Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1977, Side 95

Æskan - 01.11.1977, Side 95
Á HLJÓMPLÖTUMARKAÐINU Umsjón: Benedikt Viggósson Supertramp: Even in the Quietest Moments Hljómsveitin Supertramp varð heimsþekkt þegar hún sendi frá sér breiðskífuna ,,Crime of the century" árið 1974. Síðan hafa komið út tvær plötur með hljómsveitinni, „Crisis? What crisis?" árið 1975 og nú nýlega „Even in the quietest moments". Allar eru þessar skífur vandaðar og í alla staði vel unnar og hljómlist Super- tramp flutt á yfirvegaöan og vandaöan hátt. Supertramþ er ein af þeim hljómsveitum sem sífellt ferfram og tekst að halda fjölbreytni í tón- listinni. Hún hefur þótt minna nokkuð á Pink Floyd, en er þó að ýmsu leyti ólík og héfur eiginlega mjög sjálf- stæða tónlistarstefnu. Einnig er tón- list félaganna í Supertramp meira grípandi og laglínurnar einfaldari en hjá Pink Floyd. Liðsmenn Supertramp eru fimm. Þeir sem mega þó öörum fremur kallast aðalmennirnir í hljómsveitinni eru þeir Roger Hodgson og Richard Davies. Þeir semja öll lög sem hljóm- sveitin flytur og sjá um allan söng, hljómborðsleik og gítarleik. Aðrir liösmenn Supertramp eru Bob C. Bernberg trymbill, John Anthony Helliwell sem sér um öll blásturs- hljóðfæri og þykir einn besti klarinett- og saxófónleikari sem popp- heimurinn á í dag, og loks Dougie Thomson bassaleikari. Allir eru þessir menn úrvals hljóðfæraleikarar og eindæma samstilltir. En hér átti fyrst og fremst að fjalla um nýútkomna skífu þeirra, Even in the quietest moments, og er því best að snúa sér að henni. Give a iittle bit heitir fyrsta lag plötunnar. Þetta er einföld laglína og II. textinn ekki flókinn, en lagið er skemmtilegt og söngurinn fellur vel við lagið. Ef eitthvert lag af þessari plötu er líklegt til vinsælda meðal al- mennings, þá er það þetta lag. Lover boy er öllu þyngra og þarf að hlusta á það nokkuð oft til að grípa það. Þetta er einna sísta lagið á plötunni, þótt ekki sé hægt að segja það lélegt. Even in the quietest moments er mjög gott lag og ákaflega fallega sungið. Það þarf þó að hlusta nokkrum sinnum á það til að lagið grípi fullkomlega, en slíkt er yfirleitt einkenni góðrar lagasmíði. Downstream virkar mjög þungt og leiðinlegt við fyrstu áheyrn, en er með bestu lögum plötunnar þegar maður hefur heyrt það nokkrum sinnum. I þessu lagi er lítill undirleikur, svo til eingöngu píanó, en það skemmir þarna síóur en svo fyrir. Babaji heitir fyrsta lag á hlið 2. Þetta er einstaklega fallegt lag og ótvírætt eitt hið besta á plötunni. Söngurinn er sem oftast vandaður og undirleikur og sóló stórkostlegt. Laglínan er þó fremur einföld, en það má oft gera góö tónverk úr einfaldri laglínu. Það hefur tekist hér. From now on byrjar nokkuð þung- lega og er lítt áheyrilegt framan af, en síðan lagast það og síðasti kaflinn er með allra bestu lagaköflum á , plötunni. Fool’s overture er síðasta lag plötunnar og tekur hvorki meira né minna en rúmar 10 mínútur. Þarna heyrir maður fyrst dálitla líkingu við Pink Floyd og fleiri slíkar hljómsveitir. : Þetta er öllu heldur tónverk en lag. I Þarna loksins þeyta liðsmenn Super- tramp hljóðfærin á fullu og njóta sín. Þessu lagi er illa hægt að ná við fyrstu áheyrn eins og mörgum öðrum lögum Supertramp, en undirritaður telur þetta eitt af meistaraverkum hljóm- sveitarinnar. Eins og áður sagði er upptaka og frágangur plötunnar allur til fyrir- j myndar eins og á fyrri skífum Super- tramp. Umslagið er einkar smekklegt ! og hefur greinilega verið lagt allt kapp á að ekki nema allra færustu menn stjórnuðu hverju minnsta smáatriði. Þökk fyrir góða plötu. Stóra barnaplatan Utgefandi: SG-hljómplötur Úter komin frá SG-hljómplötum stór plata með hvorki meira né minna en 24 bráðskemmtilegum barnalögum, já, allt á einni og sömu plötunni. „Alli palli og Erlingur", Svanhildur syngur, Hvar er húfan mín, úr Kardemommubænum vinsæla, við 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.