Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1945, Síða 8

Æskan - 01.10.1945, Síða 8
ÆSKAN „Datt mér ekki í lmg,“ sagði Svensson og leit upp úr blaðinu. „Þú erl óðara búin að fyrirgefa honum þetla, þó að þér kæmi ekki dúr á auga i alla nótt.“ „Jú, víst svaf ég dálítið,“ andmælti hún og vott- aði fyrir brosi á fölu andlitinu. „O, nei, víst ekki. Þú lást vakandi i alla nótt,“ svaraði maður bénnar. „Hvernig veiztu það? Þú hefur þá ekki sofið sjálf- ur heldur," svaraði hún. „Ja — jú, ég sofnaði vist snöggvast, en það var ekki lengi. Ég lieyrði, þegar klukkan sló fimm,“ svaraði Svensson án þess að líta upp úr blaðinu. „Jæja, við skulum vona, að það rætist vel úr þessu. En nú skulum við drekka kaffisopann. Ég er ekki eins lirædd núna og ég var um tíma í nótt. Ég veit ekki, af hverju það var, en það settist að mér, að drengirnir hefðu lent í einhverri alvarlegri hættu. — En hvað segja blöðin annars? Ég las ekki annað en fyrirsagnirnar,” sagði frú Svensson og renndi kaffinu í bollana. „Það er sagt, að gerð liafi verið tilraun til spell- virkja niðri við höfnina,“ sagði Svensson og hag- ræddi blaðinu. „Góði, lestu það upphátt fyrir mig.“ Svensson lét sykurmola í kaffið sitt og hrærði i því á meðan bann las: „Fífldjörf tilraun til spellvirkja var gerð í nótt hér við höfnina. Frestað bafði verið brottför eim- skipsins Sögu, vegna þess að beðið var eftir við- bót við fanninn. Fyrirtæki nokkurt, sem annaðist hleðslu skipsins, hafði fyrr um daginn tilkynnt lög- reglunni, að yfirbyggður flutningsbíll, sem það á, liefði horfið af stæði sínu og með honum vörur, sem átti að afgreiða til skipsins. Nokkru eftir miðnætti var bil þessum bleypt inn á bafnarsvæðið, eftir að bílstjórinn hafði sýnt fyrirskipuð skírteini, og af- lienti hann þar vörurnar. Lögreglunni var þegar gert aðvart, og lögreglubíll með senditæki var send- ur til liafnarinnar. Það lá nærri, að þetta fífldjarfa fyrirtæki skemmdarvarganna heppnaðist, því að tveir menn, sem þótlust vera á vegum þeirra, er önnuðust bleðslu skipsins, tóku við vörunum úr bilnum, sem þeir sögðu að ætlu að fara í skipið, og komu þeim um borð. Skipið, sem var ferðbúið, var kyrrsett. Við bráðabirgðarannsókn á farminum fundu lögregluþjónarnir tvær tímasprengjur, sem þeir ónýttu, og slatta af öðru sprengiefni. Þetta virðist vera óvenju fifldjörf spellvirkistil- raun, og það var snarræði og árvekni lögreglunnar að þakka, að bún var ónýtt. Því miður tókst þrjót- unum að sleppa í stolna bílnum aðeins nokkrum mínútum áður en lögreglan kom á vetlvang. En öll- 100 um lögreglubílum með útvarpstæki var gert aðvart, og vörður settur á allar leiðir út úr borginni. í nótt sást stór, yfirbyggður flutningsbíll af sömu tegund og sá, sem stolið var, þjóta á fleygiferð eftir Suðurbraut á leið út úr borginni. En snennna í morgun vildi lögreglan ekkert láta uppi, þó að hún væri spurð, um þennan bíl, og var hann þó eltur. Eins hefur ekkert heyrzt í morgun frá einum út- varpsbíl lögreglunnar, sem var á verði við leiðina suður úr borginni. Einn af liásetunum á Sögu hefur verið tekinn höndum fyrir þáttöku í þessu spellvirki. En lög- reglan verst allra frétta um liina tvo, sem hún er á veiðum eftir, en nokkur ástæða er til að vona, að lögreglunni liafi nú lánazt að koma í veg' fyrir, að þessu illþýði takist að sökkva fleiri skipum og búa mörgum okkar braustu sjómönnum vota gröf. Sterlcar líkur eru fyrir því, að þessir tveir þorpar- ar, sem lögreglan er nú að elta uppi, eigi sök á liin- um dularfullu slcipreikum, sem liafa orðið að und- anförnu.“ Hér endaði frásögn blaðsins. . „Þetla er alveg óskaplegt.“ sagði Svensson að lestrinum loknum, og röddin titraði af réttlátri reiði. „Hvernig í ósköpunum eru þeir menn gerðir, sem fórna þannig lífi landa sinna -— — svíkja land sitt og selja sæmd sina fyrir fáeina Júdasarpen- inga?“ Og Svensson vöðlaði blaðið saman, eins og hann vildi sýna enn betur með því viðbjóð sinn og fyrir- litningu. „Hainingjan gefi, að þeir náist og liljóti maklega liegningu,“ tók kona hans undir. „Hegningu!“ greip maður hennar fram í. „Hvaða hegningu heldurðu svo sem að þeir fái? I mesta lagi nokkurra mánaða fangelsisvist, eða ef til vill nolckurra ára. Nei, það er ekki til nógu ströng refs- ing fvrir þessi — •— þessi villidýr!“ „Svona— svona, vertu nú ekki svona æstur. Kaff- ið þitt verður kalt, ef þú ferð ekki að dreklca það,“ sagði kona bans sefandi. „Æstúr eins og það sé eklci von að maður verði æstur,“ sagði Svensson og tók að liræra í bollanum síniun og fletti um leið blaðinu. „Öllum heiðarleg- um mönnum lilýtur að bjóða við þessum skepnum. Það cr eklci bægt að kalla þá menii, sem láta hafa sig til annars eins. En það er víst eitthvað meira um þetta liérna.“ Svensson ýlli frá sér bollanum og fór að lesa á ný: „Fréttamaður vor Iiafði snemma í morgun tal af varðmanninum, sem var á verði í nótt við höfnina. Hann sagði svo frá, að á meðan bílstjórinn á áður-

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.