Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1961, Blaðsíða 20

Æskan - 01.01.1961, Blaðsíða 20
ÆSKAN Englendingurinn George Ste- plienson var fæddur 1781. Hann fann upp eimreiðina. Eimreið, sem liann smiðaði, náði yfir 30 km iiraða á klukkustund á járn- braut, sem iögð var milli Liver- pool og Manchester 1829. Þessi fyrsta eimreið reyndist svo vel, að Stephenson hafði nóg að gera eftir ]>að til dauðadags við að leggja járnbrautir, fyrst á Englandi, en siðan í öðrum löndum Evrópu. <x Tígrisdýr. Það er álílta stórt og sterkt og Ijónið, rauðgult að lit með dökkum þverrákum. Tigrisdýr- in eru svo sterk, að þau geta borið mann, hest eða naut í skoltinum. Þau sjá vel, heyra vel, geta stokkið langt og hafa beittar klær og tennur. Þau eru mest á ferli um nætur, en sofa um daga í bæli sínu. Strúturinn. Strútarnir eru stærstir allra fugla, en ekki fleygir. Þeir eiga lieiina í heitu löndunum, og inest á grassléttum og við eyði- merkur í Afríku og Asíu. Þeir hafa langa og sterka fætur, eru hálslangir, en höfuðið er lítið. Bolurinn er svo stór, að fullorðinn strútur er að þyngd á við meðalmann. Fijótir eru þeir á fæti, þegar hættu ber að, og eru þrír metrar eða meira milli sporanna, og enginn hest- ur hefur við þeim á spretti. Strútarnir sjá og heyra vel og eru allt að þrír metrar á hæð og 90 kg að þyngd. Egg strúts- ins eru mjög stór. Eitt egg vegur eins mikið og 20—24 liænuegg. Strúturinn hefur ver- ið nefndur „liinn mikli hlaupa- garpur eyðimarkanna". $ Aldur jurta. Eikin getur orðið 200 ára, eðalgreni 300 ára, furan 400 ára, lævirkjatré 500 ára, lilyn- ur 600 ára, fjallafura 1000 ára, linditré 1000 ára, ahorn 500 ára, askur 300 ára, elriviður 100 ára og mammútatrén í Kaliforníu 3000 ára. Birkið og pílviðurinn hætta báðir að vaxa um sex- tugt. Skozki rithöfundurinn Walter Scott var fæddur árið 1771. Hann sótti oftast söguefni til liðinna alda. Lýsingar lians á atliurðum þykja mjög snjallar og lifandi. Sumar sögur hans eru kunnar hér á landi, til dæmis hin fræga unglingasaga ívar lilújárn. Walter Scott and- aðist árið 1832. Hjátrú. Margs konar lijátrú ríkir 1 Austurlöndum og koma hér noltkur dæmi um það: Ekki má maður matast við horn á borði, þvi að þá giftist hann aldrei. Ef manni verður ]>að á að brjóta gler eða spegil, ]>á boðar það óliöpp. Illur fyr- irboði er það, ef svartur kött- ur gengur fram hjá liúsi manns. Enginn má gefa vini sínum sápu, salt, edik, nálar, títu- prjóna né vasaklút, ]>ví að það verður til þess að slitnar upp úr vináttunni. Ekki mega þrír menn kveikja í vindlingi með sömu eldspýtu, því að þá er sá seinasti skammlífur. Það veld- ur ógæfu, ef menn láta opin skæri liggja á gólfi, eða sópa gólfið eftir sólsetur. Þegar maður sker hár sitt og neglur 18 Sögu** N asvedd.ins I. Fyrir mörgum öldum áttl heima í Litlu-Asíu merkilegur maður, er liét Nasreddin Kodja, og var liann vitringur, skóla- meistari og mesti æringi í senn. Ekki ferðaðist Nasrcddin mikið út fyrir þá liorg, sem hann bjó i, en samt flugu sögurnar um hann víða um lönd, og hér munum við segja ykkur nokkr- ar þeirra, og vonum, að þið haf- ið skemmtun af. , * Hvirfilbylur. Einu sinni gekk Nasreddin inn í annars manns garð og sleit upp mikið af rófum, lét þær i polta, sem hann hafði með sér, og ætlaði síðan af stað með þær. En i þvi kom cigandi garðsins, þreif til hans og spurði byrstur, livað hann væri þar að gera. „Ég fauk liingað inni i hvirf- ilbyl,“ sagði Nasreddin. „Svo! En hvar hefur ]>ú slit- ið upp allar þessar rófur?" sjiurði maðurinn. „Þcgar ég kom niður, greip ég í það, sem fyrir liendinni varð,“ svaraði Nasrcddin, „en bylurinn var svo sterkur, að rófurnar fylgdu með, livar sem ég greip niður.“ „Svo! En hver liefur þá látið þær ofan í pokann?“ spurði maðurinn. „Já, það er nú einmitt það, sem ég er að brjóta heilann um,“ svaraði Nasreddin og virt- ist mjög liugsandi. verður að gæta þess, að ekkert falli ú gólfið, því að ])á er guðs reiði vís. Komi óvelkominn gestur, á að sópa gólfið vand- lega þegar hann er farinn og strá salti á það.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.