Æskan

Árgangur

Æskan - 20.02.1902, Síða 5

Æskan - 20.02.1902, Síða 5
41 úr plönkum, og aegl breitt yfir pakið til þess að verja það enn betur fyrir rigningu. Enn fremur var bygt vistabúr, smiðja og timbursmíðahús. En meðan vér vonim að bjástra við þetta, vorum vér þó fremst af öllu að hugsa um, að aðrir út í frá fengi að vita hvað af oss væri orðið, svo oss yrði bjargað úr þessum stað. Yar því smíðað þilfar í aðalbjörgunar- báf.inn, og hann tiibúinn að öilu, og þrem- ur eða fjórum dögum síðar var hægt að leggja af stað á honurn. Skipstjórinn og tveir menn aðrir voru vaidir til fararinnar. Bátuiánn átti að reyna að hitta oitthvert skip, sem sigldi þar um, enda var það hin einasta hjálp, sem hægt var að vænta sér á þessum stöðvum. Yór gátum reyndar eygt aðra ey, lengst úti við sjóndeildarhringinn; en það gat ver- ið hættuspil, að ætla sér þangað, og kom- ast í kynni við eyjarbúa, oða íbúana á öðr- um eyjurn, er verið gátu þar í grendinni, því íbúar Suðurhafseyjanna höfðu þá slæmt orð á sér fyrir að vera mannætur. Öllum hinum, sem eftir urðu, var skift í smáhópa, sex mönnum í hvern bóp. Nákvæm umsjón var höfð með vistaforða þeim, er bjargað hafði verið úr skipinu: hver maður fékk eina brauðköku á dag og fáeina dropa af vatni. Að öðru leyti urð- um vér að sjá um oss sjálfir. Aftur á móti fengu þeir monn tvöfaldan skamt, sem voru að byggja skip það, sem vér ætluðum að þrífa til oss til björgunar.þeg- ar öll önnur sund væru lokuð. Jafnframt og stóri björgunarbáturinn var tilbúinn, var lagðui- kjölur í eins konar skip, sem reyndar væri réttara að kalla fleka. Á því áttum vér að komast eitthvað í burt, þangað' sem verkast, vildi. Tíminn leið óðum; einn dagurinn var á enda og annar byrjaði án þess, að nokkuð- markvert bæii fyrir oss. Vór höfðum nægan tíma íyrir oss að skoða, eyna nákvæmlega; hún var forðabúr vort, og þótt hún hefði fátt að bjóða, var það notað, sem nýtilegt var. Örðugast var að fá vatn. SA veit i raun- inni ekki hve dýrmætt hreint drykkjarvatíi er, sem hefir ekki alvarlega verið án þesS. Ekki leið á iöngu áður buið var að- lesa alla ávextina af kókospálmunum. Ávextir þessir slöktu að sönnu hungrið, en juku aftur á móti þorstann, því jarðvegur- inn var svo saltur, sem þeir uxu i, að það var jafnvel seltubragð að þeim. Tjörn var á miðri eynni, en vatnið í henni var því miður ekki hæfara til drykkj- ar, en sjálfur sjórinn. Pegar vér voi'urn að reika um eyna, kom- um vér að stað, þar sem fundust menjar eftir, að aðrir menn hefðu dvalið, — fund- um vér par tjaldsúlur, eldstó og matleifar. Auðvitað gátum véi' ekki haft nein not af því. Bað var að eins vottur þess, að eyjan hafði fundist áður og menn höfðu dvalið þar, en jafnframt, að hún var ekki hæf til að dvelja þar til iengdar, svo sem oss hafði orðið raunin á. Vér fundum gi úa af kröbbum i fjörunni, þegar lágsjávað var, og veiddum vér þá. drjúgum. Einnig fundum vér krabba á landi, sem vér veiddum eftir föngum. Voru sumir þeirra klifur-kiabbar, er vér urðurn að klifra eftir upp í trén. J.ón voru sumstaðar í fjörunni, og fund-

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.