Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1961, Blaðsíða 17

Æskan - 01.01.1961, Blaðsíða 17
ÆSKAN Wilma Glodean Rudolph heitir há, grannvaxin og spengileg, tvítug stúlka £rá Clarksville í Tennesse-ríki. Hún hefur nú verið viðurkennd „fljótasta kona í heimi,“ eftir að hún hlaut þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikun- um í Róm í sumar. Hún lét sér ekki nægja að hnekkja fyrra heimsmeti sínu í 100 metra hlaupinu, heldur sigraði hún líka í 200 metrunum og tryggði kvennasveitinni frá Tennesse State College sigur í 400 metra hlaup- inu, en tími þeirra var jafnframt heimsmet. Sigur Wilmu í þessari íþróttagrein er þeim mun markverðari vegna sjúkdóms, sem hún þjáðist af í bernsku. Þegar hún var fjögurra ára, veiktist hún svo af lungnabólgu, sem hún fékk tvisvar, og skarlatssótt, að liún gat ekki beitt öðrum fótleggn- um. Næstu tvö ár varð móðir hennar að fara með liana einu sinni í viku, dúðaða í teppi, í áætlunarbílnum til bæjarins Nashville skammt frá til lækninga í sjúkrahúsinu. Wilma var því orðin sex ára, þegar fótleggurinn var orðinn það góður, að hún gæti lært að nota hann aftur og gengið, en um langt skeið varð hún að ganga í skóm, sem sérstaklega voru smíðað- ir fyrir hana. Þegar hún var ellefu ára, kom einn bræðra hennar upp útbúnaði til að leika körfuknattleik í garðinum bak við húsið. „Eftir það komst ekkert ^tnnað að en körfuknattleikur," sagði tnóðir hennar í viðtali, sem nýlega var baft við hana. „Það var körfuknatt- leikur og aftur körfuknattleikur. Þeg- ar ;ítti að fara að borða eða þegar wilma átti að fara snúning fyrir mig, vissi ég alltaf hvar hana var að finna.“ Wilma Glodoan Rudolph kemur í mark í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í Róm. 15 „skeeter“ (framb. skítet'), sem átti að vera stytting á heiti mosquito (framb. moskító)-flugunnar, því að svo eld- snör var hún og skjót í hreyfingum, að einna helzt líktist mosquito-flug- unni. I fylkiskeppni í Tennessee árið 1955 var hún gerð körfuknattleiks- stjarna fylkisins, er hún skoraði 803 mörk, sem var ársmetið. Það var í þessari keppni, að íþrótta- þjálfari við ríkisháskólann í Tenn- essee, Tennessee State College, „upp- götvaði" liana, eða réttara sagt hæfi- leika hennar til að verða spretthlaup- ari. Hann kom því svo fyrir, að hún fór að æfa hlaup, og komst hún þá brátt að því, að hlaupin voru jafn- vel enn meira spennandi en körfu- knattleikurinn. Eftir þetta sneri Wilma sér algjörlega að hlaupunum og æfði sig af kappi næstu ár með til- sögn góðra þjálfara. Ef Wilma er spurð, livernig hún fari að því að hlaupa svona hratt, verður henni svarafátt. „Ég bai'a hleyp,“ segir hún. „Ég veit ekki, Þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Róm. Wilma tók ótrúlega miklum fram- förum í þessum leik. Þegar liún byrj- aði í gagnfræðaskólanum í heimabæ sínum, fékk hún tilsögn í körfuknatt- leik og komst brátt í úrvalslið skól- ans. Þjálfari hennar kallaði liana 00 0 OOOOOOOQOOOOOOOO o0000000 0oOOOOo0 00000000 qOOOOOOq O O O O O O oOO° OOOOOQOOo •S>o°ofl u O f, O 00 o o o O O -.0° _ o ° ° / © °°o 0°o° 00 00 00 0 o ° ° o°° |00 o °°oooo oOO° ° °°° °C °°ooooo° °oooooo° °oooooO° °00 0 0 00° 0° ° ° ° ° oOO° OOOOO o ooj FSjétasta kona í heimi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.