Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1988, Qupperneq 19

Æskan - 01.04.1988, Qupperneq 19
 Þá er forvali Sjónvarpsins í söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva lokið í þriðja sinn. Ákafinn sem fylgdi fyrri tveimur atrennunum hef- ur rénað lítillega. Þó eru menn enn á öndverðum skoðunum um ágæti þessarar keppni. Nýkrýndur sigur- vegari forvalsins, Sverrir Stormsker, segir að keppt sé um lélegt en gríp- andi lag með klappi í síðustu viðlags- köflunum! Þessu hafi hann áttað sig á og sú sé ástæðan fyrir því að hann fékk fullt hús: Flest stig hjá öllum dómnefndum! Poppþáttur Æskunnar blandar sér ekki í deilur um réttmæti þess að rík- isfyrirtæki standi fyrir söngvakeppni af þessu tagi. Erlendis, t.d. í Eng- landi, spila útvarpsstöðvar yfirleitt ekki lög söngvakeppninnar. Skýring- una segja forsvarsmenn stöðvanna vera að lögin séu ekki nógu góð. Án þess að við skiptum okkur af því mati þá fer ekki á milli mála að Sverrir Stormsker hefur samið betri lög en sigurlagið, „Þú og þeir“. T.a.m. eru lögin „Búum til betri börn“ og þá sérstaklega „Þórður“ mun stöndugri og ættu meiri möguleika á að kynna útlendingum ísland og íslenska af- þreyingarmúsík ef til þess væri varið fimm milljón krónunum sem fara í söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Sverrir Stormsker er ekki síður umdeildur en söngvakeppnin. Á upp- hafsárum pönksins spilaði Sverrir á hljómborð í hljómsveitum með mönnum eins og Friðriki Erlingssyni gítarleikara (- Friðrik var til að mynda í Purrki Pillnikk með Einari „Sykurmola“ Erni) og Braga Ólafs- syni bassaleikara Sykurmolanna. Og á meðan bókmenntafræðingar og rit- stjórar dagblaðanna deildu sem harð- ast um rokkskáldið Bubba Morthens 1982 sendi ljúfur drengur, Sverrir Stormsker, frá sér huggulega ljóða- bók. Ári síðar sendi Sverrir frá sér aðra bók. Hún var kirfilega innsigluð og sjö útgefin eintök af henni kost- uðu 7 þús. kr. hvert. Ættingjar Sverris og fleiri fjárfestu í bókinni. En sumir urðu fyrir vonbrigðum þeg- ar í ljós kom að í bókinni voru aðeins auð blöð og ein setning: „Þú keyptir bókina hvort eð er ekki til að lesa hana.“ Plötulisti „Hitt er annað *l/2 „Lífsleiðin(n)“ „Ör-lög“ Útg.: Tóný/Svali 1987 **l/2 „Stormskers Guðspjöll“ Útg.: Steinar hf. 1987 ** ■Hyl - segir Davíð Traustason söngvari Eftiríitsins „Þegar Ratiðum flöt11111 eg var _ __________ ^ virtist sem upp væri að rísa einh'er rokkbylgja þér. Þessi bylgja er ellD rísandi. Það ‘ yantar bara einhverD herslumun til að sprengja þetta virk* lega upp,“ , segir Davíð Traustaso11 söngvari. Kannski er ein nýjast3 rokksveit landsins, Eftirli1* > sprengjan se'm beðið hefur verið efur- A.m.k. er Davíð Traustason,1 frarn vörður Eftirlitsins, til alls líklegur- „Við ætlum að spila villt og g^ið 1 sumar,“ heldur Davíð áfram. »'7. förum ferðir um landið þvert og end* langt, spilum bara frumsamið n' bylgjurokk með reggí-ívafi og d)aS*. áhrifum. Aðeins eitt utánaðkoma11 lag er á dagskránni, *„Heartbrea Hotel“, gamla Presley-lagið. Við SP* um það náttúrulega í: allt annarri nt gáfu. Svo erum við að undirbna plötu. Við erum býrjaðir á kynnin® arupptökum og farnir að ræða við nt gefendur." Davíð er ekki með öllu ókunnnSl' hljómplötugerð. Hann hristi tvD\ plötur með Rauðum flötum fratn U erminni. Það var í samræmi við þan hraða og kraft sem eitikenndi RaU fleti á rösklega eins árs ferli þetr bubbísku rokksveitar. En hver e munurinn á Rauðum flötum og E* litinu? ZrsloUS,aSOn (situr) og Gunnar IM ^ ’.’