Æskan - 01.01.1961, Blaðsíða 8
ÆSKAN
Þarna komu Tjim-tjim og Lotta akandi
í áttina til hans.
sem hann hélt opnum, um leið og
hann sagði:
„Gerðu svo vel að stíga inn — lest-
in fer eftir andartak til Leikfanga-
lands.“
Benni varð yfir sig hissa. Hvað var
þetta eiginlega? Lestin hafði stækk-
að, svo að hann gat farið inn í hana
— og það var einmitt það sem hann
gerði. Þá flautaði lestarstjórinn, guf-
an stóð upp úr eimvagninum og
lestin fór á hreyfingu.
En hvað þetta var spennandi.
Benni minntist þess, þegar hann
hafði síðast ferðazt með lest. Það var
um jólin, er hann hafði farið með
pabba og mömmu upp i sveit í heim-
sókn til afa og ömmu.
En þetta var allt mikln undarlegra
í dag. Hann var aleinn og hafði enga
hugmynd um, livert hann var að fara.
Lestin þaut áfram. Hann reyndi að
horfa út um gluggann, en gufunni
frá eimvagninum sló fyrir gluggann,
svo að hann gat ekki séð, hvernig
umhorfs var úti fyrir. Nú hægði
lestin ferðina og loks staðnæmdist
hún alveg.
„Allir út. Leikfangaland," heyrði
hann kallaði hárri röddu, og Benni
flýtti sér út úr járnbrautarklefanum.
Þetta var sannarlega skemmtilegur
staður. Þarna var raunverulegur bær.
Húsin litu út eins og tréhúsin, sem
leikfélagi hans átti heima, þarna óku
upptrekktar bifreiðir, trén voru
6
stinn og græn, þarna var brú og lengra
í burtu viti, hvorttveggja smíðað úr
„mekkanó“, tindátar þrömmuðu í
áttina til kastala, sem leit út alveg
eins og kastalinn í leikfangaverzlun-
inni við torgið heima . ..
En þarna voru allir lifandi. Litlu,
undarlegu dýrin og fólkið — allt var
á stöðugri hreyfingu. Flugvélar þutu
yfir og lestin ók áfram. Þetta var mjög
skemmtilegt.
„Hvar er ég eiginlega?“ spurði
Benni litla lestarstjórann, sem orðið
hafði eftir til þess að sýna honum
þennan skemmtilega bæ.
„í Leikfangalandi auðvitað," svar-
aði maðurinn. „Það var jú þangað,
sem þú vildir fara, var það ekki? Að
minnsta kosti fór lestin hingað og ef
þú vildir ekki koma, hvers vegna
steigstu þá inn í hana?“
Benni varð dálítið ruglaður. Hann
skildi þetta ekki vel. En lionum leið
svo prýðilega núna, að allt var í lagi.
Hann gekk því lengi með litla mann-
inum og skoðaði bæinn, en að lok-
um var hann orðinn svangur.
„Ertu orðinn svangur?“ spurði
maðurinn, þegar Benni sagði hon-
um, að sig væri farið að langa í mat.
„Komdu með mér og við skulum fá
okkur eitthvað að borða.“
Þeir fóru nú inn í verzlun, þar sem
stóðu föt og skálar með kökum,
ávöxtum og alls kyns hnossgæti, en
Benna varð illilega bilt við. Þetta var
allt saman úr pappa, tré eða ein-
Jú, þarna voru gömlu vinirnir hans.
hverju hörðu og var allt gjörsamlega
óætt. Jú, lestarstjórinn borðaði þetta
og virtist falla það vel, en Benni gat
ekkert borðað. Honum fannst máln-
ingarbragð að þessu, þótt hann gerði
ekki nema reka tunguna í það.
„Ég held, að ég vilji lielzt fara að
komast heim,“ sagði hann hálf ótta-
sleginn. Hann mundi nú líka eftir
súkkulaðinu og afmælistertunni, sem
mamma var búinn að baka.
„Það er alveg útilokað í dag,“
svaraði lestarstjórinn ákveðið, „það
ler engin lest í dag.“
„fá, en þetta er aímælisdagurinn
minn . . . og ég þarf að lara heim . . .
við eigum að fá súkkulaði ...“ Benni
var að gráti kominn, en svo mundi
hann eftir ]jví, að hann var orðinn
fimm ára, og þá grætur maður ekki.
„Tjim-tjim! Tjim-tjim!“ heyrðist
allt í einu skammt frá. Benni varð
alls hugar feginn, }jví að þarna komu
trúðurinn Tjim-tjim og Lotta :í átt-
ina til hans. Trúðurinn sat klol'vega
á einum vagnanna aftan við eimvagn-
inn og Lotta var aftast. Það var sann-
arlega gaman að sjá þau.
„Viltu koma með heim, Benni?“
spurði Tjim-tjim. „Seztu þá á hana
Lottu, það er fljótlegast.“
Benni liugsaði sig ekki um tvisvar.
Hann var reyndar hissa á því, hve
Lotta var orðin stór, en hann velti
því ekki lengi fyrir sér, lieldur stökk
upp á bakið á sínum trygga liesti.
Tjim-tjim sló saman höndunum og...
„Tjim-tjim!“ heyrðist, og þarna sat
Benni heima á borðstofugólfinu og
nýja lestin stóð fyrir framan hann.
Hajm liorfði ringlaður í kring um
sig. Svo stóð hann á fætur, hljóp að
litla skápnum, þar sem hann geymdi
leikföngin sín, og opnaði hann. —
Jú, þarna voru gömlu vinirnir hans
tveir, Tjim-tjim og Lotta. Hann tók
þau bæði út. Hann ætlaði sannarlega
að leika sér við þau Hka, þótt hann
væri búinn að fá þessa fallegu járn-
brautarlest. Alltaf, hugsaði Benni,
gat maður bezt treyst sínum gömlu
vinum.