Æskan - 01.11.1977, Blaðsíða 39
„Jæja þá! Ég skal sýna ykkur hver á fallegustu gullin,“
hugsaði hún.
Hún dró Regnbogablómið upp úr vasa sínum og sleit
af því appelsínulita blaðið, kastaði því upp í loftið og
sagði:
Fljúgðu nú blað,
segi ég það. —
Austur og vestur haltu,
norður og suður skaltu,
snúa við þá áttu.
Óskina mína rætast láttu.
Gefðu að ég eignist öll leikföng í heimi."
Hún hafði ekki fyrr sleppt orðinu en leikföng fór að
streyma til hennar úr öllum áttum. Fyrst komu auðvitað
brúður, þær depluðu augunum og sögðu ma-ma í sífellu.
í fyrstunni var Zhenya mjög ánægð. En eftir nokkrar
mínútur voru komnar svo margar brúður að þær fylltu
upp garðinn, litlu götuna, tvær stórar breiðgötur og
hálft torgið. Enginn gat hreyft sig án þess að stíga ofan á
brúðu. Enginn gat heyrt neitt nema brúðurnar hvískra
ma-ma, ma-ma. Þú getur nú hugsað þér hávaðann í 5
milljónum hvískrandi brúða. Og þær voru aö minnsta
kosti svo margar! En þetta voru aðeins brúður frá
Moskvuborg. Brúður frá Leningrad, Kharkov, Kiev, Lvov
og fleiri borgum voru enn ókomnar. Þær voru
skvaldrandi eins og páfagaukar á öllum vegum
Rússlands . . . Zhenya var orðin óttaslegin.
En þetta var nú bara byrjunin.
Á eftir brúðunum komu blöðrurnar sem veltust hver um
aðra. Þá alls konar hnettir og kúlur, rúlluskautar, þríhjól,
leikfangadráttarvélar, sveiflubönd, sem hringuðu sig eftir
götunum eins og slöngur og vöfðust í fótunum á
hræddum brúðunum, svo þær skvöldruðu enn hærra.
Milljónir af leikfangaflugvélum flugu um loftið. Pappírs-
fallhlífar svifu niður úr loftinu eins og snjókorn og festust
í símavírunum og trjánum. öll umferð í bænum stoppaði.
Lögreglumennirnir á krossgötunum klifruðu upp í
næstu símastaura og vissu ekki hvað þeir áttu að gera.
„Hættið, hættiðl" hljóðaði Zhenya. ,,Nú er nóg komið.
Ég vil ekki fleiri leikföng! Ég var bara að gera að gamni
mínu. Ég er hrædd."
Ó, en hver hlustaði á hana? Leikföngin héldu áfram að
streyma að. Þegar öll leikföng Rússlands voru komin, fór
amerísku leikföngin að drífa að. öll borgin var full af
ÆSKAN - Takið alltaf tillit tíl annarra