Æskan - 01.11.1905, Blaðsíða 8
16
ÆSKAN.
sér og gróðursetja hana í garðinum
sínum.
En sem liann hélt áfram ferð sinni,
varð hann hræddur um, að rætur plönt-
unnar mundu skrælna af hitanum og
hann skygndist því um eflir einhverju,
sem hann gæti liaft til að lilífa rótum
hennar. IJá fann hann bcin úr fugli,
holt innan, sem hann stakk plöntunni í.
En plantan óx þá svo skjótt i hendi
hans, að hann vissi ekki fyrri lil en
ræturnar komu út úr beininu. Hann
varð þá aftur að litast um eftir ein-
hverju til að hylja ræturnar með. Hann
kom þá auga á bein úr Ijóni; í það
bein stakk hann fuglsbeininu með plönt-
unni í. En plantan óx alt af meira og
meira og sólarhitinn skrældi ræturnar,
sem teygðu sig út úr beininu. Hann
varð því allshugar feginn, er hann sá
legg úr stórum asna. í þeim legg gat
liann hulið bæði hin beinin.
Þegar hann nú var kominn heim, á-
setti hann sér að gróðursetja plöntuna
þegar í stað. En þá sá hann, að ræt-
urnar höfðu svo A^afið sig utan um öll
beinin, að hann gat ekki losað þær af
og varð þess vegna að gróðursetja plönt-
una með öllum beinunum utan um.
Plantan óx og varð æ stærri og feg-
urri dag frá degi; að Iokum bar hún
inndælis-fögur, dökkblá ber og úr þeim
bjó hann til hið fyrsta vín.
Alt frá þeim degi hefir mönnum þótt
gott að drekka vín, og þegar þeir eru
búnir að drekka fyrsta staupið, þá syngja
þeir af gleði eins og fuglar; við næsta
staupið verða þeir sterkir og hugaðir
eins og Ijón; en við þriðja staupið verða
þeir sljóir og heimskir og staðir eins og
asnar. („Vœbneren").
Gr átur.
(Gamlar).
1,
Peigi1 fæddur enn eg er,
ekki í móðurkviði þó;
inni2 fallegt á eg mér,
uni eg þar með góðri ró.
þ. e. ekki. J) hús, heimkynni.
2.
Eineygð drós með ekkert vamm
ærið langan hala dró;
við hvert það spor, sem hún sté fram,
hennar rófan stytlist þó.
3.
Frændur tveir þar ílugust á,
um fæðu þeim á milli bar;
heiftarlega hrifu frá
hvor öðrum það geíið var.
4.
Hverjir eru þeir bræður, er l'ara hverjir
í annara föt.
•Jiuiprjdpuua ‘V •Juquiu}[ *c quþj ‘z #i89o [ i8uq 'l
„ Æ s k a n “
kemur út mánaðarlega, og auk þcss jólablað,
skrautprentað með myndum (100 bls.). Kostar
1 kr. og 20 aura árgangurinn. Borgist 1. júni ár
hvert. Sölulaun V5, getin af minst 3 eintökum.
Guðm. Gamalíelsson bókbmdari, Hafnar-
stræti ltí. Reykjavík, annast útsendingu blaðsins
og alla afgreiðslu, tekur móti borgun og kvittar
fyrir o. s. frv.
Prentsm. Gutenberi