Æskan

Årgang

Æskan - 31.03.1903, Side 8

Æskan - 31.03.1903, Side 8
52 ÆSKAN. ■við, og vrtr Luks þeim því í staðinn fyrir skemtibiöðin. En þetta var þó ekki aðal- ástæðan til þess, að hann fékk að halda iíflnu. Á skipinu er vanalega dálítil sundr- ung, og stýrimaðurinn hlífði Luks í von um, að hann gerði skipstjóranum einhvern grikk, ■og skipstjórinn iót hann lifa, í þeirri von, að stýrimaðurinn yrði einhvern tíma fyrir hrekkjabrögðum hans. Því allir bjuggust við, að hann mundi gera öðrum einhvern grikk. Og af þessu leiddi dálætið, sem hann komst í, svo hann steig til æðstu virðinga ■og varð jafnvel goð skipshafnarinnar. En einn góðan veðurdag var þó Luks hengdur — hengdur hreint og beint, mjög vel og vandlega. Hvað hafði hann þá gert fyrir sér? Hann hafði drepið skipsköttinn. Þetta var morð, framið af yflrlögðu ráði og máls- bætur engar. Yar því band bundið um hálsinn á Luks og hann hengdur upp í reiðann að allri skipshöfninni ásjáandi. Þetta gerðist kl. 4 síðdegis, og þegar kom- ið var rökkur, hékk Luks með lcyrð og spekt í snörunni. Og morguninn eftir hókk hann þar enn, og var enn þá bráðjifandi. Luks var ekki hengdur, hann hékk að eins, og allir vita a,ð öpum þykir gaman að því, að hanga og róla sór. Hafði Luks tekið í bandið með báðum höndum og leið upp á það bezta. Pví snaran um háls honum oili honum ekki meiri óþæginda en háls- klútur væri. Böðlarnir urðu nærri sneiptir, er þeir sáu, hvernig ástatt var, en í stað þess að blíðka í skapi urðu þeir nærri því enn þá reiðari, er þeir sáu, að apinn, sem hókk og átti að vera dauður, rólaði sór og gerði háð að þeim. Yar bátsmanninum nú skip- að að gera enda á lífi Luks með því, að kasta honum í sjóinn. Klifraði hann í skyndi upp í reiðann, leysti snöruna með annari hendinni, en tók i halann á aum- ingja Luks með hinni og kastaði honum útbyrðis í Atlantshafið. En bátsmanninum brá í brún, er hann kom aftur niður á þilfarið, því hann sér Luks standa þar og vera að hrista sig. Hafði apinn séð kaðal hanga út af skipinu að aftanverðu og lesið sig eftir honum upp á skipið, og var kominn upp, áður báts- maðurinn var kominn ofan. Það er bágt að vita, hvað nú hefði verið tekið til bragðs, hefði skipstjórinn ekki komiö að í þeim svifunum. Hann hafði heyrt hlátur sjó- mannanna, er þeir sáu, hve mjög bátsmann- inum brá í brún, og kom nú til þess að gera enda á þessu. Skipstjórinn var góð- ur drengur og sagði, að hvorki maður nó api, sem í eitt skifti hefði verið hengdur á skipinu, skyldi vera dæmdur til dauða í annað sinn. Þetta voru landslög og réttur, og þau varð að halda. Þannig stóð á því, að Luks fékk að lifa og striða skipshöfninni á Vul- kan enn í samfleytta tvo mánuði. (Framhald.) Grjalddagi „Æskunnar44 er í April. Eru allir kaupendur blaðsins vinsaml. beðnir að muna eftir því. Eftir því sem blaðið er fyr borgað, verður það betur úr garði gert. Sórstaklega eru allir þeir, sem enn skulda fyrir eldri árganga, ámintir um að standa skil á borguninni sem fyrst. flfgreiðsla blaðsins er 1 YeBtui-r'itu 21, Aldar-prcintömiðja. Pappirinn frá. J6ni Ólufssyui.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.