Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1988, Síða 26

Æskan - 01.04.1988, Síða 26
I f •• • og isbjorninn Iðunn Steinsdóttir endursagði í gamla daga þótti það góður siður að gefa konungum dýrar gjafir. Á íslandi var ekki konungur svo að menn fóru til annarra landa og gáfu þeim konungum, sem þar ríktu, gjafir sínar. Maður hét Auðunn og var kallaður Auðunn hinn vestfirski af því að hann var að vestan. Auðunn var ekki ríkur maður. Hann langaði til að sjá sig um í heiminum. Hann lét móður sína hafa peninga sem áttu að nægja henni í þrjú ár og sigldi burt með vini sínum. Þeir sigldu til Grænlands. Þar keypti Auðunn ísbjörn fyrir allt sem hann átti. Það var mjög fallegt dýr. 26------ = Hann ákvað að gefa Sveini konungi í Danmörku björninn. Næst sigldu þeir til Noregs. Þar ríkti Haraldur konungur. Hann var í stríði við Svein konung Dana. Haraldur frétti að kominn væri maður frá íslandi með óvenju fallegan ísbjörn. Hann gerði boð fyrir Auðun. Þegar Auðunn kom til konungs spurði konungur hvort hann vildi selja sér dýrið á því verði sem hann hafði keypt það. „Eigi vil ég það, herra,“ svaraði Auðunn. Þá spurði konungur hvort hann vildi selja sér dýrið ef hann fengi helmingi hærra verð en hann hafði sjálfur greitt fyrir það. „Eigi vil ég það, herra,“ svaraði Auðunn. „Viltu þá gefa mér dýrið?“ spurði konungur. Það vildi Auðunn ekki. „Hvað ætlarðu að gera við það?“ spurði konungur. Nú var illt í efni því að Auðunn vissi að Haraldur konungur var í stríði við Svein konung Dana. Hann sagði samt eins og var að hann ætlaði að gefa Sveini konungi dýrið. Haraldur konungur var undrandi á að Auðunn skyldi þora að segja sér þetta. „Hvernig dettur þér í hug að ég leyfi þér að fara og gefa óvini mínum svona dýra gjöf?“ sagði hann. „Þú ræður hvað þú gerir en svona er þetta samt,“ svaraði Auðunn. „Ég skal leyfa þér að fara í friði. En þegar þú heldur aftur heim áttu að koma við hjá mér og segja mér hvað Sveinn konungur gefur þér í staðinn,“ sagði Haraldur. Nú lagði Auðunn af stað til Danmerkur. Þegar þangað kom var hann búinn með alla peninga sína. Hann hitti mann sem var í þjónustu konungs. Maðurinn hét Áki. Auðunn bað hann um mat handa sér og dýrinu. Áki sagðist skyldu selja honum mat. Auðunn hafði enga peninga og gat því ekki borgað matinn. „Ef ég læt þig hafa mat vil ég í staðinn fá að eiga björninn á móti þér til helminga,“ sagði Áki. Auðunn féllst á það því að hann vildi ekki að ísbjörninn dæi úr hungri. æÆSKA*

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.