Æskan

Árgangur

Æskan - 30.10.1901, Síða 4

Æskan - 30.10.1901, Síða 4
2 sér ættarnafnið Breiðfjörð vegna þess hann var fæddur við Breiðafjörð. Foreldrar lians voru mjög fátækir og óist hann þó að nokkru upp hjá þeim, en að nokkru hjá ýmsum öðrum. Snemma þótti bera á góðum gáfum hjá honum. Var því hugs- að um að koma honum til menta, og var honum komið til prests eins í því skyni, en fátækt olli, að ekki var meira úr. Var honum þá komið til Kaupmannahafn- ar til að læra beykisiðn. Var hann þá 15 eða 16 vetra að aldri. Lærði hann iðn sina á 3 árum og settist þá að og gjörðist beykir og verslunarþjónn á ísa- firði. Eftir það dvaldi hann í ýmsum verzlunarstöðum sunnan- og vestan-lands en hvergi dvaldi hann lengi á sama stað. Olli því ýmist fátækt hans og lausung í ráði. Þegar hann var kominn um þrítugt flutti hann sig til Kaupmannahafnar og hugsaði að læra lög. Tókst hann þá á hendur að fara til Grænlands til að kenna Skrælingjum hákarlaveiðar. Dvaldi hann þar í 4 ár, en kom svo aftur til íslands. Síðustu ár æfinnar dvaldi hann í Reykja- vík, við fátækt mikla, unz hann dó þar 4 7 eða 48 ára, 22. júlí 1846, úr misl- ingasóttinni, er þá geysaði yfir land alt. Sigurður var gáfumaður mikill og ó- efað besta alþýðuskáld, er verið hefir hór um langan aldur, enda hefir hann jafnvel ort mest allra íslendinga. Einkum liggur eftir hann fjöldi af rímum, en auk þess mörg önnur rit og fögur kvæði; og fá börn þau, sem lesa „Æskuna" vonandi að fá að sjá einhver af fallegustu kvæðunum hans. Sigurður er grafinn rótt við inn- ganginn í kirkjugarð Reykjavikur, og hefir einkennilegur legsteinn verið settur yfir leiðið. Það er óhögginn klettur líkt og bæjarbust í laginu, en framan á honum er höggvið nafn Sigurðar, og mynd af strengjahijóðfæri sem „Gýgja“ er nefnd, sem á að tákna skáidskapargáfu þessa ólærða, gáfaða alþýðumanns. Ferð Þórs til Útgarðaloka. (Úr „ Gylfagynning. “) Það er upphaf þessa máls, að Ökuþór fór með hafra sína og reið, og með hon- um sá ás, er Loki er kallaður; koma þeir að kvöidi til eins búanda og fá þar nátt- stað. En um kvöldið tók Þór hafra sína og skar báða, eftir það voru þeir flegnir og bornir til ketils; en er soðið var, þá sett- ist Þór til náttverðar og þeir iagsmenn. í’ór bauð til matar með sér búandanum og konu hans og börnum þeirra; sonur bú- anda hét Þjálfi, en Röskva dóttir. Þá lagði Þór hafurstökurnar utar frá eldinum og mælti, að búandi og heimamenn hans skyldu kasta á hafurstökurnar beinunum. Þjálfi, son búanda, hélt á lærlegg hafursins og spretti á knífi sínum og braut til mergjar. Þór dvaldist þar um nóttina; en í óttu fyrir dag stóð hann upp og klæddi sig, tók hamar- inn Mjölni og brá upp og vígði hafurstök- urnar; stóðu þá upp hafrarnir, og var þá annar haltur eptra fæti. Það fann Þór og taldi, að búandinn eða þau hjón myndu eigi skynsamlega hafa farið með bein haf- ursins; kennir hann, að brotinn var lær- leggurinn. Eigi þarf langt frá því að segja; allir mega vita, hversu hræddur búandinn vaið, er hann sá, að Þór lét síga brýrnar ofan fyrir augun; en það er sá augnanna, þá hugðist hann faila mundu fyrir

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.