Æskan - 01.04.1988, Blaðsíða 23
úenni lengra fram á brúnina þangað
U1 hún datt í sjóinn.
Hún sökk dýpra og dýpra og svo varð
a 1 svart en þá vaknaði hún af þessari
martröð.
»Úff, gott að þetta var bara draumur,“
ugsaði hún, „en nú ætla ég heim.“
Hún gekk að hurðinni og tók í hana
en hún var enn læst.
>>Hvað á ég að gera? Ég er lokuð hér
ni °g mamma og pabbi örugglega að
3rast úr áhyggjum út af mér.“
Hún settist niður og beið og beið.
annig leið dagurinn, sá lengsti sem
nn hafði lifað. Hún talaði við Klóa og
h ser af súkkulaðinu sínu og kexinu
0g 8af Klóa með sér.
Og aftur kom kvöld og svo önnur nótt
en í þetta sinn draumlaus. Hún vaknaði
aginn eftir vjg ag lyKli var snúið í
• ranni °g hún heyrði einhvern koma
lnn- Hún ætlaði að hrópa en mundi þá
lr draumnum. Kannski mundu þeir
venUa henni í sjóinn. Hún faldi sig bak
einn kassann. Maðurinn kom blístr-
^ 1 mn og var greinilega að leita að ein-
erju. Hann var ekki eins og sá í
raumnum svo að hún herti upp hugann
að | a Þegar hann var að því kominn
°ka hurðinni. Hann leit snöggt við og
</0Paði eitthvað á óskiljanlegu máli.
ltu seinna voru fleiri menn komnir í
"fagættina og gláptu allir á hana eins og
aut a nývirki og töluðu saman. Að lok-
m sagði einn þeirra á ensku: „Halló!“
e .Un heilsaði og hugsaði að það væri þá
nver á skipinu sem kynni mælt mál.
a urinn hélt áfram að reyna: „Þú. . .
et- • • af hverju?“
Vað, kunni maðurinn ekki að tala al-
enmlega. Það var eins og orðin stæðu í
v°UUln- Hún skildi samt hvað hann átti
1 • Hann var að syrja hvað hún væri að
ra þarna. Hún romsaði upp úr sér öllu
^ 8efst hafði en þeir ypptu bara öxl-
^0ru þeir allir heyrnarlausir?
^ Un endurtók romsuna hærra og
að 'f1 aú nú yrði hún að fara heim því
oreldrar hennar væru að bíða eftir
nenni.
h f^"0indu!“ sagði maðurinn sem áður
1 taiað og leiddi hana upp á þilfar.
s egar hún kom þangað og svipaðist um
un að hvert sem augað eygði var ekk-
nerna sjór og himinn.
” n- • . en, ég þarf að fara heim,
^ma og pabbi eru að bíða eftir mér!“
gr°Paði hún en lagðist svo á þilfarið og
^ennirnir stóðu allt í kringum hana
og reyndu að hugga hana og töluðu sam-
an um leið og loks fór einn af áhöfninni í
burtu en þegar hann kom til baka var
annar maður með honum. Það var skip-
stjórinn. Þeir sögðu honum allt sem
gerst hafði en Jenný skildi auðvitað ekki
bofs. Loks fór skipstjórinn að tala á
ensku. „Loksins maður með viti og hann
stamar ekki eins og hinn“. Hann spurði
hana af hverju hún væri þarna, hvar hún
ætti heima, hvað hún héti og hvað hún
væri gömul. Jenný svaraði öllu snökt-
andi og svo fór maðurinn að segja henni
að þetta væri vöruflutningaskip alveg
eins og hún hafði haldið og að þeir væru
á leið til íslands með vörur og þaðan
myndu þeir senda hana heim til sín með
flugvél.
„ísland, ísland. . . hvar hef ég nú
heyrt þetta nafn áður? Já, nú man ég.
Krakkarnir í skólanum voru að tala um
að þar væri eintómur ís og þar byggju
víst eskimóar og stórir og grimmir
ísbirnir. Ef ég fer til íslands þá eta ís-
birnir mig og það er ekki neitt skárra
en að láta hákarla gleypa sig,“ hugsaði
hún en öskraði síðan af öllum kröftum:
„Nei, nei ég fer ekki til íslands. Ég vil
ekki láta ísbirnina eta mig.“
Skipstjórinn sagði eitthvað við hina
mennina á þessu óskiljanlega máli sem
hlaut að vera íslenska og svo hlógu þeir
allir.
„Hvað er svona hlægilegt við að láta
ísbjörn eta sig?“ sagði hún og þá hló
skipstjórinn enn meira.
Þegar hann fór að jafna sig sagði hann
henni að það væru engir ísbirnir á ís-
landi og að þetta væri eintóm vitleysa.
„Á íslandi býr bara venjulegt fólk og
íslendingar eiga heima í venjulegum
húsum og þar er sumar, vetur, vor og
haust eins og annars staðar.“
„Ertu að segja satt? Ég trúi þér ekki.
Af hverju heitir það þá ísland?“ spurði
hún og hann sagði henni söguna af
Hrafna-Flóka.
„En nú verð ég að fara aftur upp í brú.
Við komum til íslands eftir um það bil
tvo sólarhringa. Komdu nú með mér og
þá get ég sýnt þér hvernig þessu skipi er
stjórnað og við getum komið boðum
áleiðis til foreldra þinna svo að þeir viti
að þú sért á lífi og að þér líði vel.“
„Já, ég kem með þér,“ sagði hún og
fylgdi honum upp. „En hvað með
Klóa?“
„Já, hundurinn, alveg rétt. Ég var víst
búinn að gleyma honum. Hann verður
að fara í sóttkví þegar við komum til ís-
lands því að engir útlenskir hundar mega
koma inn í landið.“
„Nei, ekki Klói. Ég vil hafa hann hjá
mér.“
„Það er ekki hægt, því miður. Lög eru
lög. En sjáðu nú. . . Þetta er stýrið og
þetta er. . .“
Skipstjórinn sagði satt. Þau komu til
íslands tveimur sólarhringum seinna og
á þessum tíma hafði hún skemmt sér
stórkostlega. Hún og skipstjórinn og
auðvitað Klói, ekki má gleyma þeim
vandræðagemlingi, voru orðin góðir vin-
ir.
Þegar búið var að skipa upp var hringt
og pantað far fyrir Jenný með fyrsta flugi
til Stóra-Bretlands og Klói var settur í
flugvél með íslenskum hestum sem flytja
átti þangað. Svo var hringt aftur til for-
eldra Jennýjar og þeim sagt hvenær
laumufarþegarnir litlu kæmu heim.
Daginn eftir þegar Jenný var komin
upp í flugvélina og búin að kveðja skip-
stjórann og lofa honum að koma í heim-
sókn til íslands einhvern tíma seinna fór
hún að hugsa um hve vel þetta ævintýri
hafði endað og hvað hún hafði skemmt
sér vel.
„En það verður nú samt gaman að
hitta mömmu og pabba aftur. . . og
Klóa.“
(Sagan hlaut aukavcrðlaun í samkeppni Æskunnar
og Rásar 2 1987)