Æskan

Volume

Æskan - 20.02.1902, Page 6

Æskan - 20.02.1902, Page 6
42 um vór öðru hvoru mjög magra fiska í l>eim, og var fiskum þessum þegar sálgað. Aftur á móti höfðum vér stöðugt skelfisk og kufuuga á borðum. Hver flokkur aflaði út af fyrir sig, en matreiddi og boi'ðaði svo í sameiningu það sem fengist hafði. Einn dag kom eg auga á stóran krabba sem gægðist út undan stórum steini. Yar steinninn svo hár, að eg sá mér ekki fært að ná honum ofan að. Eina ráðið var að grípa hann með því að fara beint, á móti honum; en það gat verið viðsjái-vert, og eg gat átt á hættu, að hann skaðrifi mig með klónum, því eg varð að teygja hönd- ina langt inn til þess að ná í hann. Á hinn bóginn var slærat að missa hann vegna þess hve mikill fengur var i honum. Eg varð því að hætta á, að ná krabb- anum, hvernig sem það færi. Eg hljóp út i lónið fram fyrir steininn og teygði hend- urnar inn undir hann, unz eg náði í krabb- ann. En hann var æði fastur undir stein- inum og varð eg að toga í hann af öllu afli. Alt í einu slepti hann tökum, og eg stóð þar sigri hrósandi — með eftri hluta krabbans. „Nú er víst ekki mikil hætta á því, að hann rífi mig,“ hugsaði eg, og tók að reyna að ná hinum hluta hans, sem hepnaðist brátt. En þá kom í ljós, að ótti minn fyi'ir krabbanum hafði verið ástæðu- laus, því hann hafði alls enga griparnxa. Þegar eg kom til félaga minna með veiðina, olli hún bæði aðdáun og öfund. En eg og félagar mínir fengu sér góðan miðdegisverð. Einn dag sem oftar vorum vór úti á rifinu að krabbaveiðum, og ætlaði eg að klifra yfir klettabelti eitt. Eg náði hand- festi í klettana, en þá varð eg var við að æði stór, gul- og svart-flekkótt slanga gægð- ist út úr klettaskoru rótt þar, sem eg hafði tekið í klettinn með annari höndinni. Þið getið getið því nærri, að eg slepti tök- um hið biáðasta og hafði mig á burt sem fyrst. Hór um bii viku eftir að bátur vor hafði lagt af stað, urðum vér varir við seglskip, sem stefndi til eyjarinnar, og töldum vér þegar víst, að það kæmi oss til hjálpar. Það reyndist Jíka eins og vér höfðum í- myndað oss. Skipið kastaði akkerum hin- um megin eyjarinnar, og að lítilli stundu liðinni komu sendimenn vorir ásamt nokkr- um mönnum af skipshöfninni til að flytja oss út á skipið. Þið getið getið þvi nærri, að nú kom heldur skrið á oss. Iðnaðarmenn vorir köstuðu frá sér tólum sínum og enginn hugsaði um annað, en aö komast burt svo fljótt sem mögulegt væri. Nú var ekki verið að spara matinn og máttu allir fá svo mikið, sem þá Iangaði í. En vér tók- um að eins með oss nokkrar bxauðkökur hver, og skunduðum burt og skildum eftir flskabátinn, sem nú var næstum fullgjör, matvæii og annað, því nú fanst oss vér ekki þurfa þessa framar við. Skip það var hvalaveiðaskip, er kom oss til bjargar. Höfðu sendimenn vorir hitt það, hér um bil viku eftir að þeir fóru að heiman. Skipstjórinn hafði þegar verið fús á að bjarga oss. Hafði skipið svo beitt í 3 vik- ur móti straumi og vindi til þess að kom- ast undir eyna. B&tur Yor hafði átt slæma útivist, áður hann hitti hvalaveiðaskipið. Fyrstu þrjá sólarhringana hafði hann átt að berjast við

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.