Æskan

Volume

Æskan - 30.08.1902, Page 2

Æskan - 30.08.1902, Page 2
86 ÆSKAN. þvöglulegt. Eigi þeir að læra eitthvað, láta þeir það dragast, imz það er orðið um sein- an, eða þeir læra eitthvei t hrafl, sem þeir hafa sárlítið gagn af. I\að eru meira að segja til ýmsir drengir, sem nenna ekki að ieika sér, og seu þeir í skóla, þá standa þeir upp í krókum og kimum í frímínút- unum milli kenslustundanna með hendurn- ar í vösunum og glápa út í loftið, og sé kallað tii þeirra, heyra þeir ekki fyr en bú- ið er að kalla maigsinnis á þá. Þá er muiiur á þvi að vera viljugur órabelgur, iðandi, spiiklandi og sífelt áferð og flugi. Órabelgir geta að sönnu orðið nokkuð þreytandi, ef þeir ætla sér aldrei hóf og stilla sig ekki, hvar sem þeir eru staddir. En fleslum þykir þó vænna um viljugan órabelg en latan meinleysingja. Og svo er það Iika aðgætandi, að báðir eiga að verða fullorðnir menn á sínurn tima. En þá hverfa ærslin vanalega, en dugnaðurinn vevður eftir, en það er svo undur hætt við, að lati dremgurinn haldi leti sinni áfram fram eftir æfinni. Og hvernig fer þá fyrir honum, þegar bæði pabbi og mamma eru dáin, og hann er einn orðinn eftir, og á að fara að hafa ofati af fyrir sór? Sumarmorg-un í Asbyrgi. Alfaðir rennir frá austurbrún auga um hauðir og græði. Glitrar í hlíðinni geislarún, glófaxið steypist um haga og tún. Signa sig grundir við fja.Il og flæði— faðmast í skrúðgrænu klæði. Þýtur í smávængjum grein af grein, grösin við morguninn tala; morar af lifi hver moldarrein, maðkurinn iðar við grátandi stein. Héraðið roðnar og rís af dvala. ftýkur við hóla og bala. Ideiðanes skaga á hendnr tvær, háfjöll í suðritiu rísa. Norðrið er opið; þar Ægir hlær, auðugur, djúpur, og sandana slær. Gráblikur yzt fyrir landi lýsa, líkast sem bjarmi á ísa. Norðan að Slóttunnar stálblá strönd starir úr logrtboða róti. Fóstra, hún róttir þar hægri hönd hraðskeytt og fengsæl i útstrauma rönd_. Lætur við eyra sern lífæð þjóti. Leikur þar „Jökla“ i grjóti. Fangamark árinnar band við band, blikar, í sveitina graíið. Starengi blakta við blakkan sand, bæina hyllir í óskanna land. Flaumar og sund—alt er sumri vafið,. syngur, og leiðist í hafið. Ásbyrgi, prýðin vors prúða lands, perlan við stiaumanna festi, frjótt eins og óðal liins fyrsta manns,. fléttar hér blómin í hamranna krans.. Standbjörgin kveðjunni kasta á gesti kringd eius og járn undan hesti. Sögn er, að eitt sinn um úthöf reið Óðinn og stefndi inn fjörðinn. Reiðskjótinn, Sleipnir, á röðulleið rendi til stökks yfir hólmann, á skeið,.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.