Æskan - 01.01.1950, Side 23
ÆSKAN
Veiztu það?
Svör.
1- Viö siðustu áramót voru þeir 19.
2. Guðmundur Arnlaugsson.
3. Cu. 2500 f. Kr. Sú þakrenna mun
liafa verið notuð á hofinu Abusir
i Egyptalandi.
'1. Árið 800 i Langbarðalandi. Stofn-
enciur voru Gyðingar.
5. Alls mun 13 gos liafa komið frá
Kötlu, síðast árið 1918 og hafa
mikil jökulhlaup cytt þeirri byggð,
er til forna var á vestanverðum
Mýrdalssandi.
6. 5% meter á sekúndu, eða nœrri
þvi 20 kílómetra á klukkustund á
góðum vegi, eða nærri því fjórum
sinnum hraðar en liinn gangandi
maður.
7. Mongólar eru grágulir á liörund,
liafa slétt og strítt svart hár, lágt
enni, eru kinnbeinaberir, með ská-
sett augu. Þeir byggja mestan
hluta Asíu.
8. Ajacció á Korsiku.
9. Kinverjar.
10. Finnland.
11. Það mun hafa verið árið 200 i
Rómaborg. Um árið 900 var fyrst
lagður grundvöliur að sápuiðnaði
i Frakklandi.
12. Árið 1889.
13. í Reykjavik 2. nóvember árið
1912.
14. ítalski málarinn Leonardo I di
Vinci.
15. Árið 1000.
16. Magnús Grímsson, en lag það sem
notað ‘er við kvæðið er gamalt
þjóðlag.
17. Sambandslýðveldi Indónesiu. íbúa-
tala þess er um 70 milljónir
manna.
18. í líkamanum eru 206 bein.
Kerlingin: — Er Noregur hér á
landi, Jón minn, eða fyrir norðan?
Karlinn: — Hvað er þetta, kona,
veiztu ekki, að Noregur er langt úli
á sjó.
☆
00000 00000001010000
Gefið börnunum góðar bækur.
Gefið þeim bækur ÆSKUNNAR.
Vala, telpusaga ............. kr. 20.00
Sumarleyfi Ingibjargar .... — 14.00
Tveir ungir sjómenn ...........— 18.00
Börnin við ströndina ..........— 20.00
Skátaför til Alaska ...........— 20.00
Sögurnar hans afa .............— 25.00
Litli bróðir ................. — 18.00
Oliver Twist ................. — 31.50
Undraflugvélin ............... — 11.00
Kalla fer í sveit ............ — 18.50
Grant skipstjóri, áður 33.00
nú ........................ — 20.00
Krilla, áður 25.00 nú .........— 15.00
Sendar gegn póstkröfu um land allt.
Ef peningar eru sendir með pöntun,
þá burðargjaldsfrítt.
Bókabúð Æskunnar
Kirkjuhvoli.
Sími 4235.
OO ö £ O $ $ $ CIO $ 0 C* o
Mannna: — Farðu nú að hátta, Tóti
minn.
Tóti: — Af hverju segirðu alltaf á
morgnana, mannna, að ég sé of stór
til að vera í bólinu fram eftir öllu,
og á kvöldin að ég sé of lítill til að
vaka eins lengi og hinir?
☆
Hérna um daginn komu tveir lækn-
ar sanian inn í veitingalnis, þar sem
margt manna sat að borðum. Við eitt
borðið sátu miðaldra hjón með dóttur
sinni. Annar læknirinn vék til þeirra
og heilsaði þeim alúðlega.
Þegar hann kom aftur til félaga
síns, spurði hann?
— Hvaða fólk er þetta, sem þú varst
að heilsa, eru það ættingjar þínir?
— Uss, nei. Karlinn er gigtarskrokk-
ur, sem ég er að reyna að lækna,
konan er hjartveik og fær alltaf nýja
og nýja dropa hjá mér, og dóttirin er
magaveik, og heldur endilega að ég
geti læknað sig. — Indælis fólk.
☆
Jón: Náðu fyrir mig lykli úr vestis-
vasanum mínum, Bensi minn.
Bensi: í livorum vasanum er liann?
Jón: Þeim vasanum, sem ekkert er í.
☆
Kemur út einu sinni í mánuði, og auk
þess fá skuldlausir kaupcndur lit-
prentað jólablað.
Gjatddagi í Rvík 1. april. Úti um land
1. júlí ár hvert.
Sölulaun 20% af 5 eint. 25% ef scid eru
20 eint. og þar yfir.
Afgreiðsla: Kirkjutorgi 4 (Kirkjuhvoll).
Sími 4235.
XJtanáskrift: Æskan, pósthólf 14, Rvík.
Ritstjóri: Guðjón Guðjónsson, Tjarn-
arbraut 5, Hafnarfirði. Sími 9166.
Afgreiðslum.: Jóhann Ögm. Oddsson,
Skothúsvegi 7. Sími 3339.
Útgefandi: Stórstúka íslands.
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.
Árni: Hvað ertu að gera þarna,
Anna litla?
Anna: Ég er að lita fötin brúðunnar
tuinnar rauð.
Árni: Úr hverju litarðu þau?
Anna: Úr öli.
Árni: Hvernig veiztu, að þau verði
rauð af þvi?
Anna: Hún mamma sagði i morgun,
að nefið á sýslumanninum væri svona
rautt bara af öli.
☆
Kennari: Þú kannt ekkert í því, sem
l»ú áttir að læra! Það þarf þolinmæði
til þess að kenna þér. Ef ég væri ekki,
þá yrðir þú mesti asni í heiminum!
Gjafir til Æskunnar.
Svava Sveinbjörnsd., Hnaus-
um ....................... kr. 5.00
Freyja Jóhannesdóttir, Akur-
eyri ....................... _ 8.00
Sigurgeir Jónsson, organisti,
Akureyri ................... — 12.00
Svava Torfadóttir, Vest-
mannaeyjum ................. — 25.00
N. N........................... _ 10.00
Svavar Helgason, rafmagns-
stjóri, Patreksfirði ........— 50.00
Guðm. Sveinsson, Sveinseyri — 50.00
Jón Guðmundsson, bóndi,
Kópsvatni, Hrunamannahr. — 50.00
N. N............................. 10.00
Jön ........................... _ 40.00
Þökkum lijartanlega fyrir.
Afgreiðslan.
19