Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1988, Blaðsíða 6

Æskan - 01.04.1988, Blaðsíða 6
Svona er það í Skútuskóla Gamanþættir eftir Iðunni Steinsdóttur - Nú er blessað vorið að koma, sagði Magga kennari og sveiflaði sér inn í skólastofuna. Börnin voru öll sest, meira að segja Jalli og Kalli. - Förum við ekki í ferðalag fyrst vorið er komið? spurði Ella. - Ég vil fara í ferðalag, ég vil fara í ferðalag, sönglaði hver í sínu horni. - Ég ætlaði einmitt að tala um það við ykkur hvort við ættum ekki að fara í ferðalag, sagði Magga. - Jú, í ferðalag, í ferðalag, hrópuðu allir. - Við skulum fara langt, sagði Lilla. 6=- - Megum við fara með flugvél? spurði Jalli. - Nei, skriðdreka! æpti Kalli. Hann var alltaf að horfa á stríðsmyndir. - Verið þið ekki með þessa vitleysu. Auðvitað förum við með rútu, sagði Magga kennari. - Hvert á að fara? spurði Sólveig litla sem sat við fremsta borð. Hún var lítil og góð með stóra slaufu í hárinu. - Við förum upp í sveit og leikum okkur, sagði Magga. - Oj, nei, ekki upp í sveit, sagði Kalli. - Þar eru engar sjoppur, sagði Jalli. - Mér finnst einmitt svo gaman uppi í sveit. Þar er svo mikið af fuglum, sagði Sólveig litla. - Þú ert bara asni, sagði Jalli og kippti slaufunni af Sólveigu. Sólveig fór að væla. - Hættu þessum hrekkjum. Við förum ekki í neina ferð ef þið látið svona, sagði Magga. Ella og Lilla hjálpuðu Sólveigu að binda slaufuna aftur í hárið og hún þurrkaði af sér tárin. - Við skulum fara til Þingvalla, sagði Ella. - Já, Þingvellir eru svo merkilegur staður, sagði Óli sem allt vissi. Hann var nefnilega hjá ömmu sinni á daginn og hún var alltaf að segja honum eitthvað fróðlegt. - Hvernig veistu það? spurði Jalli. - Amma sagði mér það, svaraði Óli. - Hún er bara gömul skjóða og veit ekki neitt, sagði Jalli. - Á ég að lemja þig? spurði Óli. - Komdu ef þú þorir, svaraði Jalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.