Æskan

Volume

Æskan - 31.03.1903, Page 3

Æskan - 31.03.1903, Page 3
Æ SKAN. 47 í kynnisför hjá afa. (Með mjnd eftir J. Emer.) [Niðurlag frá nr. 3—4.] Miðmunda var komið, þá er þau Sigga og Laugi og föiuneyti þeirra riðu í hlaðið í Tungu. Bærinn stóð undir hárri fjalls- hhð, er var glasi og skógi vafin upp í eggjar, en fjöldi smálækja runnu ofan hlíðina. Steypt- ust þeir víða ofan af hamra-stölium, ýmist hærri eða lægri, og var því röð af fossum eftir alJri hlíðinni. Þar voru þeir Gygjar- foss og Glymjandi, Tindafoss og Tvísöngur og margir fossar aðrir, þót.t eigi séu nefndir. Fjallið sneri gengt sóJu, þá er hún var rúm- lega komin í hádegisstað, og sýndust þá regnbogabrýr reistar yfir fossana, er farið var fram með fjallinu, enda varð Lauga starsýnt á þá, og furðaði sig mjög á því, hve regnbogarnir í Tungu voru margir, því slíkt hafði hann aldrei fyrri séð. I’ar er fjallshlíðin lækkaði til beggja handa, endaði Tunguland. Féllu tvær ár þar ofan, sín hvorum megin. Hét önnur þeirra Gilsá, en hin Gljúfurá, og runnu þær saman, þá er kom ofan á sléttuna, æði langan spöl fyrir neðan bæinn í Tungu. Myndaðist því tunga milli ánna, og dró bærinn nafn af því. Bærinn stóð á sléttum velli og sneri í útsuður. Hár og vandaður garður var bygður í kring um alt túnið, og breiðar traðir Jágu heim að bænum. Áður hafði t.únið verið kargaþýft, en afi hafði sléttað það alt og veitt yfir það alt vatni, og þar að auki Jeitt vatn bæði inn í fjós og eldliús, og þurfti því ekki að sækja neitt vatn í Tungu á vetrum. Hundarnir eru vanalega fyrstir til að taka á móti gestum í sveitum, og svo var einnig í Tungu. f’ótt afi hefði alt í röð og reglu á heimilinu, gat hann aldrei vanið hundana af þoim sið, að þjóta, fjóra í hóp, langt út fyrir tún, geyjandi af öllum mætti í hvert sinn er gest bar að garði. Þar voru þeir Vaskur og Kolur, Stubbur og Strútur, hver öðrum ákafari, og var Vaskur langt á und- an, en Kolur komst sjaldan nema hálfa leið, því hann var langt á eftir hinum, en hann var þó sá, sem hæst hafði af þeim öllum. Þrátt fyrir þessa móttöku komst þó alt liðið heilu og höldnu heim að Tungu. Afi stóð í dyrum úti, og gekk fram á hlaðið, er hann sá gestina bera að garði. Fegar þau Sigga voru komin heim í miðjar trað- irnar, þekti afi loks hverjir þessir gestir mundu vera, því honum var nokkuð tekin að glepjast sýn. Kallaði hann þá inn í bæjardyrnar á ömmu, til að sýna henni þessa nýstárlegu sjón. Þið getið getið því nærri, hvílíkur fagnaðarfundur þetta hefir verið. Afi og amma tóku þau Siggu og Lauga í fang sér, kystu þau og klöppuðu þeim, og hlupu með þau inn í bæ; þar voru þau Sigga sett til sætis, eftir að búið var að skoða þau í krók og kring. En þið getið getið nærri, að þau undu ekki lengi að sitja grafkyr. Þar var svo margt að sjá annað en heima hjá þeim. Afi hafði verið að smíða spæni, sumir voru í spóna- löðinni, aðrir hálftegldir til, og suma var verið að grafa letrið á, og loks voru nokkrir sem mátti taka í munn sér, hvenær sem vildi. Þar voru þykkir hrútshyrningar, axla- breiðir líkt, og berserkir i fornöld og var þeim fært í flestan sjó, en þar voru lika grannvaxnir nautshyrningar, engu Jikari en ljóshærðri heimasætu, þveginni og fágaðri,

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.