Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1987, Page 26

Æskan - 01.03.1987, Page 26
En sá galli er á gjöf Njarðar að þá sé ég ekkert til hliðanna.“ — Að síðustu: Dreymir þig um eitt- hvert sérstakt starf í framtíðinni? „Ég gæti hugsað mér að verða ann- að hvort lögfræðingur eða sálfræðing- ur. Mér er sagt að nám sálfræðings sé ekki eins þungt og lögfræðings og kannski ég læri sálfræði. Lögfræði- nemar þurfa víst að læra svo mikið utan að,“ sagði Anna Kristín og gat nú að nýju tekist á við dönskuæfingarnar sem hún var byrjuð á þegar við litum inn í vinnuherbergið til hennar. Missíi sjónina 5 ára Birkir Rúnar Gunnarsson er 9 ára. Hann missti sjónina fyrir 4 árum, þá aðeins 5 ára. Vegna krabbameins þurfti að taka úr honum bæði augun og setja gerviaugu í staðinn en þau eru að sjálfsögðu óvirk. Vegna sjúkdóms- ins hefur Birkir Rúnar þurft að fara 12 sinnum til Englands og dveljast þar á sjúkrahúsi. Síðast fór hann þangað fyrir tveim árum. Þó að hann hafi þurft að þola mikil veikindi þá ber hann sig ótrúlega vel og lætur engan bilbug á sér finna. Hann er skýr í hugsun, hugmyndaríkur og áhuga- 26 samur um margt. Það er gaman og fróðlegt að ræða við hann. Birkir tjáði okkur að aðaláhugamál sitt væri steinasöfnun. Hann á ná- kvæmlega 677 steina og hefur safnað þeim á rúmu ári. Hann man meira að segja upp á dag hvenær hann fékk fyrst verulegan áhuga á söfnuninni. Það var 19. desember 1985 en þann dag gáfu mamma hans og pabbi hon- um marga steina sem þau höfðu eitt sinn tínt í Borgarfirði eystri. Til við- bótar þessu hafa margir fært honum steina að gjöf. ”Ég giska á að ég eigi 9-10 bergteg- undir,“ fræddi Birkir Rúnar okkur um og bætti við að hann væri ekki búinn að láta berggreina þá alla. „Ég á mest af kvarts-steinum (holu- fylltum eða svokölluðum draugastein- um). Það gneistar af þeim ef þeim er skellt saman. Ég hef mest dálæti á japíssteinum en einnig eru steinar úr líparíti, hrafntinnu, granít eða marm- ara fallegir. Það má bæta við þetta að sumir steinarnir í safninu mínu koma alla leið frá Noregi, Portúgal, Þýska- landi og Englandi." - Þekkirðu steinana þína? „Já, með því að snerta þá.“ — Þú átt fleiri áhugamál, veit ég. „Já, ég hef mikinn áhuga á íþrótt- um, - einkum sundi, knattspyrnu og handknattleik. Ég syndi yfirleitt á hverjum degi. Persónulegt met mitt eru 2350 metrar á einum og hálfun1 tíma. Stundum leik ég mér í fótbolta og handbolta með krökkunum. Ég skorað nokkur mörk í fótboltanum þegar ég hef leikið sem framherji- Strákarnir hafa þá sagt mér frá því að boltinn væri á leið til mín eða þá að ég hef heyrt í honum og náð að p°ta 1 hann. Éinu sinni þegar ég tók vítaskot í handbolta braut ég af framan af nög' hjá markverði. Ég skoraði tvö mörk hjá honum í þeim leik. Ég fylgist mjög vel með handknatt' leiks- og knattspyrnulýsingum í at' varpinu og stundum tek ég þær upp a segulband. Eftirlætishandknattleiks- menn mínir eru þeir Atli Hilmarsson og Alfreð Gíslason. Einnig er Þorgiis Óttar alveg ágætur. Besti leikurinn. sem ég fylgdist með á síðasta ári, var landsleikur íslendinga og Rúmena 1 heimsmeistarakeppninni. Þá sigruðu íslendingar glæsilega, 25-23. Eftirlæt' isliðin mín eru Víkingur og Stjarnan- — Hlustarðu mikið á útvarp? - Já, ég hlusta helst á íþróttalýsioS' ar og skemmtilega tónlistarþætti. Nei- mér finnst vinsældalistarnir leiðinlegir; Það eru svo lélög lög á þeim. Bubb' Morthens er eini góði söngvarinn a listunum þessa dagana. Danski söngv( arinn Kim Larsen er líka í miklu dálaetJ hjá mér en hann er víst ekki á neinum vinsældalista hérlendis.“ - Verðurðu nokkurn tíma fyrtr stríðni vegna blindunnar? „Nei, mér er aldrei strítt. Það er frekar að krakkarnir hjálpi mér. Anf' ars þarf aldrei að hjálpa mér hér 1 skólanum; - ég rata um allt.“ - Ertu sár yfir því að hafa misst sjónina? „Ég hugsa lítið um það. Ég er auð' vitað fegnastur að vera laus v*^ krabbameinið og ég get gert mjög mik ið þó að ég sé blindur. Helst mýncf’ mig langa til að sjá stórt og fjölskrúð' ugt steinasafn. Ég á mörg áhugamál uni glaður við mitt,“ sagði Birkir Rún' ar Gunnarsson að síðustu. Þar með lauk heimsókn bIaðamannS í Blindraskólann eftir að hafa haft ánægjulega viðdvöl þar hjá opinskáum og skemmtilegum krökkum. j

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.