Æskan - 01.03.1987, Side 22
Lóa litlii
Lóa litla var fimm ára.
Hún var með blá augu
og bústna vanga.
Hún átti góða mömmu,
góðan pabba og frábæra ömmu
Samt var hún ekki ánægð.
Henni fannst leiðinlegt
að heita bara Lóa
og vera bara fimm ára.
Hún vildi heita eitthvað annað
og vera eitthvað annað.
Til dæmis Mjallhvít
eða Rauðhetta eða Öskubuska
eða Pyrnirós eða Litla-Ljót.
Einn morgun þegar
hún vaknaði sagði
mamma hennar:
„Amma er lasin í dag.
Þú ættir nú að fara
að heimsækja hana.
Þú mátt koma við í búðinni
og kaupa eitthvað gott
handa ykkur.“
„Alveg eins og í Rauðhettu,"
hugsaði Lóa litla.
„Nú ætla ég að vera Rauðhetta
sem færir ömmu sinni
flösku af víni og kökur.“
Hún spratt fram úr rúminu
og klæddi sig.
Hún setti upp rauðu
ullarhúfuna
voru svo háar
og hún var svo lítil.
„Nú er ég Rauðhetta
í skóginum
og trén eru svo há
að ég verð að gæta mín
að villast ekki,“ hugsaði hún
og læddist fram og aftur
á milli hilluraðanna.
Hún fann ekki sælgætið
hvernig sem hún leitaði
og hún var að verða hálfhraedd
inni í þessum dimma skógi-
og lagði af stað.
í vasanum geymdi hún seðilinn
sem mamma hafði gefið henni.
Allt í einu kom maður
í brúnum sloppi á móti henni-
Hann er með stór eyru
og hræðilega stórar
gular tennur.
„Þetta er úlfurinn,
nú ætlar hann að gabba mig/
hugsaði Lóa litla.
Þegar hún kom í stórmarkaðinn
fór hún að hugsa um
hvað hún ætti að kaupa.
„Vín og kökur,“
sagði hún við sjálfa sig.
„Vín er soddan ulla bjakk,
ég kaupi frekar kók.
Svo ætla ég að fá Prins póló.
Amma á nóg af smákökum.
Hún er svo dugleg að baka.“
Það var erfitt að finna sælgætið
því að stæðurnar með hillunum
„Hvað vantar þig, litla mín?“
spurði úlfurinn.
„Mig vantar kók og Prins póló,
sagði Lóa.
„Það er svo óhollt.
Þú skalt frekar
kaupa þér leikföng
ef þú átt peninga,“
sagði úlfurinn.
„Amma mín á að fá þetta.
Hún er lasin,“ sagði Lóa.
„Viltu ekki heldur
kaupa blóm handa henni.
Við eigum svo falleg blóm
á góðu verði,“ sagði úlfurinn-
22