Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1976, Síða 41

Æskan - 01.01.1976, Síða 41
BABNABUDID ÆSEáN Frá afgreiðslu Æskunnar Afgreiðsla Æskunnar óskar lesendum og lands- mönnum öllum árs og friðar. Nýliðið ár var Æskunni gott og gleðilegt á margr an hátt. Á árinu 1975 varð Æskan 76 ára. Ef til vill er það enginn stórviðburður, að blað nái svo háum aldri, en samt er það nú svo að mörg blöð, sem ætluð eru fullorðnum til lestrar hafa ekki enst svo lengi. Þennan háa aldur Æskunnar ber fyrst og fremst að þakka þeim mönnum, sem með bjartsýni hrundu útgáfu Æskunnar af stað. Síðast en ekki síst má þakka kaupendum og forráðamönnum þeirra skilvísi við blaðið því annan fjárstuðning hefur Æskan ekki hlotið. Kaupendur góðir! Útgáfa blaðsins stendur og fell- ur með innkomu áskriftargjalda. Innheimt blaðsins á síðastliðnu ári hefur gengið sæmilega og þökkum við öllum sem staðið hafa f skilum. Samt er það nú svo, að um síðustu áramót voru ennþá nokkrir, sem ekki hafa greitt blaðið sitt, en ættu nú hið bráðasta að senda greiðslu fyrir móttekin blöð á árinu 1975. GJALDDAGI ÆSKUNNAR ER 1. APRÍL ÁR HVERT. Á árinu 1975 bættust okkur kaupendahópur, en þrátt fyrir það, tókst okkur ekki að ná settu takmarki, þ. e. að fjölga áskrifendum í 20.000 á 75 ára afmæli Æskunnar. Við heitum því enn á dugnað ykkar, ungu vinir og samherjar að láta ekki staðar numið, heldur halda áfram með auknu fjöri og dugnaði á hinu nýja ári í því að vinna að útbreiðslu Æskunnar. Munið verðlaunin fyrir að safna nýjum kaupend- um, þau eru: Fyrir 5 nýja kaupendur fáið þið eina 500 kr. bók. Fyrir 10 nýja kaupendur fáið þið eina 1000 kr. bók Fyrir 15 nýja kaupendur fáið þið eina 1500 kr. bók o. s. frv. upp að 30 nýjum kaupendum. Svo koma ein trompverðlaun fyrir flesta kaupendur yfir 30, þessi trompverðlaun fær sá eða sú, sem safnar flestum kaupendum og það verður myndavél. Verði fleiri en einn með sömu kaupendafjölgun, þá verður dregið um hver skuli hljóta hnossið. Þessi söfnun áskrifenda stendur yfir til októberloka og úrslit birt í jólablaði 1976. Ungu vinir og velunnarar Æskunnar, hefjist handa strax f dag, þótt þið séuð Sigurður Karl Jóhannsson. ung, þá getið þið unnið Æskunni vel og sýnið það best, með því að senda okkur nýja áskrifendur og um leið eigið þið kost á að fjölga bókum í bókasafni ykkar, að maður tali nú ekki um aukavinninginn, sem auðvitað allir keppa að. Þakkir fyrir öll ykkar ágætu bréf, sem öll bera með sér góðan hug til Æskunnar og eru flest full af velvilja og áhuga um framtíð Æskunnar, þess vegna er mér Ijúft að þakka hin mörgu bréf. Notfærið ykkur hið lága bókaverð sem bókaskrá Æskunnar býður upp á, skráin gildir þar til önnur kemur út. Ekkert er til af heilum árgöngum Æskunn- ar frá fyrri árum, nema örfáir árgangar frá 1972, 1973, 1974 og 1975. Ef eitthvað kynni að liggja hjá útsölumönnum eðá einstaklingum af eldri blöðum sem þeir hafa ekki not fyrir, þá væri okkur kært að fá þau endursend. Nýir kaupendur fá einn eldri árgang i kaupbæti meðan upplag endist, ef þeir senda greiðslu með ósk um áskrift. Gerið okkur aðvart ef vanskil verða, svo úr verði bætt. Dragið slíkt ekki á langinn því blöð geta þrot- ið áður en varir. Skrifið bréf ykkar greinilega, sérstaklega nöfn, heimilisföng og pósthús. Ég kveð ykkur kæru vinir með ósk um gleðilegt ár. / Jesú nafni áfram enn með ári nýju, kristnir menn. Það nafn um árs- og æfisþor sé ætlð gleði’ og blessun vor. í nafni hans æ nýtt ár er þvl nafni' er græðir öll vor sár í nafni hans fá börnin bllð Guðsblessun fyrst á ævitlð. Sb. 1886 — V. Briem. Lifið heil, S. K. J.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.