Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1988, Qupperneq 6

Æskan - 01.04.1988, Qupperneq 6
Svona er það í Skútuskóla Gamanþættir eftir Iðunni Steinsdóttur - Nú er blessað vorið að koma, sagði Magga kennari og sveiflaði sér inn í skólastofuna. Börnin voru öll sest, meira að segja Jalli og Kalli. - Förum við ekki í ferðalag fyrst vorið er komið? spurði Ella. - Ég vil fara í ferðalag, ég vil fara í ferðalag, sönglaði hver í sínu horni. - Ég ætlaði einmitt að tala um það við ykkur hvort við ættum ekki að fara í ferðalag, sagði Magga. - Jú, í ferðalag, í ferðalag, hrópuðu allir. - Við skulum fara langt, sagði Lilla. 6=- - Megum við fara með flugvél? spurði Jalli. - Nei, skriðdreka! æpti Kalli. Hann var alltaf að horfa á stríðsmyndir. - Verið þið ekki með þessa vitleysu. Auðvitað förum við með rútu, sagði Magga kennari. - Hvert á að fara? spurði Sólveig litla sem sat við fremsta borð. Hún var lítil og góð með stóra slaufu í hárinu. - Við förum upp í sveit og leikum okkur, sagði Magga. - Oj, nei, ekki upp í sveit, sagði Kalli. - Þar eru engar sjoppur, sagði Jalli. - Mér finnst einmitt svo gaman uppi í sveit. Þar er svo mikið af fuglum, sagði Sólveig litla. - Þú ert bara asni, sagði Jalli og kippti slaufunni af Sólveigu. Sólveig fór að væla. - Hættu þessum hrekkjum. Við förum ekki í neina ferð ef þið látið svona, sagði Magga. Ella og Lilla hjálpuðu Sólveigu að binda slaufuna aftur í hárið og hún þurrkaði af sér tárin. - Við skulum fara til Þingvalla, sagði Ella. - Já, Þingvellir eru svo merkilegur staður, sagði Óli sem allt vissi. Hann var nefnilega hjá ömmu sinni á daginn og hún var alltaf að segja honum eitthvað fróðlegt. - Hvernig veistu það? spurði Jalli. - Amma sagði mér það, svaraði Óli. - Hún er bara gömul skjóða og veit ekki neitt, sagði Jalli. - Á ég að lemja þig? spurði Óli. - Komdu ef þú þorir, svaraði Jalli.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.