Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1905, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1905, Blaðsíða 6
14 ÆSKAN. »Lifir drengurinn enn þá?« spurði hann. Hún svaraði lágt: »Enn sem komið er«. »Guði sé lof!« »Það er dálítið að þakka guði fyrir«, svaraði hún og var henni þungt í skapi. »Vinstri höndin er öll tætt í sundur, og læknirinn segir, að það verði að taka hana af og hálfan handlegginn þar á ofan. Svo getur hann farið út að betla! Og vitið þér, hver er sök í þessu slysi?« Hinn ríki verksmiðjueigandi beygði höfuðið. Hann stóð eins og dæmdur l'rammi fyrir hinni fátæku ekkju. »Fyrirgelið syni mínum, og fyrirgeíið mér, að ég hefi geíið honum vopn í hendur, sem hann ekki kunni með að fara«, sagði hann hægt. En niadama Pálsen sneri við lionum bakinu f reiði sinni. »Að fyrirgefa, þegar barnið mitt verður aumingi!« Hann gekk að rúminu og horfði hrærður á aumingja drenginn. Svo sneri hann sér með þungu andvarpi lil móð- urinnar: »Á morgun, svo snemma sem unt er, sendi ég húslækninn minn hingað. — Það er auðvitað, að ég sé um alt, er lýtur að legu og framtíð sonar yðar. — Takið þér fyrst um sinn móti þessu«. Með þessmn orðum hristi hann inni- haldið úr peningapung sínum út á horðið. Madama Pálsen ætlaði að segja nei, en hann var þegar farinn. Hún ýtli með viðbjóði peningunum frá sér. ímyndaði ríki maðurinn sér, að hann gæti keypt son- sinn sýknan fyrir nokkrar krónur? Nei, og aftur nei, sektina skyldi hann bera til dauðadags. Þegar hún nú þannig stóð við horðið í þessum beizku hugsunum, varð henni litið í litlu bókina og litla »ritningar- orðið«, sem systurnar höfðu komið með handa Frits frá jólaguðsþjónustunni. »Alt verður þeim til góðs, sem elska guð« stóð þar, en hjarta hennar var enn þá of uppæst til þess að vera mót- tækilegt fyrir þessi huggunarríku orð. Henni lanst það jafnvel vera sem liáð. Það var vísl, að hún var guðlirædd kona; liún gekk iðulega í kirkju og hvatti börn sín til þess líka; liún hafði einnig í margri neyð reynt guðs undnr- sanilegu hjálp, en — alt? einnig dauði manns hennar? einnig það, sem svo óvænt liafði komið fyrir í dag? Það var of þungbær-t fyrir hana til þess að liún gæti trúað því og frá djúpi sálar hennar stigu upp mótmæli gegn því. »Vatn, vatn«, stundi Frits. Hún rélli honum það, og meðan hann lá þar og velti sér á ýmsar hliðar, sat hún tíma eftir tíma í þungum, órólegum hugsunum við rúm hans, þar til er hinn fyrsti dagbjarmi gægðist inn um glugg- ann til hennar. Prófessor Petersen, húslæknir Eilersens, kom og lcvaðst á sama máli sem em- bættisbróðir sinn. Vinstri hönd hans var algerlega sundurtætt. Það lá ekkert fyrir nema að taka höndina af sem allra fyrst, og Lil þess varð að flytja Frits svo lljótt sem hægt var á sjúkrahúsið. Frits og systur hans voru mjög angurvær út af þessu, og madama Pálsen sótti það mjög fast, að la leyíi til að hjúkra barn- inu ein, En gegn hinni rólegu og ótví-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.