Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1958, Blaðsíða 12

Æskan - 01.01.1958, Blaðsíða 12
ÆSKAN Þættir úr sögu skipanna. ^ Uppgötvun loftskeytanna. Fram undir aldamót voru auðnir úthafs- ins afskiptar öllu sambandi við land, og yfir skipunum, sem þar háðu örlagaríka baráttu, grúfði ömurleg þögn. Einu fregn- irnar, sem af hafinu bárust, voru þeim til- viljunum liáðar, að skip mættust þar og gætu flutt frásagnir hvert af öðru til lands. Að öðru leyti var vettvangur sjómann- anna heimur út af fyrir sig. Skiptapar urðu hvarvetna af völdum clds og ófriðar og oft með þeim hætti, að ekkert varð vitað um afdrif þeirra, er þar háðu baráttu fyrir lífi sínu. Uppgötvun loftskeytatækjanna rauf þá skelfingarþögn, er hvílt hafði yfir hafinu frá ómuna tið, og leysti skipin, sem um það sigldu, úr iæðingi þess einmanaleika, er þau höfðu átt við að etja, frá þvi að siglingar hófust i öndverðu. Þessi nýju tæki stork- uðu livers konar hindrunum og fjarlægð- um. Hvorki náttmyrkur né þoka aftraði bylgjum þeirra för um geiminn. Guglielmo Marconi er almennt talinn hafa fundið upp loftskeytatækin fyrstur manna. Og það er að vísu rétt, þótt ekki megi gleyma þvi, að ýmsir höfðu rutt hon- um þar braut og lagt með tilraunum sin- um og athugunum undirstöðuna að upp- götvunum hans. Árið 1865 birti skozki eðlisfræðingurinn, James Maxwell, þær kenningar sinar, að til væru fyrirbrigði, sem nú á dögum eru nefnd rafsegulsveiflur. Þjóðverjanum Hein- rick Hertz tókst fyrstum manna að fram- leiða slikar sveiflur og sanna með því til- veru þeirra á óyggjandi hátt. Crookes benti síðan á möguleika til þess að hagnýta þess- ar sveiflur til loftskeytaviðskipta. Frægir hugvitsmenn um alian heim hófu svo víð- Guglielmo Marconi. 10 tækar rannsóknir í þessum efnum, en eng- um þeirra auðnaðist að gera hagnýtingu rafsegulsveiflanna að veruleika, fyrr en Marconi kom til sögunnar. Marconi sótti fyrst um einkaleyfi fyrir loftskeytatæki sínu árið 1896. Tilraunum hans hafði þegar í upphafi verið beint að sjónum. Honum var það ijóst, að með þess- um tækjum væri leiðir fundnar til þess að rjúfa að fullu hina aldagömiu þögn út- liafsins. Hann hafði einnig komið auga á þá við- skiptamöguleika, sem fólust í uppgötvun hans, og stofnað árið 1900 félagsskap í því skyni að útbreiða tækin. Fyrst í stað voru tækin afar veik, en styrkur þeirra fór vaxandi, og að ári liðnu drógu þau þegar 10 mílur miðað við, að sent væri yfir sjó eða flatlendi. Eftir 4 ár drógu þau 200 mííur. Sem öryggistæki á sjó fengu þau eldvígslu sina árið 1899. í desember árið áður voru loftskeyta- tæki sett í vitaskipið á East Goodwiu- grynningunum við suðurströnd Englands. Stöðin var mjög fábrotin og flutt út í skipið á litilli bátkænu. Þann 3. marz árið 1899 varð vitaskipið fyrir alvarlegum skemmdum af völdum ásiglingar. Var þá i fyrsta skipti i veraid- arsögunni send lijálparbeiðni frá nauð- stöddu skipi með loftskeytatækjum. Þýzka eimskipið Kaiser Wilhelm der Grosse virðist hafa verið fyrsta verzlunar- skipið, sem loftskeytatæki voru sett í. Það var i marz árið 1900. Merkið SOS hlaut alþjóðlega staðfest- ingu, sem neyðarhjálparbeiðni árið 1908. Loftskeytatækin voru að sjáifsögðu litil i fyrstu og mjög takmarkað svæði, sem stöðvarnar náðu til. Ákveðinn vörður var ekki hafður við tækin nema að nokkru leyti. Oft kom það fyrir, að skip, sem voru á svipuðum slóðum, skiptu með sér varð- tímanum, stundum dögum saman. Farþegarnir gera nú orðið kröfu til þess, að ekki sé með lélegri varðgæzlu á loft- skeytatækjum skipanna dregið úr þeim skilyrðum, sem tækni nútímans hefur skap- að sjófarendum til þess að hafa samband við umheiminn, því að þörfin fyrir slíkt samband er oft og tíðum engu minni á sjó en á landi. Síðan stuttbylgjurnar komu til sögunnar, liefur tekizt að brúa fjarlægðina á alveg undraverðan hátt. Yfir hin víðáitumiklu úthöf er nú haldið sambandi við lieima- landið miliiliðalaust, jafnvel þótt fjarlægð- in sé mörg þúsund milur. Leiðrétting. í októberblaðinu var sú villa, að sagt var að fyrsta skátafélag á íslandi hafi verið stofnað fyrsta sumardag árið 1913, en átti að vera 2. nóvember 1912. Fyrsta staupið. Leikendur: 1. PÉTUR, 10 ára drengur, í sumarfötum með leður- belti um mittið, en við það hangir stórt trésverð. 2. SIGGA, 8—10 ára telpa, ljósklædd. 3. VARPIYGÐIN, 16 —17 ára stúlka, með blæju, gull- eða silfurspöng um enni, rauðklædd. PÉTUR (leiðir Siggu inn á leiksvið- ið): Sigga, nú ertu mín. Ég hefi frelsað þig úr ræningjahöndum. Nú skal gera góða veizlu (ýtir við stól). Gerðu svo vel að setjast. SIGGA: Ég þakka (setzt). PÉTUR (íbygginn, hvislar): Nú skaltu sjá, hvernig ég fagna góðum gesti. (Fer. Kemur strax aftur rneð flösku með rauðum vökva í). Sjáðu, þetta er þér geymt. (Hellir i staup). Gerðu svo vel! SIGGA. Hvað er þetta? PÉTUR: Það er vín, rautt og ljúf- fengt vín, sjáðu hversu það glóir í staupinul SIGGA (hörf'ar undan, hrcedd): Nei, n-e-il Ég þori það ekki. Ég er svo hrædd við hann. PÉTUR: Hvaða hann? Ég sé engan hann. SIGGA: Æ, ertu alveg skilningslaus? Ég á við konunginn. Sérðu hann ekki? PÉTUR: Nei, ég sé engan konung. Það er bara þú, sem sérð ofsjónir. SIGGA: Ég sé hann, ég sé hann! Líttu á! Ég á við Bakkus konung. Hann er svo voða hættulegurl PÉTUR: Er hann voða hættulegur? Gott, því meiri frægð fyrir mig. Ég skora hann hér með á hólm (dregur sverðið úr slíðrum). SIGGA: Sei-sei, drengur. — Þarna þúl Þetta stoðar ekkert. Bakkus kon- ungur er ekki venjulegur konung- ur, sem ... PÉTUR: Ekki venjulegur konungur. Þá skiptum við okkur ekkert af honum. Drekktu nú úr staupinu. Gerðu svo vel. SIGGA: Nei, ég vil ekki verða fátæk

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.