Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1950, Qupperneq 18

Æskan - 01.01.1950, Qupperneq 18
ÆSKAN Hugo Eckener. smíða á nýju loftskipi. Smiði hins nýja skips var hafin og margar nýjar cnd- urbætur gerðar frá fyrri ger'ðum. í stað benzins var nú notuð ný gasteg- und, er tæplega gat kviknað í. Lagt var í nýtt ferðalag til Ameriku. Nokk- ur óhöpp komu nú fram, svo sem það, r.ð gat rifnaði á belginn. Loftskip þetta, sem skýrt var „Zeppelin greifi“, flaug nú kringum hnöttinn, og ótal aðrar ferðir voru farnar. Tvisvar sinn- uni gafst íslendingum kostur á því að sjá loftskipið, því að það kom liingað til lands 1930 og 1931. í fyrra skiptið i'laug loftskipið yfir Reykjavík til að bera íslandi kveðju Þýzkaiands í til- efni af 1000 ára afmæli Alþingis. í síðara skiptið, 1. júlí 1931, flaug það aftur yfir Reylcjavík og tók íslenzkan fJugpóst yfir Eskililíð, þann fyrsta flugpóst, sem sendur hafði verið til útlanda. Seint í júlí sama ár lagði „Zeppelin greifi“ í norðurheimskauts- för sina. Margir visindamenn tóku þátt í þessari för. Lagt var af stað frá Leningrad, flogið yfir Arkangelsk og Ilvítahafið allt til Franz-Jósefslands. Þar settist loftskipið á ísinn og lenti aftur í Berlín 30. júlí, og hafði þá ver- ið rúma fjóra sólarhringa á ferðinni og flogið 13000 kilómetra. Á najstu ár- um fór skipið í ýmsar ferðir, og hélt uppi reglubundnum ferðum á milli Lýzkalands og Suður-Ameriku um langan tíma, eða þar til að það var orðið svo úr sér gengið, að það var ekki talið flugfært lengur. Þegar síð- asta slyrjöld skall yfir, voru Þjóð- verjar búnir að smíða eitt nýtt loft- skip, sem var enn stærra en öll hin fyrri, og liafði það farið í nokkrar Myrkfælni. Það var í liaust, þegar farið var að skyggja nokkuð á kvöldin, að mér var sagt að sækja kýrnar og láta þær inn. Þrer voru fyrir utan túngarðinn. Ekki leizt mér á blikuna, þegar ég kom út. Mér þótti nokkuð dimmt, því að ég er voðalega myrkfælin.En ég liljóp samt af stað út túnið. Mér fannst alltaf einhver vera á eftir mér. En ég liélt samt áfram. Þegar ég kom út fyrir túnið, þótti mér enn leiðinlegra. En ég sá þá kýrn- ar, og þótti mér það nú heldur betra. íig var þó ekki komin til þeirra strax, og alltaf versnaði myrkfælnin. Ég tólc rui l)að ráð að syngja, og ég söng há- stöfum sálminn: „Ó,: þá náð að eiga Jesúm“. Kýrnar litn upp, þegar ég kom nærri þeim, og störðu á mig. Líklega liefur þeini þótt einkennilegt að sjá mig koma þarna syngjandi. Eg rak kýrnar nú af stað heimleiðis og var sýnu liugliægra en áður, en ekki var myrkfælnin þó alveg farin. Komst ég samt áfram og allt gekk vel. Ég opnaði hliðið og rak kýrnar inn á túnið og lokaði hliðinu og liélt heirn tröðina. En allt i einu fannst mér blóðið storkna í æðum mínum og hjartað hætta að slá. Ég lieyrði sker- andi mjáhn aftan við mig. Ég liélt, að þetta mundi vera einn af flækings- köttunum, sem voru að þvælast hér i kring og mér stóð alltaf stuggur af. Ég leit þó ekki upp, mig langaði ekki til að sjá hann. Ég íierti á kúnum og gekk helzt inni í miðjum liópnum heim tröðina. En ég var ekki komin alla leið að fjósinu, þegar hún kisa mín koní á móti mér. Mikið varð ég fegin. Ég tók hana í fangið og liélt á henni á meðan ég' lét kýrnar inn. Svo fór ég me'ð hana inn í bæ og gaf henni mjólkina, sem lnin var vön að fá á kvöldin. Mikið var gott að vera komin heim og mikið getur verið slæmt að vera myrkfælin. Fjóla. Á myndinni hér að ofan eru nokkr- ir gallar frá teiknarans hendi. Honum hafa orðið á ýmsar skyssur, sem þið getið skennnt ykkur við að finna. — Væri gaman að vita, hve margar þið finnið. Skrítlur. Læknir: — Hóstinn er miklu léttari en í gær, Dóri minn. Dóri: — Það er nú ekki að furða, því að ég æfði mig í alla nótt. — Ertu liræddur um, að einhver taki hattinn þinn? — Nei, af hverju spyrðu að því? — Þú situr á honum. Mamma: — Ég segi þér satt, Óli minn, að ekki finn ég minna til en þú, þegar ég neyðist til að flengja þig fyrir óþæg'ðina. Óli: — Af hverju orgarðu þá ekki? smáferðir fyrir styrjöldina. Eftir sið- ustu slyrjöld hafa Þjóðverjar ekki getað hafizt handa að nýju með smíð- ar loftskipa, og er nú hinn frægi loft- farstjóri þeirra Dr. Eckener í þjón- ustu Bandaríkjamanna, sem sagðir eru hafa mikinn áhuga á loftskipum til hernaðar. Margra annarra þjóða væri ástæða til að geta, sem lagt hafa margt gott fram við sköpun loftskip- anna, svo sem Englendinga, Frakka, Rússa og Itala. En aðeins ítala verður getið hér.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.