Æskan - 01.11.1977, Side 69
GRANNI
KONGURINN
OG FEITI
1 MATSVEINNINN
Einu sinni var mjög feitur kóngur, sem sagöi við afar
granna matsveininn sinn: „Bakaðu köku handa mér!
Léttustu köku, sem þú hefur nokkru sinni bakað."
Matsveinninn tók stóra skál og tuttugu og fjögur egg
og smjör og fimm pund af hveiti og eitt pund af geri. Hann
blandaði hveitinu í eggin og smjörið í stóru skálinni, og
bætti svo gerinu út í. Næst kveikti hann á ofninum og
setti kökuna inn í, þegar ofninn var orðinn heitur.
Innan skamms lagði kökuilm um alla höllina og
kóngurinn kom þjótandi inn: „Namrn, namm!" sagði
hann. „En sá indælis ilmur! Ég er viss um, að þetta
verðurgómsæt kaka, matsveinn."
„Já, yðar hátign," sagði matsveinninn, „og þetta
verður léttasta kaka í heimi. Ég setti heilt pund af geri í
hana til að hún lyfti sér vel.“
„Þannig á það að veral" sagði kóngurinn. „En hvað er
nú þetta?" Þeir lituðust um og sáu, að ofninn var að
opnast og allt í einu heyrðist „bomrn" og kakan kom í
Ijós. Hún hélt áfram að lyftast.
„Sussu, sussu," sagði kóngurinn. „Að sjá, hvað þú
hefur gert. Þú hefur sett of mikið ger í hana."
Kakan hélt áfram að lyftast og rísa þangað til hún var
komin upp aö loftinu, og brátt komu brestir í það.
Matsveinninn og kóngurinn þutu upp og þegar þeir
komu upp á efstu hæðina, sáu þeir, að kakan hafði risið
9egnum gólfið og var komin upp á næstu hæð fyrir ofan.
„Gerðu eitthvað, væni minn!" hrópaði kóngurinn.
Aumingja matsveinninn stökk upp á kökuna og sat þar til
aö reyna að koma í veg fyrir, að hún lyftist meira.