Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1991, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1991, Blaðsíða 6
Er ég að verða stór? Framhaldsþættir eftir Ðrynju Einarsdóttur. 11. kofli. Sumarið er komið og nú er alltaf gott veður. Stærsta fjar- an í bænum er stutt frá mínu húsi. Hún er miklu stærri en allar hinar fjörurnar og nær alveg frá bryggjunni og næst- um því upp í sveit. Hún heitir líka Langisand- ur. Þangað förum við stund- um að leika okkur. Við Er- lingur og margir krakkar. Fyrst mátti ég bara fara með leikskólakonunum og mömmu eða pabba en nú fæ ég stundum að fara sjálfur. Pabbi er búinn að kenna mér á fjöruna. Hann segir að það komi alltaf til skiptis flóð og fjara. Þegar er fjara er sandurinn stór og sjórinn er langt í burtu frá bökkunum. En þegar flóð er kemur sjór- inn nær og nær og endar al- veg uppi í klettum. Þá meg- um við aldrei fara þangað og eigum líka alltaf að flýta olckur heim þegar sandurinn minnkar. Það er gott að leggja bíla- veg í sandinn. Það er hægt að fara í torfæruakstur þar. Ég fékk flottan torfærubíl í jóla- gjöf, svona bíl eins og Ómar Ragnarsson á. Mamma segir að hann sé að verða hálfgerð drusla af því að lceyra í sand- inum. En torfærubílar verða alltaf svona. Það er svaka kraftur í honum. Verst er þegar stelpurnar teikna parís rétt hjá bílveg- unum. Þær gera það þegar þær vilja vera með í keppni en við viljum ekki hafa þær. Stelpur eiga ekki neina flotta bíla. Mér finnst að það eigi líka að gefa stelpum bíla í jóla- gjöf. Þá gætum við öll leikið okkur saman. Einu sinni fundum við dá- inn fugl í fjörunni. Það var blóð á honum. Þetta var stór fugl. Hann heitir mávur. Ég veit það af því að pabbi segir mér alltaf hvað allir fuglar heita. Við jörðuðum mávinn og tíndum fallega steina og skeljar og röðuðum ofan á. Ég vorkenndi honum svo mikið að vera dáinn en mér fannst það ekki eins vont þegar mamma sagði að hann væri farinn til Guðs og gæti nú flogið þar meó öllum hin- um dánu fuglunum. Um daginn voru kallar í fótbolta á sandinum. Ég ætla að verða knattspyrnumaður þegar ég verð stór. Bráðum fæ ég fótbolta. Ég er að safna fyrir honum. Ég fæ kaup þegar ég hjálpa mömmu, fer í sendiferð í búðina sem er rétt hjá okkur og gæti Guðbjargar litlu. Ég set peningana í bauk og bráð- um verður komið nógu mik- ið fyrir fótbolta. 6 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.