Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1950, Qupperneq 20

Æskan - 01.01.1950, Qupperneq 20
ÆSKAN Við þessi áramót sem endranær bjóðum viS ykkur, kæru lesendur, gleðiiegt nýtt ár, og þökkum ykkur fyrir gott starf á liðnu ári, þökkum <>11 ykkar bréf og góðar árnaðaróskir i sambandi við 50 ára afmseli Æsk- unnar. Við höfum reynt eftir því, sem tími hefur unnizt til, að svara bréfum ykkar og fyrirspurnum, en eflaust liafa einhverjir gleymst og vonum við, að þið umberið þann trassaskap með þolinmæði. Gjarnan vildi Æskan svara hverjum einuni fyr- ir sig persónulega, en tími okkar leyfir það ekki, því miður. Á þessu merkisári Æskunnar hefur kaupendum blaðsins fjölgað allveru- lega. Þó liefur takmark það, sem hún setti sér, enn ekki náðst. En við von- um, að kaupendum fjölgi verulega á ])cssu nýbyrjaða ári. Margir útsölu- menn hafa liætt við sig', og er auð- heyrt á bréfum þeirra margra, að þeir hafa ekki legið á liði sínu. Ungu út- sölumennirnir sumir harma það mjög, hvað þeim hefur orðið lítið ágengt, en þeir geta fyllilega borið höfuð silt liátt, því það er auðheyrt á hréfum þeirra, að þeir hafa gert allt sem þeir gátu til að bæta við sig nýjum kaup- endum, og því hefur afgreiðslan mikið að þakka öllum þessum starfsfúsu sjálfboðaliðum sinum. Útsölumaðurinn á Akureyri Guðm. B. Árnason hefur fengið 190 nýja kaup- endur síðan á afmælinu, og Stígur Sæland lögregluþjónn í Hafnarfirði 170. Þessir menn notuðu alla frítíma sina til að ganga í húsin og bjóða hlaðið. Þess er ekki að vænta, að menn almennt geti fórnað svo miklum tima, sem þessir dugnaðarforkar hafa hlotið að gera, en við gleðjumst yfir þvi, að eiga slíka menn i okkar fríða og fjöl- menna útsölumannahópi. Seni venjulega sendum við öllum skuldugum kaupendum póstkröfur með jólablaðinu. Greiðsla þeirra licfur gengið yfirleitt vel, en ])ó liafa nokkr- ar komið til baka óinnleystar með á- rituninni „neitað að borga“. Þetta er afleitur siður, sem ekki má eiga sér stað meðal kaupenda Æskunnar. Unga kynslóðin á að vera áreiðanleg i við- skiptum og tcmja sér reglusemi í hvi- vetna. Segið blaðinu heldur upp á rétt- um tima, ef þið hafið ekki áhuga fyrir að kaupa það áfrain. Sem betur fer er liér um fá tilfelli að ræða, að borgun hafi verið neitað, en við óskiun þess einlæglega, að þau komi ekki fyrir framvegis. Nokkrar myndir af útsötumönnum liggja hjá okkur, af því þær komu svo seint, að þær náðu ekki að komast í afmælisblaðið. Munu þær koma í blað- inu við tækifæri, en okkur vantar fleiri myndir af ykkur kæru útsölu- inenn. Við viljum eiga myndir af öll- um útsölumönnum Æskunnar í niynda- safni' okkar. Verðið við þeirri ósk okkar sem allra fyrst. Að gefnu tilefni viljuin við taka það frain, að þeir sem gerðust kaup- er.dur í haust og borguðu árg. 1950 fyrir fram áður en verðhækkun blaðs- ins var tilkynnt, þurfa ekki að borga neitt viðbótargjald. Ef einhverjir útsölumenn skyldu eiga afgangsblöð frá s. I. ári, eru þeir \insamlega beðnir að senda þau, þvi okkur vanlar tilfinnanlega ýmis blöð i þann árg. Tökum það fram enn einu sinni, að það er óþarfi fyrir útsölumenn að senda iiorgun fyrir nýja kaupendur, sem þeir kunna að fá, fyrr en á gjald- daga blaðsins í vor. Nýir kaupendur fá síðasta jólablað og afmælisblaðið frá í haust í kauj)- bæti, en borgun verður að fylgja pöntun. Minnist þess svo öll, að Æskan kost- ar 15 krónur fyrir árið. Þejíar þið pantið Æskuna, þá skrifið nöfn ykkar greinilega, bæjarnafn ykk- ar, sýslu og bréfhirðingarstað, þetta er nauðsynlegt svo blaðið ykkar fari ekki á flæking. Q) LimarnóU. Heima allir hvíla vært, hestar teyga loftið tært, undir klettum ærnar liggja, enginn er nú þær að styggja. Hljóðnar fagur fuglakliður, í fjarska lieyrist tækjarniður. Lilla, 12 ára. QÓiöfz ur. Þegar sólin færist frá flýja tekur ylur, dagur lýsir dauft á skjá, dynur kafaldsbylur. Lítill vindur léttan hjalar, lambahirðir fénu smalar, í morgunhúmi Iianinn galar, lieima i rúmi kisa malar. P. H. S., 15 ára. Úrsögn úr blaðinu er bundin við áramót. Látið afgreiðsluna vita fljótlega ef vanskil vcrða. Við reynum að bæta úr ]>vi ef hægt er. Verum svo öll samhuga og samtaka, i því að fjölga kaupendum Æskunnar sem allra niest á árinu. Lifið lieil og störfum vel fyrir Æsk- una og <)ll góð málefni. Með beztu nýársóskum, J. Ö. O. O O O O O O O O O O O O O O O O O O O O 00 O O O O O O O OO o o o o Það var elnu sinnl lítil stúlka, sem náði f blýant, og þá teiknaði hún þessa mynd. OOOOttOOOOOOOOOOOOOO0000OOOOOO 00000 0 18

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.