Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1979, Blaðsíða 36

Æskan - 01.12.1979, Blaðsíða 36
HEIM TIL fSLANDS Eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson. Síðasta bókin sem Vilhjálmur S. Vilhjálmsson ritaði og hefur að geyma endurminningar hjónanna Elísabetar Helgadóttur og Thor J. Brand. í bókinni eru margar myndir. 179 bls. Innb. Verð kr. 1.440.00 ELDGOSf EYJUM Höfundur Árni Gunnarsson bregður upp mynd af upphafi og framvindu eldsumbrotanna í Eyj- um, viðbrögðum íbúanna og op- inberra aðila. Lifandi lýsing af margra manna baráttu við eld og eimyrju. [ bókinni eru 75 valdar Ijósmyndir eftir kunnustu Ijósmyndara landsins, þar af 60 stórar lit- myndir. 96 bls. Innb. Verð kr. 1.800.00 VÖTNIN STRÖNG Höfundurinn Björn J. Blöndal fléttar saman í þessari bók sögur og sagnir úr héraði Borgarfjarðar ásamt skáldrænni frásögn um kátan vatnanið með ilm úr grasi kringum sig og fjöllin tignu í bak- sýn. Björn J. Blöndal er náttúru- barnið í hópi íslenskra rithöfunda nú á dögum, og bók þessi er óður hans um héraðið fagra og góða, dýrin og fólkið þar um slóðir, en sér í lagi vötnin ströng, sem geröu hann snjallan og rammíslenskan listamann. 277 bls. Innb. og myndskreytt. Verðkr. 1.920 00 Á HÆTTUSLÓÐUM Höfundur Sveinn Sæmundsson. f þessari bókersagtfrá íslenskum sjómönnum á hættuslóðum. Frá ferð leiðangursmanna á Gottu til Grænlands 1929. Frá meistara- legri björgun stórs skips út úr Reykjavík í fárviðri og frá manns- ráni á sjó í síðasta stríði. Frásögn af íslenskum togara, sem hlaut á- fall í hafi og af harðræðum há- karlamanna við Breiðafjörð og ýmsu fleiru. 221 bls. Innb. og myndskreytt. Verð kr. 3.000.00 LEYNDARMÁL 30 KVENNA Þrjátíu íslenskar konur opna hug sinn í þessari nýsstárlegu bók. Gunnar M. Magnúss skráði, en hann einn veit hvaða frásögn til- heyrir hverri konu og er bundinn þagnarheiti. Þannig er lesandan- um látið eftir að þekkja konuna að baki hverrar frásagnar. Leyndar- mál 30 kvenna er bók sem vekur forvitni. 198 bls. Innb. Verð kr. 2.940.00 UPP MEÐ SfMON KJAFT Höfundur Sveinn Sæmundsson. Hér er á ferðinni hressileg sjó- mannabók, skrifuö á kjarnmáli sjómanna eins og titillinn gefur til kynna, en heiti bókarinnar er ai- kunn setning úr sjómannamáli um að hífa upp stormklífirinn. 208 bls. Innb. og myndskreytt. Verö kr. 2.400.00 Fmr Sgundsson bjó ti prentinar Vesturfarar skrifaheim 4 Brélm *m lr* t»r»iu Isleruku mMUr- ■ lórunum, mormónom i Ul*h. sem HOðu X Island xrgns InJírtufimynð* »inn« I VESTURFARAR SKRIFA HEIM Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Bréfin eru frá fyrstu íslensku Vesturförunum, Mor- mónum í Utah, sem flúðu (sland vegnatrúarhugmyndasinna. Eins og sjá má af bréfum þeim, sem hér eru birt, báru Mormónar sem vestur fóru ræktarhug til ættjarð- ar sinnar og reyndu eftir mætti að halda uppi virðingu lands síns og þjóðar. 146 bls. Innb. Verð kr. 1.680.00 BYGGÐIN f HRAUNINU Höfundur Stefán Júlíusson. Bókin er frásögn af mönnum og málefnum í frumstæðri byggö vestan við Hafnarfjörð, byggð, sem nú er horfin í sinni uppruna- legu mynd. Hér úir og grúir af mannlýsingum, sögum, myndum og margs konar atburðum. Frá- sögnin er hröð og Ijós, blandin notalegri kímni. 167 bls. Innb. Verð kr. 1.800.00 FRANKLIN D. ROOSEVELT Höfundur Gylfi Gröndal. [ þessari viðamiklu bók er rakin ævi Roosevelts forseta, bernska og uppruni, menntun, stjórn- málaferill og fjölskyldulíf. Þetta er ógleymanleg saga stórbrotins persónuleika. Bókin er prýdd fjöl- mörgum myndum. 346 bls. Innb. Verð kr. 4.200.00 FRÁ RAUÐASANDI TIL RÚSSfÁ Dr. Kristinn Guðmundsson fyrr- um utanríkisráðherra og sendi- herra rifjar upp endurminningar sínar. Gylfi Gröndal skráði. Dr. Kristinn var lengi mennta- skólakennari á Akureyri, utanrík- isráðherra í ríkisstjórn Ölafs Thors, en síðan sendiherra í London og Moskvu. Bókin er lif- andi frásögn í viðtalsformi, krydduð góðlátlegri kímni og sögum um þjóðkunna menn. 184 bls. Innb. og prýdd fjölda mynda. Verð kr. 2.400.00 ABRAHAM LINCOLN Höfundur Thorolf Smith. Saga Abrahams Lincoln hefur lengi þótt forvitnilegt lesefni. Hún er ekki aðeins sígilt dæmi úm mann, sem úr mikilli fátækt og umkomuleysi hefst til hinna mestu mannvirðingar með þjóð sinni sakir óvenju sterkrar skap- hafnar og skarprar greindar. Hún er einnig saga mikilla átaka. Abraham Lincoln er ekki aöeins einn mesti og besti sonur Banda- ríkjanna. Með vissum hætti er hann sameign alls mannkyns. 307 bls. Innb. Um 60 myndir prýða bókina. Verð kr. 4.200.00 SKRAFAÐ VIÐ SKEMMTILEGT FÓLK Viðtalsbók eftir Guðmund Daní- elsson. Hér ræðir höfundurinn við konur og karla af ýmsum stéttum á þann hátt sem honum einum er lagið. 224 bls. Innb. Verð kr. 3.360.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.