Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 20.02.1899, Qupperneq 6

Æskan - 20.02.1899, Qupperneq 6
42 báðu guð aðvernda sig og lögðust síðan til svefns. Snemma um morguninn eftir nýárs- dag fór maðurinn á sjó til að fá eitthvað of- an í sig að borða, en bann fékk einu fisk og þótti það lítið, og sagði: „skyldi nýárið ætla að byrja svona fyrir mér?“ eu þá hrópaði samvizka hans: „Þú átt ekki að mögla, það er synd, vertu áuægður með það, sem guð gefur þér, hann mun bera umhyggju fyrir þér“. En maðurinn fór heim til sín með fiskinn og konan hans fór að slægja liann. En hún rak upp hljóð, er hún sá, að innau í fiskiu- um var gimsteinn. — Maðurinn tók hann og seldi og fékk 100 þúsuudir fyrir hann. Hann varð því mjög ríkur, cn aldrei gleymdj hann bæninni, sem hann bað á gamlárskveldið forð- um, og alt-af biður hann til guðs, en alt á aðra leið biður hann nú: ,,Góði guð, gefðu mér, að ég goti lifað eftir því, sem þér líkar bezt og eftir þínum heilögu boðum, varðveittu mig frá liroka og drambi“. Þannig fór sagau af hinum fátæka manni, sem hafði traustið til guðs. Ólafur Kr. Hallsson. # Ólafur lítli Hallsson er 12 ára gamall og á heima á Seyðisfirði. Þykir ykkur hann ekki myudarlegur að bafa seut sögu í „Æskuna“? Það kemur meira frá lionum í uæsta blaði. Eg vildi óska, að einhverjir fleiri litlir piltar og stúlkur vildu senda „Æskunui" greinarog sögur eftir sig sjálfa. Ef þið eruð svo feim- in, að þið komið ykkur ekki að því að setja nafuið ykkar undir það, sem þið skrifið, þá þurfið þið ekki annað en segja okkur, að við megum ekki láta neinn vita nafnið ykkar, við skulum þá ekki gjöra það, eu skemtileg- ast er nú samt að segja altaf til sín, livað sem maður gjörir og bráðum liafið þið einurð á því, þó þið séuð feiinin svona allra íýrst. Ó. J. ískin hcnnar Mcggy. Eftir A. j. E.. JlS^AGA þessi gjörðist í austurbluta Lund- únaborgar. J?að var að kveldi dags í Nóvembermánuði. Veðrið hafði verið ömur- legt allan daginn, þétt og köld þoka liékk yfir borginni og læddist inn um bverja smugu. Þokan var svo þétt, að það sást varla nokk- ur vagn á ferðinni og fótgangandi fólk, sem neyddist til þess að vera á ferð, rak sig hvað á annað; strætaljósin, sem voru vön að lýsa vegfarendum, skinu óljóst og flöktaudi í liálf- myrkrinu. Klukkurnar í stórri verksmiðju gullu við og hópur af konum og körlum á ýmsum aldri ruddist út úr verksmiðjunni; það voru líka börn í þessum hóp, þau geugu þreytulega, og fjörið og lóttleikinn, sem aunars eru ein- kenni barnsáranna, voru liorfin, andlitin voru fölleit og ellileg og báru raunalogan vott um, að þessi börn höfðu orðið að viuna sér langt um megn frain. JÞetta var dapurlegur hóp- ur: fölleitur, kinnfiskasoginn, þreytulegur, dapureygður og klæddurí tötra; euginn, sem hafði nokkra tilfinningu fyrir bágindum aun- ara, gat gengið fram hjá þessari sjón nema kenua sárt til. Hópuriun skildist að, sumir héldu heimleið- is, en sumir gengu því miður til gildaskál- anna, þar sem oft var bjartara og hlýrra en heima hjá þeim. Seinast geugu tvö börn, drengur á að gizka 12 ára og stúlka fáum árum yngri. Það var auðséð, að þau voru systkin, stúlkan var í rauninni frið sýnuin, en auguu voru þreytu- leg og yfirliturinn óhraustlegur og bar vott um of miklavinnuog lélegt húsnæði ogviður- væri, hún drógst lieldur aftur úr og stóð oft við, eius og húu ætt.i bágt með að ná and- anum.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.