Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 8

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 8
ÆSKAN — Já, þetta eru fjalladúfur, sagði Herbert. Nú þekki ég á þeim litinn. Þessir fuglar eru hið mesta lostæti og egg- in ennþá betri. — Þá skulum við gera okkur eggjaköku, sagði Pencroff. — En hvernig ætlar þú að fara að því að gera hana? spurði Herbert. — Baka hana í hattinum? — Nei, ætli það. Við verðum víst að sætta okkur við hrá egg í kökuna. Þeir fóru nú að leita að hreiðrum; þeir fundu nokkur og tíndu eggin úr þeim. Síðan gengu þeir niður fjallið í áttina til árinnar. Nokkuð var farið að fjara og vatnið rann til sjávar. Ekki lögðu þeir í það að stíga út á flekann og stýra hon- um niður ána, lieldur hnýtti Pencroff tág við flekann. Síðan hélt hann af stað með flekann í eftirdragi, en Her- bert gekk á eftir og gætti þess með stjaka að flekinn ræki ekki upp að bakkanum. Ferðin gekk vel og um tvö- leytið voru þeir komnir að árósunum. Þeir höfðu unnið mikið og gott verk; nú var vandalítið að bera viðinn upp í hellinn. Er þeir höfðu lokið viðarburðinum, tók Pencroff að laga til í hinum nýja bústað þeirra. Hann tróð trjágrein- um upp í rifur og göt til þess að stormurinn gæti ekki nætt í gegn. Eina rifu skildi hann eftir á „þakinu“ — það var reykháfurinn. Ekki var þetta beinlínis glæsilegur bústað- ur, en hann var þurr og þægilegur að því leyti, að þeir gátu staðið uppréttir, þar sem hann var hæstur. Fínn sandur var á öllu gólfinu. Næsta verkefni var að gera eldstæði, en það var fljót- gert. Listin var ekki önnur en sú, að greypa saman nokkra flata steina við „reykháfinn" og þar með var smíðinni lokið. Síðan báru þeir inn viðinn og Pencroff lagði nokkra þurra kvisti á eldstæðið. Meðan hann gerði þetta, spurði Herbert, hvort hann hefði eldspýtur á sér. — Ekki veit ég annað, svaraði Pencroff. — það kæmi sér annars betur; ég veit ekki hvað yrði um okkur, ef svo væri ekki. Hann leitaði í buxna- og treyjuvösunum, en þar var hann vanur að geyma litla, vatnsþétta öskju með eld- spýtum — en askjan fannst hvergi, þrátt 'fyrir rnikla leit. — Þetta er furðulegt, sagði hann. — Ég hlýt að hafa týnt henni. En hefur þú engar, Herbert? — Nei, hreint ekki neitt, Pencroff. Sjómaðurinn klóraði sér í hnakkanunt og innan skamms voru þeir báðir farnir út til að leita meðfram árbakkanum. — Kastaðir þú ekki öskjunni útbyrðis til að létta lo.ft- belginn? spurði Herbert. — Nei, ekki datt mér það í hug, svaraði Pencroff. — En eins og við æðum áfram, er ekki nema von að eitt- hvað skolist á brott. Ég er jafnvel búinn að týna pípunni minni. Miklar hrukkur komu fram á enni Pencroffs. Útilcikhúsið í Tívolígarðinum. Ráðhústorgið. TT I hver verður sá unglingur, sem IJ verður svo lieppinn, að hljóta I I fyrstu verðlaun í ritgerðasam- keppni Æskunnar og Flugfé- lags íslands h.f., að fá flugferð til Ráupmannahafnar fram og aftur með hinum glæsilegu Viscount-vélum? Gert er ráð fyrir, að sigurvegarinn haldi til Kaupmannahafnar í júní- mánuði næsta sumar, en þá er Kaup- mannahöfn komin í fullkominn sum- arskrúða. Flatarmál Kaupmannahafnar nálg- 24 ÆSKAN ast 400 ferkíl<$,0S íbúar eru nú rösk 1 milljón. er talin mjög íögur. Hún et ^ jjborg hinna fögru turna“, 6ru Þeir aðal- einkenni hená r borgin sést úr fjarska, kirkju1 rabarturnar og turnar annarþ Síl' Éorgin er líka stundum ’’barís Norður- ; s síns, en jafn- ;5°ruga blæs, sem einkennir hai,SUa götulífsins með mörgum ettakaffihúsum og glæsilegum ^nnað, sem einkennir borgk Slbrn víðs veg- ar um miðbik UUar- Erfitt er að lfSlnni og merk- isstöðum hennq^ein, en rétt er þó að minní a nokkuð það