Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 12

Æskan - 01.02.1958, Blaðsíða 12
Ha nda vin nuhornib r I Ríf RÍMERKI Flest frímerki eru prentuð mörg saman í örkum (af ]>eim íslenzku eru nær ]>ví und- antekningalaust 100 í örkinni). Mörg merki, einkum ]>au elztu, eru heilrend, ]>au hafa verið klippt út úr örkinni. Oftast eru gerð- ar ráðstafanir til að auðveldara sé að ná merkjunum úr örkinni, með ]>ví að skilja ]>au að nokkru leyti i sundur mcð götum eða stungum á milli raðanna í örkinni. Stundum eru aðeins stungnar rifur á milli merkjanna, og er ]>á sagt, að rönd merk- isins sé stungin, ýmist nálstungin, bein- stungin, bogstungin, bylgjustungin eða sag- stungin. Sameiginlegt öllum randstungn- um frímerkjum er ]>að, að ekkert efni liefur verið tekið úr örkiuni til ]>ess að auðvelda burtnám merkjanna. Þetta hefur liins veg- ar verið gert, ]>egar rönd merkjanna er tennt, eins og vanalega er á íslenzkum merkjum. Þá hafa verið stungnar raðir af götum í einu iagi og er ]>að kallað kamh- tennt. Verður ]>á eitt gatið ]>ar, sem horn fjögurra merkja mætast. Önnur aðferð er að stinga allar lóðréttu raðirnar í einu lagi og allar láréttu raðirnar i öðru. Vilja ]>á götin falla saman ]>ar, sem hornin mæt- ast. Það er striktennt. Muninn á ]>essu tvennu má greinilega sjá á mörgum is- lenzkum ,fiskamerkjum“, sem ýmist eru kambtennt eða striktennt. Mjög mikilvægt atriði er fjöldi tannanna á merkiröndinni. Ef eitthvert merki er t. d. sagt 14-tennt, ]>á er átt við að 14 bil á milli tanna (göt) séu á 2 cm hafi. Sé tenning sögð 14x13%, ]>á eru 14 bil á efri og neðri rönd merkis- ins (miðað við .2 cm) en 13% á lóðréttu röndunum. Til eru liandhægir og ódýrir mælikvarðar (tannmælar) til þess að mæla tannafjöldann. — Þá er að lokum að nefna útlit merkjanna. Frímerkjamyndin getur verið með óteljandi móti allt frá óbrotinni vélritun nokkurra stafa og talna upp i mannamyndir, landslag, stórhýsi, dýr, jurt- ir, málverk og þar fram eftir götunum. Stundum er sjálf myndin upphleypt (Jón Sigurðsson 1911, Friðrik VIII. 1912). Á fiestum merkjum er einliver áletrun, sem gefur til kynna, frá bvaða landi merkið er. Sé letrið rómverskt (eða gotneskt) ber málið þess vitni frá hvaða landsflokki merkið er komið, en fjöldi ianda nota ann- ars konar stafróf, svo sem rússneskt, kín- verskt, grískt eða arabískt, og kemst byrj- andinn fljótt upp á að þekkja það með nokkurri æfingu. Á mörgum merkjum er eklcert landsnafn og kemur þá málið á áletruninni, ef liún er þá nokkur, eða myndin, oft að góðu liði. Oft verður byrj- andinn þá að leita til þeirra, sem meiri reynslu hafa, eða nota liandbækur, ef til þeirra næst. Á mörg merki hefur verið bætt „yfirprentun" til þess að gefa merkinu annað gildi, eða í þeim tilgangi að nota það til nýrra þarfa, eða framlengja gildi þess. Framhald. 28 Aklipping. Þetta er sú tegund handavinnu, þegar alls konar efnisafgangar og afklippur eru klipptar til af ýmsum gerðum og lögunum og síðan saumaðar á annað heilt efni. Ef manni þykir skemmtilegt að útsaumi með mislitu garni, og hefur hingað til alltaf farið eftir teikningum eða gefnum mynstrum, þá er áklipping mjög skemmti- leg tilbreytni. Ef okkur hefur langað til að mála eða teikna eða reyna litasamstill- ingu, búa eitthvað til, sem er persónulegt, þá er alveg til valið að dunda við áklipp- ingu. Allar stúlkur kunna að handleika nál- ina, og það er hægur vandi að finna sér afklippur og efnisafgang. Þegar við höfum fyrir framan okkur af- klippur