Æskan

Årgang

Æskan - 31.03.1903, Side 2

Æskan - 31.03.1903, Side 2
46 Æ SKAN. og með veiklulegri rödd; „egkvíðisvo fyrir sunnudeginum. Eg verð víst gerð afturreka aftur.“ „Ó-nei! Yertu ekki að hugsa um það, telpa, mín. Þú ert nú orðin svo skynsöm stúlka, og þetta verður stór hátíðisdagur fyrir okkur öll. Þú mátt til að herða upp hugann. “ „Já — en eg þori það ekki, mamma. Eg skil ekki, hvað það er, sem presturinn spyr um.“ „Jú, víst gerirðu það; og svo skal eg líka tala við hann, svo að hann spyi-ji þig ekki að öðru en því, sem þú getur vel svarað. Þegar að eins sunnudagurinn er liðinn, þá er það versta afstaðið.“ Móðirin ieit á Mettu og mætti augna- tilliti hennar, og sá hún þá að útlit hennar var likast því sem væri hún í leiðslu eða dái. Hún tók Mettu í faðm sér. „En, barnið mitt, hvað er að þér? Þú ert dauðveik, skinnið mitt. Pað er bezt að þú farir strax í rúmið.“ „Já, mamma, komdu mér í rúmið.“ Henni tókst loks að afkiæða hana. En Metta var svo máttfarin, að hún gat ekki staðið upp, og varð því móðir hennar að taka hana, eins og þegar hún var lítið barn, og bera hana í rúmið. Kom nú á hana mók, og urðu foreldrar hennar að vaka yfir henni um nóttina. Daginn eftir, sem var laugardagur, var hún ekkert betri. Svo kom sunnudagurinn, sem hún hafði óttast svo mjög. Sólin skein giaðar en hún hafði gert nokkurn dag áður um vorið. Loftið var svo hlýtt og broshýrt. Kirkjuklukkurnar hljómuðu út yfir landsbygðina í morgun- kyrðinni og lævirkinn sveimaði hátt í lofti og söng vorið í garð. f>að var reglulegur hátíðablær á allri náttúrunni. Fermingarfötin hennar Mettu voru sótt og hengd á stólana hringinn í kringum rúmið hennar. Ættu þau að reyna að koma henni á fætur? Hún lá nú svo róleg, og var sem friður og ánægja lýsti út úr hverjum drætti í andliti hennar. Faðirinn gekk lotinn og þunglamalega að rúminu og laut niður að henni; var þá sem bros færðist yfir fölva andlitið hennar og sáust drættir af því í kringum munninn. Æ, nei! Hann gat ekki fengið af sér að minnast á ferminguna við hana; hann vissi, að það var þýðingarlaust að hugsa um það. „Hvernig líður elskunni minni?" spurði hann. „Yel,“ svaraði hún glöð og var óumræði- legur innilegleiki í svip hennar. „Pað fer svo vel um mig.“ Þau höfðu opnað tvo glugga, svo að henni yrði ekki eins erfitt með að draga andann. Sólargeislarnir stöfuðu beint inn á rúmið, vörpuðu gullnum blæ á það og vermdu barnið, sem í því lá og háði sitt hinsta stríð. Uppi í kirkjunni söfnuðust nú fermingar- börninsaman, og hljómaðiþaðan organsláttur og sálmasöngur. En Metta í Mýrinni gekk einsömul með bros á vörum inn í gegnum fordyri eilífðar- innar.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.