Æskan - 31.03.1903, Síða 4
48
ÆSKAN.
sem enginn blettur eða hrukka sást á. Á
skaftið var grafið ýmiss konar útflúr út til
randanna, en á miðju skaftinu vai- annað
hvort ártalið, fangamark eigandans eða þá,
„guðlaun," „guðsfriði," „súpa“ „grautur"
o. s. frv. Gekk Siggu nokkuð örðugt að
iesa úr rúnum afa síns, því á suma spænina
var grafið með höfðaletri, og fór afi því að
kenna henni stafrófið. Aftur á móti var
Laugi ekki orðinn svo mentaður enn, að
hann væri fær um að leggja út í að ráða
höfðaletur. Amma hafði verið að vefa spjald-
ofin sokkabönd; þótti Siggu þau allra mesta
furðuverk, og skildi ekkert i, hvernig smnia,
gæti búið til jafnfallega gripi. En sá galli
var á, að amma leyfði þeim alls ekki að
snerta á vefnum, því hún sagði þau myndu
flækja fyrir sér. Lauga fanst þetta reyndar
nokkurs konar harðstjórn, þar sem afi hafði
lofað honum að skoða spænina í krók og
kring. — En það tjáði ekki um það að
tala. Amma var óbundinn einvaldur yfir
sokkabandavefnum, svo Laugi varðnauðugur
viljugur að láta sér lynda að eins að horfa
á.
Það má geta nærri, að pabbi og mamma
Sigga og 'Laugi hafl ekki verið látin fastandi
meðan þau dvöldu í Tungu, sérstaklega
þar sem þau dvöldu þar um nóttina og
fram undir hádegi daginn eftir, en það
yrði oflangt mál, að segja frá öllum góð-
gjörðunum. Þess má þó geta, að hvorki
muni hafa verið valið af verri endanum,
né numið við neglur sér, enda var það við-
kvæðið hans Lauga, þegar hann var kominn
heim aftur: „Það er langt um betra að
borða hjá henni ömmu í Tungu en þér,
mamma! “
En það var ekki alt búið, þó þau Sigga
hefðu skoðað spænina og sokkaböndin; þau
þurftu að fara um allan bæinn, inn í hverja
kompu, hvern krók og kima. Og svo þurfti
að skoða alt útivið. Par voru fíflarnir og
mjölsúrurnar í hiaðvarpanum, njólinn og
hvönnin undir fjósveggnum og margt fleira;
þá var lækurinn, sem veitt var á túnið, en
þar varð Lauga það á, að hann tók hnaus
úr veitustokknum, svo lækurinn flaut í far-
veg sinn. Ávítaði pabbi Lauga fyrir þetta
tiltæki, en afl sagði: „Þú verður vonandi
betri jarðyrkjumaður með tímanum, Laugi
minn.“
Lambánum var smalað um kvöldið og
lömbunum stýað um nóttina. Sigga og
Laugi þuiftu eðiilega að fara til stekkjarins
til að hjálpa til. Gáfu þau sig lítið að full-
orðna fénu, en áttu einkum við lömbin.
Ferðin var ekki heldur til ónýtis fyrir Siggu,
því afl gaf henni mórautt gimburlamb, gull-
fallegt. Það kom í heimtur um haustið,
og fóðraði afi það, en út af því kom á
sínum tíma heill hópur af nýum iömbum,
mórauðum, flekkóttum, golsóttum, botn-
óttum, bíldóttum, baugóttum, hvít.um og
svörtum, svo þið getið getið því nærri að
Sigga heflr orðið ærið fjárrík, er fram í
sótti.
Ekki lét afl Lauga heldur synjandi frá
sér fara. Hann fékk rautt hestfolald morg-
uninn eftir, fleygivakurt. Það var látið
ganga með móðurinni um veturinn, og varð
seinna einhver hinn mesti gæðingur þar í
héraði, og þó víðar væri leitað.
Ekki tjáir að nefna alt, sem fyrir þau
systkinin bar í Tungu, og verður því að
láta hér staðar nema.
Mitt á milli hádegis og dagmála á sunnu-
dagsmorguninn var tekið að hugsa til heim-