Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1977, Blaðsíða 83

Æskan - 01.11.1977, Blaðsíða 83
— Ég ætla að halda á pelanum þegar hann drekkur, sagði Doddi. — Uss, þú getur það ekki, sagði Hulda. — Heldurðu að ég geti ekki haldið á pelanum? Þið eruð bara montrófur, svaraði Doddi. Dagarnir liðu hver af öðrum og loks hringdi Ragna í símann til mömmu sinnar og sagðist koma með flugvél daginn eftir ef veður leyfði. Systurnar hugsuðu ekki um annað en þetta þegar þær fóru í skólann morguninn eftir. Það var kominn mikill snjór og veður þungbúið. Talsverður norðaustanstormur með éljagangi. Qtlitið var ekki gott með flug þann daginn. Þó fréttu þær í skólanum að búið væri að hreinsa flug- völlinn. Þegar þær komu heim aftur um hádegið móðar og másandi spurði Helga: — Kemur Ragna í dag með drenginn? — Ég veit það ekki, svaraði mamma hennar. — Flugi hefur verið frestað til klukkan fjögur. Það er ekki flug- veður. — Kemur litll drengurinn þá ekki í dag? spurði Doddi. — Við vitum það ekki ennþá, svaraði mamma hans. — t>að verður flogið ef veðrið batnar. Það var hijótt yfir miðdegisboröinu. Stormurinn þeytti snjónum úti fyrir. Svo fór Davíð aftur til vinnu sinnar og systurnar í skólann, en þau Heiða og Doddi urðu eftir heima. — Hvernig eru lítil börn, mamma. Eru þau eins og brúður stelpnanna? spurði Doddi. — Nei, það finnst mér ekki. Þau eru ósköp lítil og veik- burða og sofa næstum allan daginn nema þegar þau fá sér mjólkursopa úr brjósti mömmu sinnar. — Varég einu sinni svona lítill? — Já, Doddi minn. Allir hafa einhvern tíma verið smá- börn. Skömmu síðar hringdi síminn. Það var afgreiðslu- maðurinn við flugvöllinn. Hann sagði Heiðu að flugvélin • f®ri af stað frá Akureyri klukkan hálffimm, en ekki væri öruggt hvort hún gæti lent. Hann gekk á með éljum. Heiða hringdi í Davíð og sagði honum þessar fréttir. h’egar systurnar komu heim úr skólanum heyrðu þær Það einnig. Börnin voru afar spennt af tilhlökkun. Þó að stormurinn hamaðist og ekki sæist til lofts, fór Davíð ásamt konu og börnum út á flugvöllinn. Þau fóru til að taka á móti Rögnu og litla drengnum hennar. En þegar þau komu út á flugvöllinn gekk yfir dimmt él. þarna voru fleiri bílar í sömu erindum. Davíð gekk heim að flugskýlinu og fékk þar þær fr'ettir að flugvélin væri að koma en hún gæti ekki lent nema birti. Skömmu síðar heyrðu þau íflugvélinni einhvers staðar uppi í dimmunni. ^llir biðu fullir eftirvæntingar. — Kemur Ragnar ekki meö litla drenginn? spurði Doddi. — Jú, vonandi birtir svo að flugvélin geti lent, svaraði Davíð. Þó var ekkert útlit fyrir það. Bylurinn geisaði í kringum þau og vegurinn var að verða ófær. — En ef flugvélin getur ekki lent, verður þá litll drengurinn ekki hjá okkur um jólin? spurði Helga. — Ekki nema önnur flugferð verði hingað, svaraði Heiða. — Þá verður ekkert gaman um jólin, sagði Hulda. Nú heyrðu þau í flugvélinni yfir flugvellinum. En ennþá var dimmt af snjókomu og stormurinn beljaöi úti fyrir. Fólkið í bílnum beið í ofvæni og útlitið var ekki gott. . Davíð fór aftur inn í flugskýlið. Þegar hann kom aftur, sagði hann, að flugvélin mundi bíða þarna yfir í 15—20 mínútur en snúa svo frá ef ekki birti. En viti menn! Allt í einu birti élið og enn heyrðu þau í flugvélinni. — Kemur nú flugvélin? spurði Doddi. — Vonandi tekst henni að lenda, svaraði pabbi. Það smábirti og dró úr storminum. Og nú heyrðu þau betur og betur þytinn frá flugvélinni og allt í einu kom hún út úr kófinu og renndi sér niöur á snævi þakinn flugvöllinn. Börnin ráku upp fagnaðaróp. — Nú kemur Ragna með barnið, sagði Doddi. — Er það ekki skáldlegt, sagði Hulda, að smábarn skuli kom niður úr skýjunum um jólin. — Það má nú segja, sagði Heiða. Og brátt komu farþegarnir út úr flugvélinni. Og þegar þau sáu konu með reifastranga í fangi, brá Davíð við og hljóp á móti henni. Hún hafði nokkra pinkla og tók hann við þeim og hjálpaði henni inn í bílinn. Þar varð mikill fagnaðarfundur. Og þegar Davíð hafði náð í töskur hennar, var haldið af stað heim. — Ég er svo fegin að vera komin. Ég hélt að fiugvélin ætlaði ekki að geta lent, sagði Ragna. — Við óttuðumst það líka, sagði Heiða. Skaflarnir voru svo miklir, að það var með naumindum að þau komust heim á bílnum. Vetrarbylurinn reyndi á taugar fólksins. Þegar heim kom fóru börnin að skoða litla drenginn. En þau voru ekkert hrifin. Þau héldu víst öll að hann væri stærri. — En hvað hann er lítill, sagði Hulda. — Svona varst þú nú einu sinni, sagði mamma hennar. En Doddi hvíslaði að mömmu sinni. Hann vildi ekki láta Rögnu heyra það: — Mér finnst hann ekki fallegur. Hann er svo grettur. — Það lagast bráðlega þegar hann stækkar, svaraði móðir hans. — Svona eru öll lítil börn fyrst. Svo fór Ragna að segja þeim frá dvölinni í sjúkra- húsinu. Hvað yfirsetukonan og hjúkrunarkonurnar voru henni góðar. Þær vissu að hún var langt frá sínu fólki. Og öll hlökkuðu þau til jólanna sem voru skammt undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.