í allskonar litum, sumar í sterkum og heitum litum, aðrar mynztraðar, Ijósar eða dökkar, koma hugmyndirnar af sjálf- um sér, maður getur ekki annað en valið á milli litanna, sett saman tvo eða þrjá og skipt svo um aftur. Það er gaman að sjá litla kringlótta rauða afklippu á grænum grunni — eins og epli í grasi — eða rauð- gula á grænu eða grábrúnu efni — eins og sólargeisla á olíubornu gólfi. Það er alltaf skemmtilegt að setja saman kalda og heita liti, við köllum yfirleitt heita liti þá gulu og rauðu, og bláa og græna kalda. Og mað- ur má ekki vera að liugsa um, livað þessi eða liinn segir að sé smekklegt, heldur fara alveg eftir eigin liöfði með litasamsetn- ingu, hvort sem hún á að þýða eitthvað sérstakt eða af því að við elskum fagra liti. Það er gaman að raða saman afklipp- um i allskonar lögun og gerðum og sauma þær svo á mcð fallega litu garni. Og þegar búið er að sauma áklippuna á, er liægt að útsauma hana sjálfa eftir vild, eða bæta nýjum lit við eftir þvi sem manni dettur í hug. Það er mikil unun að hafa búið eittlivað til af eigin hyggjuviti og nota þannig á listrænan hátt þann hagleik, sem flestir eiga i fórum sínum. Afklippurnar þurfa að vera sléttar, og það er bezt að nota bóm- ullarefni, léreft eða ull; silki er ekki heppi- legt nema það sé ósvikið silki. Gerviefni hrukkast og liturinn þolir ekki þvott. Efni það, sem á að vera undirlag, þarf að vera sterkt, lielzt hessían eða strigaefni. Áklipp- urnar, sem við höfum útbreiddar fyrir framan okkur, eru eins og litakassi, og við getum farið að velja úr og tökum þær stærri fyrst, og jaðrar eiga að leggjast inn undir. Þegar búið er að koma áklippunum fyrir eins og þær eiga að vera, eru þær festar með lituprjónum og svo þræddar lauslega með stórum sporum. Síðan byrj- um við að sauma þær á, og það má gera margvíslega, eftir því sem okkur dettur í hug. Við getum haft livaða lit sem við viljum, silki eða garn, sporin mislöng, eða saumað inn á þær og teiknað fj’rst með blýanti eða krít, ef við treystum okkur ekki til að sauma á þær öðruvísi. Löngunin til að búa til eittlivað fallegt fylgir liverju nálarspori í þessum saum, og ef við ætlum að búa til veggteppi eða rúm- teppi er liægt að nota hvaða efni sem er í umgerð. Ef við erum hálfhræddar við að hyrja á samsetningunni, eða vitum ekki hvernig við eigum að liafa áklippurnar, skulum við bara biðja þau yngstu að teikna fyrir okkur hund eða kött, hús, sól eða blóm og svo klippum við cftir því og saumum á teppið. Þegar við liöfum fengið kjarkinn á ]>ennan liátt, skulum við lialda áfram að klippa; og nú koma gular stjörnur, hvítt tungl, nakin tré og greinar, og blöð- in saumast á sérstaklega. Við saumum allt á teppið, gula geisla sólarinnar; andlitin fá augu, nef og munn, og dýrin feldi. Ef maður býr til tehettu eða smekk eða eitt- hvað annað, sem þarf oft að þvo, cr bezt að nota efni sem ekki er mjög slitið og þolir vel þvott. Það er alltaf hægt að búa til eitt eða annað, sem er fallegt og persónulegt, handa sér sjálfum eða til að gefa, bara úr þvi sem til er á heimilinu: afklippum. Meikorka. Geturðu það? Geturðu slcipt þessum fer- hyrningi með þrem línum í sjö hluta, þannig að í hverjum sé einn punktur? Lausn á blaðsiðu 29. Ritgerðasamkeppni um Nonna. Fresturinn til að skila ritgerðum í rit- gerðasamkeppni um Nonna-bækurnar var útrunninn 1. janúar s. 1. Alls bárust á milli 30—40 ritgerðir. Úrslit verða birt í næsta blaði.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.