Æskan - 01.11.1977, Qupperneq 36
v* að var einu sinni lítil stúlka sem hét Zhenya. Eitt sinn
sendi mamma hennar hana út í brauðbúð eftir nokkrum
kökuhringjum. Zhenya keypti sjö kökuhringi: tvo með
kúmeni handa pabba sínum, tvo með korni handa
mömmu sinni, tvo með sykurhúð handa sjálfri sér, og
lítinn bleikan fyrir bróður sinn, hann Pavlik.
Zhenya hélt heim á leið með kökuhringina hangandi í
bandi eins og perlur. Hún hélt áfram, horfði allt í kringum
sig og skoðaði auglýsingaspjöldin, sem hengd voru upp
alls staðar á leiðinni.
En á meðan kom ókunnur hundur aftan að henni og
byrjaði að éta kökuhringina, fyrst át hann þá sem pabbi
hennar átti að fá, þá sem voru með kúmeninu, svo át
hann þá sem mamma hennar átti að fá, þá sem voru með
korninu á, síðan át hann hennar tvo sykurhúðuðu.
Loks fann Zhenya að bandið með kökuhringunum var
orðiö svo létt og sneri sér við, en það var of seint.
Hún hélt bara á tómu bandinu í hendinni, en hundurinn
var rétt að gleypa seinasta bitann af litla bleika hringnum
hans Pavliks, og sleikti út um.
,,Ó, vondi hundur!" sagði Zhenya grátandi og hljóp
eftir honum, hún hljóp og hljóp en gat ekki náð honum.
Loks var hún orðin villt, og þegar hún stoppaði sá hún
að hún var í ókunnu umhverfi. Það voru engin stór hús
umhverfis hana, aðeins mjög lítil. Zhenya fór þá að gráta.
Þá birtist henni allt í einu gömul kona.
,,Því ert þú að gráta, stúlka litla?" spurði hún. Þá sagði
Zhenya henni hvað hafði gerst.
Gamla konan vorkenndi Zhenyu og leiddi hana inn í
litla garðinn sinn og sagói: „Ekki gráta, ég skal hjálpa
þér. Ég á enga kökuhringi né nokkra peninga, en það vex
Töfrablóm í garðinum mínum. Það er Regnbogablómið.
Það getur gert allt, sem maður biður það um. Ég sé að þú
ert góð stúlka, þótt þú sért nýjungagjörn. Ég ætla að gefa
þér Regnbogablómið, og það mun hjálpa þér."
Og um leið sleit gamla konan upp mjög fallegt blóm úr
einu blómabeöinu. Það leit út eins og baldursbrá. Það
hafði sjö þunn blöð í öllum litum. Eitt var gult, eitt rautt,
eitt blátt, eitt grænt, eitt appelsínugult, eitt fjólublátt og
eitt vatnsblátt.
„Þetta er ekki venjulegt," sagði gamla konan. „Það
getur uppfyllt allar óskir. Það eina, sem þú átt að gera, er
að slíta eitt blað af, kasta því upp í loftið og segja:
Fljúgðu nú blað,
segi ég það. —
Austur og vestur haltu,
norður og suður skaltu,
snúa við þá áttu.
Óskina mína rætast láttu.
Þá skaltu óska þér þess sem þig lystir og ósk þín mun
rætast."
Zhenya þakkaði gömlu konunni og gekk út um garðs-
hlióið, en mundi þá allt í einu að hún var villt og rataði
ekki heim. Hún sneri sér við til að biðja gömlu konuna að
fylgja sér til næsta varðar, en bæði litli garðurinn og
gamla konu voru horfin. Hvað átti hún að gera?
Zhenya var næstum farin að gráta eins og áður. Það
var komin skeifa á munninn á henni — en þá mundi hún
allt í einu eftir töfrablóminu. Nú gæti hún fljótlega séð
hvort þetta væri áreiðanlega slíkt dásemdablóm!
Hún sleit af því gula blaðið, kastaði því upp í loftið og
sagði „Fljúgðu nú blað, o. s. frv. Gefðu að ég sé aftur
— Hreinskilnin bæti
34