Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 7

Æskan - 01.06.1936, Blaðsíða 7
ÆSKAN 67 Myndir frá Indlandi Það er heldur ólikt loftslagið á Indlandi eða hérna lieima á okkar kalda íslandi. Indverjarnir lifa líka lífi sinu meiri partinn úti undir berum himni. Ormaþjálfinn, er temur slöngurnar, tæmir úr körfu sinni á miðri götunni. Konurnar spinna og vcfa og halda kafíigildi á þorpsgötunni. Það lítur út fyrir, að minnsta kosti i Birma, að þær séu ekki frábitnar þvi að reykja sér dálítinn vindlingsstúf. En satt að segja er það heldur ófögur og ógeðsleg sjón, er við sjáum á myndinni af konunum. Eða finnst ykkur það ekki? Endurminningar um Kolu Vart minnist eg svo æskustöðva minna, að mynd- in hennar Kolu sé ekki efst í minningarsyrpunni. Og þó að hún væri aðeins venjulegur hundur, fannst mér hún geyma ýmsa þá kosti, sem okkur nútímafólkið skortir svo mjög t. d. tryggð og skyldurækni. Mig langar því að minnast liennar lítið eilt með pennanum. Við vissum ekkert um ætt eða uppruna Kolu. Hún fannst að hausti til, þá ung að aldri, austur á Hellisheiði. Lá hún þar í skúta, hvolpafull og nær dauða en lífi; fann hana bóndi einn úr Hruna- mannahreppi, Guðni Þórarinsson að nafni, er átti þá heima á Tungufelli. Hann vorkenndi dýrinu, og sýndi því þá mannúð, sem Kola galt síðar í rík- um mæli. Það kom nefnilega hrátt í ljós, er Kola hresstist, hver afhragðs fjárhundur lnin var, og lieíir sá misst mikið, er lýndi henni. — En ekki var hún allra, svo sem títt er um þá, sem mikið er í spunnið, því að lengijvel veitti hún engum fylgi sitt nema Guðna einum. Þegar Guðni hrá búi og lluttist að Skálholti, kom Kola að Torfastöðum í sömu sveit með Sunnefu konu Guðna. Þar urðu fyrslu kynni okkar Ivolu. Var eg þá ungur að aldri. Eg man þó gerla, hve vel mér leist á liana, einkum augun, sem eg hefi aldrei séð jafn fögur i nokkrum hundi. Þau lýstu svo mikilli hlíðu, liyggð og viti. Getur vel verið, að eg haíi verið næmari fyrir þessu en ýmsir aðrir, því eg var snennna talinn mikill dýravinur, og þó einkum hunda, svo að sumum þótti nóg um, og elti mig jafnan heil hersing af hundum, hvar sem eg fór. Um þessar mundir var á Torfastöðum vinnu- maður, er Gísli hét Guðmundsson. Hann var þá fjármaður séra Magnúsar Helgasonar, og var við þann starfa um 10 ára skeið. Það atvikaðist einhvernveginn þannig, að lílið var um lnmda á heimilinu og síst góða. Hugði Gísli því gotl til, er Kola kom á lieimilið, en treg

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.