Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1958, Blaðsíða 15

Æskan - 01.01.1958, Blaðsíða 15
ÆSKAN r Stærst. L J Stærstu brýr lieimsins eru: Járnbrautarbrúin yfir Salt Lake, U.S.A., er lengsta trébrú heimsins, 31 km. Key West brúin, U.S.A., 320 km. Hún nær yfir nokkrar eyjar viö Flórída. Chacking-brúin i Kína, scm er lengsta steinbrú heimsins, 144 km. Golden Gate brúin, U.S.A., 1280 metra löng, lengsta liengibrú heims- ins. Sydney-hafnarbrúiu í Ástraliu, 503 m., heims- ins stærsta bogabrú. St. Lawrence brúin, Kanada, 599 m., heimsins breiöasta brú. Stærsta brú Norður- landa er Stórabeltis-brúin, sem er 3.2 km. á lengd. V_________________________J Miðdegisverður smiðsins. í borginni Gruiten í Þýzka- landi býr smiöur, Adolf Horn að nafni. Vinnufélagar hans öfunda hann alltaf um hádeg- isbilið, bví að hann getur nefnilega borðað heitan há- degisverð i verksmiðjunni, en þarf ekki, eins og þeir, að aianla þurrar brauðsnciðar i matarliléinu. Því að Adolf Horn á liund. — Hundurinn heitir Tell og er nú 12 ára. Hann er ekki af göfugum ættum og á engar ætt- arskrár, en hann hefur það til að bera, sem er þýðingar- meira: Skyldurækni og slund- visi. Á hverjum dcgi síðan Frú Horn. liann var 2ja ára liefur liann komið á réttum tíma inn i eldliús frú Horn og tekið mið- degisverð Adolfs Horn. Hann hleypur 4 kilómetra frá lieim- ilinu til verksmiðjunnar á 20 minútum og er alltaf kominn á réttum tíma. Hann bíður, unz húsbóndi lians er búinn að borða og hleypur svo með tóm matarilátin, sem eru spennt á bak hans, heim aftur. Adolf Horn hefur áður þjálf- að þrjá liunda á undan Tell til þess að gegna sama hlut- verlci. Adolf Horn. Á fyrri myndinni sést Tcil bíða eftir því að frú Horn fylli matarilátin, en á síðari mynd- inni þakkar smiðurinn Tell fyrir matinn með því að klóra honum á bak við eyrun. 1. Það kcmur oft fyrir, að ánægjan mætir manni þar, sem maður átti sízt von á lienni. — Frá lindum ánægjunnar koma straum- ar framfaranna. 2. Sá, sem veit, hvað á að vinna og vinnur það, er ánægður við sjálfan sig. 3. Ánægður maður er aldrei fátækur, — óánægður mað- ur er aldrei ríkur. 4. Fáir eru ánægðir með hlut- skipti sitt, en með sjálfa sig eru flestir ánægðir. 5. Sá, sem ekki uppsker ánægju af dagsverki sinu, fer á mis við beztan hluta launanna. 6. Sá, sem vill höndla ánægju, verður fyrst að leita sak- leysis. 7. Fyrir hvern einn breysk- leika, er vér getum bent á hjá öðrum, liöfum vér tvo sjálfir. 8. Dæmdu aldrei neinn i fljótræði; oft vildi maður gefa mikið til að gcta tek- ið þau orð aftur, sem svo geyst hafa hrotið manni af vörum. 9. Dæmdu aldrei náungann fyrr en þú hefur staðið i sporum hans. 10. Sá eyðslusami er cins og fiskarnir. Allt, sem þeir drekka, fer út i gegnum tálknin. HITT og ÞETTA Maður nokkur í Bandaríkj- unum hefur látið klæða innan með frímerkjum herbergi í húsi sínu. Ilann hefur raðað þeim þannig, að veggirnir eru þétt settir skrautlegum og vel gerð- um fuglamyndum. —X — Rennilásinn fann upp ame- ríkumaður að nafni Gidion, af sænskum ættum. í fyrstu mælti hann aðeins með lásnum, sem lientugu bragði til að lolta vös- um fyrir vasaþjófum og grun- aði ekki, að hann yrði slíkt þarfaþing, sem reynslan sýnir. —X — Svissneskur maður, Argand að nafni, fann upp olíulampann — liringbrennara ineð glasi — ár- ið 1786. Og eftir uærri heila öld lagði lampinn af stað til íslands. —X— Fékk alltaf sömu bókina. í bókasafni einu í Ameriku tóku bókaverðirnir eftir þvi, að blökkudrengur kom á liverj- um degi og fékk alltaf sömu bókina og cr liann hafði litið i liana, rak liann strax upp skellihlátur, síðan skilaði hann bókinni aftur. Þeim þótti þetta kynlegt og einu sinni gægðist einn þeirra yfir öxl drengsins og sá að liann skoðaði mynd af stóru villinauti, sem var að clta svartan dreng. Hann spurði stráksa livað honum þætti merkiiegt við þetta. Hann sagði: „Það er svo gaman að boli skuli ekki vera búinn að ná honum enn.“ Áramót. Ævinlega eru áramótin al- varleg tímamót og margar liugsanir, óskir og vonir koma þá fram í huga okkar. Þið óskið livert öðru glcði- legs nýárs. En um leið og þið gerið það, eigið þið að hugsa til Guðs, sem fyrst og fremst getur látið óskir ykkar rætast. Og um leið ættuð þið lika að minnast þess, að þið getið átt nokkurn þátt í því, hvort árið verður vinum ykkar gleðilegt eða sorglegt. Foreldrar ykkar gleðjast, þegar þið eruð lijálp- fús og lilýðin heima fyrir, sið- prúð og ástundunarsöm við námið í skólanum. Nú skuluð þið, lesendur góð- ir, setja yklcur þann ásctning, að gera þetta nýja ár svo gleði- Iegt sem ykkur er unnt, bæði foreldrum og öllum, sem þið umgangist, þvi þá verður það ykkur sjálfum gleðilcgt um leið. Margir liafa nú sent ÆSK- UNNI hlýjar nýárskveðjur og sýnt það í verki, að liugur fylgir máli. Það gcfur okkur líka hug til að leggja vonglað- ir út á braut nýja ársins. ÆSKAN óskar öllum lesend- um sínum góðs og gleðilegs árs af lieilum liug. 13

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.