Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1937, Blaðsíða 4

Æskan - 15.12.1937, Blaðsíða 4
2 Jólabók Æskunnar 1937 Englar yfir þér vaka Draumadísin Hún kemur inn, er kvölda fer, klædd í silfurlitan hjúp, og bjartir lokkar leika’ um kinn og leiftra augun, blá og djúp. í tunglskinshöll hún heima á, í hendi töfrastaf hún ber, hún sveiflar honum, glöð og góð, er gott barn upp í rúm sitt fer. Þá dreymir það um dýrðlegt vor, um dvergabæ í grænum skóg, um álfadans um silfursvell, og svanabörnin hvít sem snjó. Um fjólu og rós í fjallahlíð, er fölna ei, en ilma æ, um fiðrildi og fáséð dýr, er flögra um í Ijúfum blæ. Um fugla, er tala mannamál, og mörgu skrítnu segja frá, um skip, er sigla um loft og lög og leita’ upp töfralöndin blá. En óþekk börn, þau eiga bágt, þau aldrei dreymir fagran draum, því draumagyðjan þekkir þau, við þau er hún á gjöfum naum. En góðu börnin sofa sætt, og sólskinsbros á vörum skín, því dísin löngum lánar þeim öll Ijúfust draumagullin sín. (Eftir enskri fyrirmynd) Margrét jónsdóttir

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.