^irlitið flytur miklu fjölbreyttari hr á • Eins cr mnsih Eftirlitsins t 3 ari eH var hjá Rauðum flötum. SemÞað er auðvit|áSyiss skyldleiki þar j vi® Kolbeinn .(Einarsson gítar- sv‘eari) vorum báðirþeirri hljóm- jj ,* ^ftur á móti erum 'við aðeins jra Eftirlitsins og við viljum jj Próun. Hinn helmingurinn er se SSaJe*^arinn Gunnar Hilmarsson, áðu* ”elur ehki spilað með hljómsveit a • r’ °8 Einar Scheving trommuleik- ban? Spilaði áður d)as.sbneð ,;big- Inu 1 3 seSlr Davíð Traustason að l0kum> • • * vj^ið getum bætt því við að það sem tjj , °Cuni heyrt frá Eftirlitinu gefur uúk'l"11113 að ^ar se á ferdinni kraft- Sem' °8 metnaðarfull nýrokksveit 'v er líkleg til að standa nálægt utanlegri rokksprengju. „Það er fÆSkrf ***** músíklífi" bassaleikari T Síðan skein sól - segir Jakob Magnússon „Við spilum eingöngu frumsamda músík. Allir textar eru á íslensku. Við erum þjóðlegir. En það er erfitt fyrir mann að lýsa eigin músík. Þetta er einfalt rokk, spilað með gömlu Bítla-uppsetningunni: Gítar, bassi, trommur, söngur. Ég held að hægt sé að kalla þetta létt og skemmtilegt rokk.“ Þannig lýsir bassaleikarinn Jakob Magnússon músík hljómsveitarinnar Síðan skein sól. Jakob er kunnur fyr- ir spilamennsku með hljómsveitun- um Tappanum, Foringjunum, Grafík og Das Kapítal. Með síðastnefndu hljómsveitinni samdi hann lagið „Svartur gítar“ ásamt Bubba rokk- kóngi. Það lag var í fyrra valið í hóp bestu íslensku popplaganna af banda- ríska plötufyrirtækinu Enigma (sem gefur út Smithereens, Poison o.fl) og gefið út á safnplötu, „Geyser“. Sú plata hefur nú selst í nálægt 80 þús. eintökum í Bandaríkjunum og Evr- ópu og fengið mjög góða dóma. - Hverjir spila með Jakobi í Síðan skein sól? „Það er Eyjólfur Jóhannsson gítar- leikari. Hann var síðast í Vunderfoolz með Mikka Pollokk (Vunderfoolz eiga einnig lag á „Geyser“ - innsk. Æsk.). Þar áður var Eyjólfur með mér í Tappanum. Svo er það Ingólfur Sigurðsson trommuleikari. Hann var í Rauðum flöturn. Helgi Björnsson syngur. Hann var í Grafík.“ Umsjón: Jens Kr. Quðmundsson - Hvað er fram undan? „Við höfum hljóðritað kynningar- lag (demó) og stefnum á plötu. Það er vonlaust að festa sig í sessi og starfa án þess að njóta stuðnings plötu. Annars höfum við fengið mjög góðar viðtökur. Við höfum verið að spila mikið í félagsmiðstöðvum og haft nóg að gera. Við erum ekki heldur alveg óþekkt nafn - áttum t.a.m. eitt lag á safnplötunni „Vímulaus æska“ í fyrra. Það var mikið leikið.“ - Og nú tala menn um nýja rokk- bylgju á íslandi. „Ég er ekki of duglegur að fylgjast með. Ég veit þó að það er heilmikið að gerast. Reyndar ekki allt jafngott. Samt er margt gott, eins og E-x frá Hafnarfirði og Frakkarnir. Ég kann vel að meta þá. Það virðist einhver vakning eiga sér stað í músíklífinu hérna um þessar mundir. Þá miða ég við aðsókn á tónleika. Fólk hefur ekki verið jafnspennt fyrir tónleikum síðan uppsveiflan mikla átti sér stað ’80-’81. Og þó það sé ekki alveg að marka vegna utanaðkomandi að- stæðna þá vilja t.a.m. allir komast á tónleika hjá Sykurmolunum núna,“ segir Jakob Magnússon, bassaleikari í Síðan skein sól, að lokum og virðist vera sólarmegin í mörgum merking- um þess orðs.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.