringsnerist. Eg gat ekki við neitt ráðið, og hélt nú að mín hinnsta stund væri komin. Eg missti meðvitundina og veit ekki, hve lcngi eg heíi legið í dvala. En þegar eg raknaði við aftur, lá eg á ströndinni og sá fjölda marga menn umhverfis mig. Þeir voru allir brúnir mjög á hörund. Mennirnir sáu, að eg lauk upp augunum. Ráku þeir þá upp hræðilegt öskur og tóku að dansa í kring um mig. Eg starði á þá óttasleginn. Loks beygðu nokkrir þeirra sig niður, lyftu mér upp og báru mig út í dálítinn skóg og inn í kofa nokkúrn, Síðan byrjuðu þeir aftur að dansa og ráku upp einkennilega skræki við og við. Seinast urðu þeir þreyttir og lögðust niður á jörðina, eins og þeir ætluðu að fara að sofa. Eg var dauðþreyttur. En þegar eg sá mennina liggja rólega, hugsaði eg með mér: »Það er líklega hest, að þú reynir að komast burtu héðan.« Eg reis nú upp og ætlaði að halda af stað niður til strandarinnar. En á augabragði þutu mennirnir upp og vörðu mér veginn. Þá setlist eg niður aftur og sagði við sjálfan mig: »Bræður þína og gamla kofann ykkar fær þú víst aldrei að sjá framar.« Eg reyndi að gera þeim skiljanlegt, að eg væri hungraður og þyrstur. Þá stóð stór og þrekinn maður upp, kallaði, og hrátt komu nokkrar konur með ávexti og vatnskönnu. Stóri maðurinn rétti mér þetta, og eg ál og drakk. Skömmu seinna féll eg í væran svefn. Þegar eg vaknaði a.ftur, var eg ekki lengur í skóginum við kofann. Eg lá í húsi, sem gert var úr greinum og tágum. Húsið var nokkuð stórt. Hávaxni maðurinn stóð í dyrunum og við hlið mína sal kona, hrún að litarhætti. Sá hún nú, að eg var vaknaður. Gaf hún mér þá dá- lítið af ávöxtum og vatn að drekka. Síðan fór hún að tala við mig. Þetta var undarlegt! Eg skildi, hvað hún sagði. Ilún kallaði á slóra manninn, er stóð í dyrunum. Ilann laut mér djúpt og sagði, að höfðingi ættarinnar væri dauður. Og þar sem þeir hefðu fundið mig skömmu eftir dauða hans í báti Dúfurnar mínar Eg á nokkrar dúfur og hefi oft verið að athuga, hvernig þær lifa. Þær vakna snemma á morgnana, og lljúga og klóra sér, síðan fara þær að leita sér að æli. Á sumrin þarf lítið að hugsa um þær, því að þær tína maðka og jurtir sér til matar. Á sumr- in verpa þær tveimur eggjum í senn og eru hálf- an mánuð að unga þeim út. Hjónin skiptast á um að liggja á eggjunum. Á veturna geta dúfurnar ekki séð um sig sjálfar, því að þá eru hvorki jurtir né maðkar, sem þær geta tint. Eg átti tvenn lijón í fyrra. Þau verptu fimm sinnurn í sumar. Eg skírði karlana Hitler og Músso- líni. Þeir eiga lieima í sama kofa, Mússolíni uppi, en Hitler niðri. Um varptímann kom þeim illa saman. Þegar Mússolini var að tína í hreiðrið, varn- aði Hitler honum að komasl upp. Lenti þá ofl í bardaga milli þeirra. Einu sinni komst köttur upp í kofann, og drap frú Hitler, sem þá lá á eggjum. Hitler gal ekki ungað þeim út, og þau urðu fúl. Hann saknaði mjög konu sinnar og syrgði hana sáran. Nokkrum dögum eftir dauða hennar fór Mússolíni og frú í skemmtiferð. Þau áttu þá unga. Hitler fór þá upp til Mússolíni og drap ungana. En þegar Mússolini kom heim, var Hitler reiðu- búinn að taka á móti honum, og varð þá svo hörð orusta milli þeirra, að eg varð að skilja þá. Árni Ágústsson 8. bekk barnaskólans i Hafnarfiröi við ströndina, litu þeir svo á, að guðirnir hefðu sent mig, til þess að verða nýi höfðinginn þeirra. En eilt skilyrði, sagði hann, að fylgdi þeirri tign. Höfðinginn yrði að geta blásið i hljóðpípu. Þá varð eg ákaílega glaður, því að eg skildi, að fólk þetta ætlaði ekki að gera mér neitt mein. Eg tók gömlu pípuna upp úr malnum, sem lá við fætur mína, og tók að hlása í hana. Andlit brúna mannsins ljómaði. Hann hneigði sig að nýju og hvarf síðan út úr lnisinu. En ekki leið á löngu, þar til hann kom aftur. Hafði hann þá með sér æðsta mann ættarinnar. Hann henti mér, að eg skildi leika á hljóðpípuna aftur. Eg gerði sem hann hað. Og yndislegir tónar hljómuðu úr pípunni minni. Varð eg nú liöfðingi þeirra og dvaldi meðal þeirra i mörg ár. Á hverjum degi varð eg að blása í hljóð- pípuna mina, til þess að skemmta þeim. En einu sinni, er eg tók pípuna fram og ætlaði að fara að spila fyrir fólkið, var hún brotin, og hve mikið sem eg reyndi, gat eg ekki náð úr henni einum einasta tóni. Ftamh,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.