Æskan

Årgang

Æskan - 15.12.1937, Side 4

Æskan - 15.12.1937, Side 4
2 Jólabók Æskunnar 1937 Englar yfir þér vaka Draumadísin Hún kemur inn, er kvölda fer, klædd í silfurlitan hjúp, og bjartir lokkar leika’ um kinn og leiftra augun, blá og djúp. í tunglskinshöll hún heima á, í hendi töfrastaf hún ber, hún sveiflar honum, glöð og góð, er gott barn upp í rúm sitt fer. Þá dreymir það um dýrðlegt vor, um dvergabæ í grænum skóg, um álfadans um silfursvell, og svanabörnin hvít sem snjó. Um fjólu og rós í fjallahlíð, er fölna ei, en ilma æ, um fiðrildi og fáséð dýr, er flögra um í Ijúfum blæ. Um fugla, er tala mannamál, og mörgu skrítnu segja frá, um skip, er sigla um loft og lög og leita’ upp töfralöndin blá. En óþekk börn, þau eiga bágt, þau aldrei dreymir fagran draum, því draumagyðjan þekkir þau, við þau er hún á gjöfum naum. En góðu börnin sofa sætt, og sólskinsbros á vörum skín, því dísin löngum lánar þeim öll Ijúfust draumagullin sín. (Eftir enskri fyrirmynd) Margrét jónsdóttir

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.