Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1961, Blaðsíða 13

Æskan - 01.01.1961, Blaðsíða 13
ÆSKAN „En ræningjarnir! Þeir koma, verjið ykkurl" sagði Ayrton og hneig aftur niður. Herbert varð eftir hjá Ayrton en hinir fóru út að njósna um ræningjana. Tunglið var komið upp og var bjart úti. Þeir þurftu ekki lengi að leita að ræningjunum. Þeir lágu allir á lækjarbakka skammt frá húsinu og — allir dauðir. Ayrton varð alveg undrandi, þegar hann heyrði, að ræningjarnir væru dauðir. Hann hresstist brátt svo, að liann gat sagt sögu sína. Frá því er ræningjarnir tóku hann, liafði hann verið í hellisskúta uppi í Franklins- fjalli. Fyrst hafði staðið til að drepa hann, en einn af ræningjúnum kannaðist þá við hann frá Ástralíu og það varð honum til lífs. Ræningjarnir höfðu viljað þröngva honum til að hjálpa sér gegn eyjarskeggjum og hann hafði liðið hið mesta harðrétti. Hann hafði heyrt þá tala um fall Herberts og að báturinn væri strandaður og brotinn. „Báturinn!" greip Pencroff fram í, „hvaða bátur?“ „Snarfari," svaraði Ayrton. „Ræningjarnir höfðu fund- ið hann, siglt af stað og óðar strandað." Pencroff varð orðlaus af gremju, en Ayrton hélt áfram sögu sinni. Eftir því sem hann var lengur hjá ræningjun- um, hafði honum liðið verr. Þeir fóru illa með hann og hann hafði vonda fæðu. Síðustu dagana var hann meðvitundarlaus og hafði enga hugmynd um, livern- ig liann var þangað kominn. Næsta morgun gengu þeir allir þangað, sem sjóræn- ingjarnir lágu. Ekkert sár sást á þeim og yfirleitt engin merki þess, að þeir hefðu verið felldir af mannavöld- um. En þegar þeir gættu betur að, sáu þeir þó ofurlítinn rauðan blett á hverjum þeirra, á höfðinu á einurn, öxl- inni á öðrum o. s. frv. „Það er verndarinn okkar, sem þetta hefur gert,“ sagði Pencroff. „Já, og liann hlýtur að ráða yfir einhverjum dularfull- um öflum,“ sagði Smith. Þeir jörðuðu ræningjana og héldtr því næst áfram ferð sinni. Þeir lögðu nú leið sína til Franklinsfjalls og könnuðu það sem bezt þeir máttu. í norðanverðu fjall- inu fundu þeir helli og fóru þeir Spilett og Smith inn í hann. Heyrðu þeir þá eitthvert einkennilegt hljóð, er þeir í fyrstunni áttuðu sig ekki á hvað var. Það var eins og langar drunur og virtist koma neðan úr jörðinni. Þeir hlustuðu lengi og heyrðu það æ betur og betur. „Það er eldfjallið að vakna,“ sagði Spilett. „Það mun rétt til getið,“ svaraði Smith. „En vonandi verður þó ekki gos, að minnsta kosti ekki svo, að það nái til bústaðar okkar." Þeir fóru úr hellinum og til félaga sinna og sögðu þeim frá þessu. Pencroff sló því upp í gaman og sagðist IHfaS CV að? Hér hefur teiknarinn ver- | ------------------- ið í essinu sínu. Hann hef- ur hrúgað saman vitleysum í myndina, sem liann jj hefur sent til Æskunnar. Villurnar í myndinni <; teljum við 20. Ef þið finnið 15 þeirra á 3 mínút- !> um, er það mjög gott. Reynið, hvort vinir ykkar b geta betur. ekki trúa öðru en verndarinn þeirra gæti troðið upp í eldgíg. Dagana næstu á eftir heyrðu þeir jafnan sama hljóðið, en reykur sást þó ekki. Einskis urðu þeir visari um verndarann, sem þeir köll- uðu, hvernig sem þeir leituðu, og sneru þeir heim aftur við svo búið. Veturinn nálgaðist óðum, en þá áttu þeir mikilvægt verk fyrir höndum. „Snarfari" var brotinn og þeir höfðu ekki getað farið til Tabor til að láta skeyti í kofa Ayrtons um það, hvar Ayrton væri nú niður köminn. Enginn vissi hvenær Glenarvan lávarður myndi koma aftur, og það reið á því að hafa hraðan á. Þeir tóku því strax til starfa, felldu tré, söguðu þau niður og þar fram eftir götunum. Allir gerðu sitt til að sem mestu yrði lokið fyrir veturinn. En veturinn kom fyrr en þeir höfðu búizt við, og langan tíma gátu þeir lítið unnið að bátssmíðinni. 11

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1961)
https://timarit.is/issue/304634

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1961)

Aðgerðir: