Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1977, Page 53

Æskan - 01.11.1977, Page 53
otre Dame er langtum meira en meistaraverk, langtum meira en forngripur, langtum meira en kirkja. Þessi kirkja er ekki sambærileg við neina aðra dómkirkju. Péturskirkjan í Róm er stærri, dómkirkjan í Strasbourg hefur hærri turn, Beauvais hærri hvolfþök, Chartres er fegurri. Samt skarar Notre Dame fram úr þeim öllum. Hið sögulega hlutverk hennar, lega hennar og afstaða, fegurð hennar, aldur, — og fjöldamargt annað — veitir henni sérstöðu meðal bygginga gerðra af manna- höndum. Hún stendur á bökkum hinnar fornu ár, frægrar úr sögum síðan á tímum Galla. Þarna á bökkunum hófst öll saga borgarinnar. Notre Dame þaut ekki upp eins og höll Sameinuðu þjóðanna í New York, og jafnvel Péturskirkjan í Róm. Bygging hennar var trúarathöfn, og aldrei fléttaðist inn í hana nein drambsemi og mikilmennska. Hver lagði sinn skerf fram í auðmýkt; aðalsmenn, borgarar, listamenn, prestar og prelátar, og allir gáfu af rausn, gull sitt, jarð- eignir, tíma og erfiði, æsku sína, allir vönduðu verk sín. Enginn veit nú orðið hvað smiðirnir hétu, ekki einu sinni yfirsmiðirnir, ekki sjálfur meistarinn, ekki listamennirnir, allir þessir sem verkin unnu og verkunum stjórnuðu á fyrri öldinni. Hornsteinninn mun hafa verið lagður 1163, og það er ekki fyrren við miðbik 13. aldar, sem kirkjan átti að heita fullgerð, — en það er hún reyndar ekki enn. — Það er áætlað að um þúsund menn hafi unnið við þessa smíð á hverjum degi í hálfa aðra öld. Myndhöggvararnir, múr- ararnir, trésmiðirnir hafa ekki haft sitt erfiði einungis til að vinna fyrir sér, það kom nokkuð annað til: ástin á verkinu sjálfur hreyfði hendur þeirra. Svo vönduð smíð er kirkjan að hún hefur staöið af sér sjö aldir, og þar setti Napóleon kórónu á höfuð sér, og margt mætti nefna sem of langt væri að telja. I Notre Dame hófst allt, þar lauk öllu. Og enn skín hún við okkur í Ijósi frá átta öldum. Hún er stórkostleg. En við sjáum hana ekki í réttu Ijósi. Við sjáum hana með augum ferðamannsins. Vitnisburður hennar er jafn Ijós þó fáir skynji hann. Hún vai reist guði til dýrðar, hún er engu síður vottur um mannlega snilli. Og kynslóö okkar, sem annars á svo annríkt, ætti að gefa sér tíma til að nema staðar sem snöggvast, eða öllu heldur lítið eitt lengur en svo, fyrir framan þetta mikla skip úr hafi ald- anna, og spyrja sig þeirrar spurningar, hvort ókomnar kynslóðir muni hafa jafn mikla ástæðu til að miklast af verkum forfeðra sinna sem við af verkum þessara for- feðra okkar. Ein þekktasta byggingin er söngleikahúsið (Óperu- höllin) reist í lok 19. aldar. Hún er geysilega stór og mikil um sig og tekur 2200 manns í sæti. Hún er skreytt listaverkum eftir fjölmarga 19. aldar listamenn. Þau eiga að sýna á táknrænan hátt ýmis atriði tónlistar- innar. Þar eru einnig myndir af ýmsum þekktustu tón- skáldum heimsins, t. d. Bach, Haydn, Pergolesi, Cimarosa, Mozart, Beethoven og Rossini. Af öðrum byggingum má nefna Frakklandsbanka, markaðshallirnar og kauphöllina að ógleymdum fjöl- mörgum glæsilegum tískuverslunum. Nú verður lítillega lýst tveimur öörum byggingum í París, en þær draga einkum að sér ferðamenn. Þetta eru Sigurboginn og Eiffelturninn. Bygging Sigurbogans hófst á dögum Napóleons en lauk ekki fyrr en á stjórnartímum Lúðvíks Filippusar konungs. Fólk getur farið upp á hann og notið þaðan ágæts útsýnis yfir borgina, enda er hann rúmlega 50 metra hár. Sigurboginn stendur við vesturendann á Champs Elysées-stræti. Eiffelturninn dregur nafn af manninum, sem byggði hann, Gustave Eiffel. Turninn er 984 fet eða meira en 300 metrar á hæð og er eingöngu gerður úr járni. Til þess þurfti 7300 tonn af stálinu. Efst í honum er stórfenglegt útsýni yfir borgina og veitingastaðir eru á ýmsum stöðum ofarlega í honum. Nú er sjónvarpssendir efst í turninum. Sigurboginn er á myndinni til vinstri en Eiffelturninn til hægri. Ef til vill er Louvre-höllin stórkostlegasta byggingin i París. Upphaflega var hún konungshöll en nú er hún minja- og listasafn. Margar vikur þarf til þess að sjá munina og listaverkin sem þar eru geymd. Meðal frægustu listaverkanna í Louvre er myndin Mona Lísa eftir Leonardo da Vinci. Einnig má nefna Venus frá Milo frá blómaöld lista og menningar í Grikklandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.