helzta, sem mU> augun bera í m>niiuiiiiMiiiiimiiiiiniiimiiH!iiii|,l!i,ll,ll*n,,l,,IMB1'nwiimmiii»ii lancla“ vegna framt hins létt skyndiheimsókn F Vo eru aðal- torgin: RáðhúsF °g Kóngsins nýja torg. Við Ést°rgið standa ýmis stórhýsi. flí4u- Ráðhúsið, byggt 1905. Turi1 er hæsti turn borgarinnar, 105 |ir a hæð, Dag- marhús, sem er :í^bhtöð S.A.S. flugsamsteipu b'! anda, Palace Hótel og byggiP VeSgja stærstu dagblaða landsin-’ !Ssln$ nýja torg er stærsta torg 1>' Unar. Við það standa ýmis stú^, Sv° sem Hót- el d’Angleterre, ^Sta gistihúsið, Marmarakirkjan. Konunglega leikhúsið og einhver mesta stórverzlun Norðurlanda, Magasin du Nord. Merkustu bygg- ingar aðrar í borginni eru; Kristjáns- borgarhöll, Amalienborg, Ríkis- skjalasafnið, Konunglega bókhlaðan, Rosenborgarhöll, J árnbrautarstöðin, Thorvaldsens listasafnið, Þjóðminja- safniðy Háskólinn, Kauphöllin, Listasafn ríkisins og Höggmyndasafn- ið. Stærstu og merkustu kirkjurnar eru: Marmarakirkjan, Holmenskirkja, Framhald á síðu 26. Gíraffarnir í dýragarðinum. — En liinir hafa eldspýtur, sagði Herbert hughreyst- andi. Sjómaðurinn hristi höfuðið. - Það efa ég sagði hann. - Nab og Smitli reykja ekki og Spilett kastaði eldspýtna- öskjunni', er við sátum á loftbelgskörfunni. Um sexleytið þetta kvöld, er sólin var að ganga til við- ar í vestri, kom Herbert auga á þá Nab og Spilett í fjarska. En þeir voru einir. Þeim hafði ekki tekizt að finna Cyrus Smith. Er þeir kornu, settist Spilett niður og mælti ekki orð af vörum. Hann var þreyttur, hungraður og virtist hafa gefið upp alla von. Jafnvel Nab var orðinn vonlaus. Augu hans virtust grátbólgin. Er Spilett hafði hvílt sig um stund, sagði hann söguna. Þeir liöfðu leitað gaumgæfilega meðfram allri ströndinni, en einskis orðið vísari. Sennilega hafði Cyrus Smith drukknað — ef til vill aðeins nokkur hundruð metra und- an landi. Herbert bauð þeirn skelfisk. Nab lét sér fátt um finn- ast, en Spilett borðaði af áfergju, en að því loknu lagðist hann til hvíldar í sandinn. — Við höfum búið út betri livílustað, sagði Herbert. — Það tekur að dimrna. Við skulum koma og sjá til hvað setur á morgun. Spilett reis á fætur, en síðan héldu þeir allir af stað. Pencroff stillti sig, er hann spurði þá, hvort þeir hefðu eldspýtur á sér. Spilett leitaði í öllum vösum, en fann engar. Sama var að segja um Nab. — Þá er það sýnt, sagði Pencroff daufur í bragði. Skipbrotsmennirnir fjórir litu hver á annan og þögðu. — En þér reykið, herra Spilett, sagði Herbert að lok- um eftir langa þögn. - Haldið þér, að það geti ekki verið, að ein eldspýta eða svo hefði gleymzt í vasanum? Spilett athugaði vasa sína enn einu sinni. Allt í einu fann hann eitthvað inni í fóðrinu í vestinu. Hann varð að renna fingrunum í gegnum rifu á vasanum til að ná í hlutinn. Spilett dró hann gætilega út —-------og það var eldspýta. Þetta var eina eldspýtan, sem þeir áttu. Þeir þreifuðu á henni sem hún væri glóandi gull. Pencroff gætti þess vandlega, hvort brennisteinninn væri þurr. — Við verðum að finna pappírsblað, sagði hann. Spilett reif blað úr minnisbók sinni og fékk Pencroff það. Flann setti þurrt gras og visnað lauf undir viðinn og stakk pappírnum undir. Síðan greip hann flatan stein, þurrkaði af honum og strauk eldspýtunni við hann. Ekki tókst honum að kveikja á eldspýtunni við fyrstu tilraun. Hann þorði ekki að strjúka fast, því að hann var hrædd- ur um að brennisteinninn losnaði af. — Nei, mér tekst þetta ekki, sagði hann. — Ég er svo skjálfhentur. Hugsið ykkur bara, ef ég eyðilegði eldspýt- una. Ég þori það ekki. (Framhald). 25

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.